Stjarnan - 01.07.1946, Blaðsíða 5
STJARNAN
53
að gjörast. Hann benti á þá tíma, er hann
mun ikoma sem dómari himins og jarðar,
sitjandi í hásæti föður síns, og hans dómi
verður ekki skotið til æðra dóms.
Hann benti á þann dag, þegar hann, í
stað þess að vera umkringdur af illmenn-
um, er hæddu hann og svívirtu, kemur í
skýjum himins með veldi og mikilli dýrð.
Þegar hann kemur með mikinn fjölda
heilagra engla með sér. Þegar hann verður
dómari yfir óvinum sínum, meðal hverra
munu verða margir þeirra, er í þetta sinn
ákærðu hann.
Þá er Jesús mælti þessi orð, og játaði
hann væri guðs sonur og dómari heimsins;
reif æðsti presturinn klæði sín sem merki
þess, hve honum fyndist þetta óttalegt
svar. Hann hóf upp hendur sínar og mælti:
“Hann hefir lastmælt! Hvað þurfum vér
framar vitnanna við? Sjá, nú hafið þér
heyrt lastmælið. Hvað líst yður?”
En þeir svöruðu og sögðu: “Hann er
dauða sekur.” (Matt. 26: 65, 66).
Það var móti lögum Gyðinga að yfir-
heyra fanga að nóttu til, og þrátt fyrir það,
þótt dómurinn yfir Kristi væri nú ákveð-
inn, varð hann þó að yfirheyrast á lög-
legan hátt að deginum.
Síðan var farið með Jesúm í fanga-
húsið, og þar varð hann fyrir háði og
allskonar misþyrmingu af hermönnum og
skrílnum.
Snemma næsta morgun, var aftur farið
með hann fram fyrir dómara hans, og
hinn smánarlegi dauðadómur var kveðinn
upp yfir honum. Þá varð fólkið gripið
af djöfullegu æði, og hljóð þess urðu sem
öskur villidýranna, það stökk móti Jesú og
hrópaði: “Hann er sekur! Drepið hann!”
Og svo óður var þessi morðingjaskari, að
hann hefði þegar ráðist á hann og svift
hann lífinu hefði ekki hin rómversku yfir-
völd tekið í taumana og með vopnum og
valdi haldið lýðnum í skefjum.
Prestarnir, foringjar fólksins og fjöldi
óguðlegra manna tóku nú þátt í því að
hæða frelsarann. Þeir fleygðu yfir hann
gamalli skikkju, slóu hann í andlitið og
sögðu: “Spáðu fyrir oss, Kristur, hver var
það, sem sló þig?” (Matt 26: 68). Þegar
skikkjan var tekin af honum, hræktu þeir
í andlit honum.
Englar guðs skrifuðu upp allar mis-
gjörðir við hinn elskaða höfðingja þeirra,
hvort sem þær voru drýgðar með hugs-
unum, orðum eða gjörðum. Sá dagur
mun koma, þá er þessir aumu menn, sem
hæddu frelsarann og hræktu í hið rólega,
föla andlit hans, skulu fá að sjá það í
dýrðinni, þegar það ljómar skærara en
sólin.
Skínandi framtíð
“Hræðstu ekki, eg em hinn fyrsti og
síðasti, og sá lifandi, eg dó, en sjá, eg lifi
um aldir alda og hefi lykla dauðans og
undirheima.” Op. 1: 18.
Texti vor er einn hinna mest áríðandi
í Biblíunni. í honum er þreföld hug-
'hreysting fyrir oss er vér horfum fram á
ókomna tímann.
Ver þú óhrœddur að lifa. “Eg lifi um
aldir alda.” Hræðsla liggur í eðli manns-
ins honum til varnar. En menn og konur
leyfa hræðslunni stundum að ná valdi
yfir sér, þegar einhverjum erfiðleikum
lífsins er að mæta. Hann hræðist þegar
sorg og mótlæti steðja að honum. Hann
vildi miklu heldur ótruflaður mega halda
áfram að safna fé, skemta sér, eða lifa í
synd, heldur en vera heimsóktur af sorg
og erfiðleikum. Þegar alt gengur vel er
hann hraustur og hugrakkur, en í mót-
læti bilar traust og kjarkur. Þá er það
sem hann þarf að minnast orða Drottins
er hann segir: “óttast ekki.” “Sjá eg lifi
um aldir alda,” og “Eg skal ekki sleppa
þér né yfirgefa þig.”
Margir eru líka óttafullir þegar þeir
líta fram á lífið og sjá ekkert fram Undan
sér nema tilbreytingarlaust strit og erfiði.
Það er tilbreytingarleysið sem skelfir þá.
En sambandið við vorn lifandi frelsara
hrekur burt allan ótta, svo vér njótum gleði
og blessunar fyrir návist hans gegnum allar
skyldur lífsins. Hann segir til vor: “Eg
styrki þig, og hjálpa þér, eg held þér með
minni trúfastri hægri hendi.” Stundum
er ótti og órósemi afleiðing af vondri sam-
vizku. Friðar og gleði hjartans getum
vér aðeins notið þegar vér fylgjum Jesú