Stjarnan - 01.07.1946, Side 4

Stjarnan - 01.07.1946, Side 4
52 STJARNAN Orð Jesú voru svo átakanleg, að æðsti presturinn fann, að fangi hans las hugsan- ir hans. En einn af þjónum Annasar, sem fanst að húsbónda sínum væri ekki sýnd nægileg virðing, gaf Jesú kinnhest og sagði: “Svarar þú svona æðsta prestinum?” Jesús svaraði honum: “Hafi eg illa mælt, þá sanna þú, að það hafi verið ilt, en hafi eg talað rétt, hví slær þú mig?” (Jóh. 18: 22, 23). Margar sveitir engla hefðu viljað vera kornnar Jesú til hjálpar, en það tilheyrði köllun hans hér á jörðunni að þola með auðmýkt allar þær misgjörðir og skap- raunir, sem mennirnir sýndu honum. Frá Annasi var farið með Jesúm til Kaífasar. Hann átti að yfirheyrast af öld- ungaráðinu, og meðan meðlimirnir voru kallaðir saman, lögðu þeir Annas of Kaífas enn margar spurningar fyrir hann, en þeir unnu ekkert við það. Þá er alt ráðið var komið saman, stjórn- aði Kaífas réttarhaldinu, sem hinn æðsti í því ráði. Dómararnir sátu til beggja hliða Jesú, og fyrir framan hann stóðu hinir rómversku stríðsmenn og héldu vörð yfir honum; en fyrir aftan hann stóð á- kæranda- flokkurinn. Kaífas skoraði nú á Jesúm að sýna eitt- hvert af þeim kraftaverkum, sem hann hefði gjört áður En frelsarinn lét sem hann heyrði ekki þessa áskorun. Hefði hann svarað einungis með einu augna til- liti, líku því, sem hann gaf þeim, er seldu og keyptu í musterinu, þá mundi allur morðingja-hópurinn hafa flúið frá augliti hans. Á þessum tímum voru Gyðingar undir yfirráðum Rómverja og höfðu ekki vald til að uppkveða dauðadóm yfir neinum. Öldungaráðið gat einungis yfirheyrt fangann og kveðið upp dóm, er síðan varð að staðfestast af hinum rómversku valds- mönnum. Til þess að geta komið fram þessu mannvonskufulla áformi sínu, urðu því Gyðingar að finna einhverja sök hjá Jesú, sem 'hinn rómverski landstjóri áliti glæp. Þeir gátu fært nægar sannanir fyrir því, að Jesús hafði mótmælt mörgum af siðum og fyrirskipunum Gyðinga. Það var hægðarleikur að sanna, að hann hafði kallað prestana og hina skriftlærðu hræsn- ara og manndrápara, en Rómverjar tóku ekkert tillit til þess; því iþeir voru sjálfú mjög leiðir á hinni drambsömu framkomu Faríseanna. Margar sakagiftir voru bornar fram gegn Jesú, en annað hvort bar vitnunum ekki saman, eða þá að sannanirnar voru þannig, að Rómverjar gátu ekki tekið þser gildar. Þeir reyndu að fá Jesúm til að svara kærum þeirra, en hann lét sem hann heyrði ekki neitt af því. Spámaðurinn Esajas, hefir lýst þögn Jesú við þetta tækifæri þannig: “Hann lauk ei upp munni sínum, sem lamb það, er til slátrunar er léitt; eins og sauður þegir fyrir þeim, er klippa hann; hann lauk ei upp munni sínum. (Es. 53: 7). Prestarnir fóru nú að óttast, að þeir yrðu ekki búnir að finna neina gilda á- kæru gegn fanga þeirra, þegar þeir færu með hann til Pílatusar. Þeir sáu því, að þeir yrðu að láta til skarar skríða og gjöra alt, hvað þeir gætu. Æðsti presturinn lyfti upp hægri hendi sinni og benti til himins og segir við Jesúm með hátíðlegum eiðsorðum: “Eg særi þig við guð, hinn lifanda, að þú segir oss, hvort þú ert Kristur, sonur guðs.” (Matt. 26: 63). Jesús afneitaði aldrei köllun sinni eða sambandi við föðurinn. Hann gat þagað við persónulegum móðgunum; en hann talaði ávalt skýrt og ákveðið mót öllum efasemdum, sem fram komu, viðvíkjandi því að hann væri guðs sonur, sendur af föðurnum. Allir hlustuðu með mikilli athygli, og hvert auga horfði á frelsarann þá er hann svaraði: “Þú sagðir það.” Þetta svar þýddi á þeim dögum, sama sem “já,” eða “svo er, sem þú segir.” Þetta var það ákveðnasta svar, sem hægt var að gefa. Það var sem himnesk birta uppljómaði hið föla andlit frelsar- ans er hann bætti við: “En eg segi yður, að upp frá þessu skuluð þér sjá mannsins son sitja til hægri handár máttarins og koma í skýjum him- insins.” (Matt. 26: 64). Með þessum orðum lýsir frelsarinn því, sem var algjörlega gagnstætt því sem var

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.