Stjarnan - 01.07.1946, Blaðsíða 7

Stjarnan - 01.07.1946, Blaðsíða 7
STJARNAN 55 Innri gleði Það er alment að finna þá meðal krist- inna manna, sem láta í ljósi hrygð yfir því að þeir hafi mist eitthvað sem þeir áður nutu í sinni kristilegu reynzlu. Það má nefna þetta hinn “fyrsta kærleika,” eða lýsa því með einhverjum öðrum orðum, en það er eitt og hið sama. Það er hin djúpa, andlega gleði sem gagntók sálu þeirra, þegar þeir fyrst snéru sér alvar- lega til Guðs. Hvernig hefir þetta tapast? Vér verðum að minnast þess að það er Guðs orð sem veitir þekkingu til sáluhjálpar er fyllir hjarta mannsins óumræðilegum fögnuði og gleði. Áhrif orðsins eru á tvennan hátt. Fyrst að vekja trú á Guði, og þar næst heimtar það að sú trú sé sýnd í verkinu. Þetta hvortveggja er ávöxtur fagnaðar erindisins hjá þeim sem er einlægur í hjarta. Þessu fylgir ósjálfrátt að andlit- ið er uppljómað af gleði af því það endur- speglar fögnuð sálarinnar. Menn geta mist þessa reynzlu. Ef hún helzt við þá er það af því að hinn trúaði heldur áfram að trúa og hlýða hverri nýrri opinberun sem Guð sýnir hcnum í orði sínu. Hinn innri fögnuður getur ekki haldist við á nokkurn annan hátt. Hér er það sem margir hafa mist af markinu. Grundvallar atriði kristninnar eru að trúa og hlýða Guðs orði. Vér getum aldrei metið þau eins og vert er. Þegar Guðs orð talar til samvizku vorrar talar það einnig til viljans, og það er hæzt áríðandi að vér í einlægri undirgefni hlýðum því. Þegar orðið sýnir oss skyldu vora, þá þurfum vér strax að hlýða. Margir hafa vanrækt þetta og daufheyr- ast við rödd Guðs í orðinu, þar til þeir ■hafa mist alla löngun til að heyra það eða lesa. Þeir hafa ekki gefið Guði vilja sinn. Þegar Guð veitir oss nýtt ljós í orði sínu, þá talar hann til samvizkunnar og viljans um að fylgja því. Ef vér ekki hlýðum, |þá hverfur hin andlega gleði eða deyr út. Lesum Guðs orð með því hugarfari sem segir: “Tala þú Drottinn, þjón þinn heyrir,” og sýnum fúsa, fljóta og stöðuga hlýðni. Andleg innileg gleði og fögnuður getur ekki fengist eða haldist við á annan hátt. Kirkja Krists getur ekki dregið að sér athygli fjöldanns á þessum kærulausu, trúlitlu tímum nema hún endurnýi sinn “fyrsta kærleika,” og öðlist aftur þá innri gleði og fögnuð hjartans, sem einkennir hinn sannkristna. Ó hvílík þörf nú er á dýrðlegum söfnuði, sem skín eins og ljós í heiminum “mitt á meðal þessarar rang- snúnu og gjörspiltu kynslóðar.” Hvernig er það með líf þitt, kristni vinur minn? Það sem heimtað er og ætl- ast til af söfnuðinum, er líka heimtað af þér. Líferni vort verður að vera svo ólíkt heimsins siðum að það skíni, gegn um trú og hlýðni vora. Það sem Páll talar um “dýrðlegan söfnuð sem ekki hafi blett né hrukku né neitt þess háttar,” það er líka fyrir okkar líf sem einstaklinga. Látum oss meðtaka fyllingu þeirrar andlegu uppsprettu kraftar og gleði, sem fæst með trú og fúsri hlýðni við Guð, svo vér getum íklæðst réttlæti Krists, og að menn umhverfis oss geti þekt og kannast við að vér séum fulltrúar og lærisveinar Drottins vors og Frelsara, Jesú Krists. L. K. Dickson. Skylda vor gagnvart öðrum Það fer hrollur um mig ennþá þegar eg 'hugsa um slys það sem kom fyrir í Cripple Creek, Colorado. Eg var um tíma stödd í þorpi einu skamt þaðan. Hjónin og börn- in höfðu keyrt út sér til skemtunar síðari hluta dagsins. Þeim datt víst ekki í hug að þetta væri síðasta skiftið sem þau gætu öll keyrt saman. Á heimleiðinni skall á ákafur stormur. Þau flýttu ferð sinni sem mest þau máttu, en er þau keyrðu gegn um eina af þessum mjóu gjám, sáu þau flóð af vatni sem kom beljandi niður til þeirra. Faðirinn var nógu snarráður til að stöðva bílinn strax og skipa öllum að flýta sér og klifra upp fjallshlíðina til að forða lífi sínu. Hann greip ungbarnið og flýtti sér með það á óhultan stað. Þrjú af hin-

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.