Stjarnan - 01.01.1947, Page 7

Stjarnan - 01.01.1947, Page 7
STJARNAN 7 Samningar vorir við Guð Biblían italar oft um afstöðu vora gagn- vart Guði eins og samning. Guð gefur oss loforð sem eru skilyrði bundin, og vér gef-uim loforð. Vér látum ekki undan drag- ast að ganga eftir loforðum hans, og hann bregst oss aldrei. Ætti hann ekki að geta sagt eins um okkur, að vér hefðum altaf staðið við loforð vor til hans? Vér sjáum. ljóslega að trúarbrögðin eru ekki einhliða. Það er ekki alt innifalið í því af okkar hálfu að meðtaka, vér hljótum líka að gefa. Vér erum samverkamenn Guðs, hlutlhafar með honum í fyrirtæki hans að frelsa heiminn. Ráðvendni og kær- leiksrík trúmenska hlýtur að einkenna öll vor viðskifti við Guð, ef vér viljum lifa í samfélagi við hann. Móses sagði: “Þegar maður lofar Drotni að hann skuli gjöra eitt- hvað • . . má hann 'ekki bregast orðum sín- um, Iheldur skal hann gjöra alt eins og það fram gekk af hans munni.” Stundum finst Guðs börnum að þau leggi svo mikið í sölurnar fyrir Guðs mál- efni, en er það svo í raun og veru? Höfum vér ekki þægileg heimili, nægan fatnað og allar nauðsynjar lífsins? Þeir, sem borga Guði tíund hafa það alveg eins gott og aðrir. Guð blessar hina níu tíundu parta af tekjum þeirra svo alt verður nóg. Hann hefir líka frelsað börnin sín frá mörgum skaðlegum vana, sem eyðir miklu fé. Heimsins börn tapa oft stórfé í lukku- spilum. Sönn Guðs börn eiga engan þátt í slíku. Drykkjuskapur orsakar bæði fjár- tjón, vinnuitap og óteljandi slys. Guðs börn eru írelsuð frá þeirri plágu. Reykingar eyða einnig miklu fé og veikja líkamann. Guð hefir frelsað börn sín frá þrældómi þeirrar nautnar. Leikh'úsin og fleiri skemt- anir draga til sín fjölda fólks og eyða fé þeirra. Lærisveinar Jesú hafna öllum slík- um skemtunum. Heimsins böcrn eyða miklu fé í gull og silfur skart. Guðs börn girnast ekkert þesdháttar, þeirra skart er réttlæti Krists og iheilagt líferni- Guð frelsaði oss fíá öllum þessum hé- góma, þegar hann flutti oss úr myrkursins ríki inn í ríki síns elskulega sonar. Vér höfum ekki heimsskýrslurnar við hendina, en í Bandaríkjunum árið sem leið var eytt í lukkuspil, áfengi, tóbak, leikhús og skant svio sem svaraði 180 dollurum að meðal- tali fyrir ihvern mann, konu og íbarn í ríkj- unum. Sjöunda dags Aðventistar fá orð fyrir að vena örlátir og þeir gáfu að meðaÞ tali $118.44 cent fyrir 'hvern meðlim yfir árið. Þetta sýnist mikið, en upphæð sú, sem notuð var til að eyðileggja sál og líkama, sem Guð hefir varðveitt oss' frá, er miklu hærri en gjafir vorar til hans málefnis. Nú fremur -en nokkru sinni ættum vér að gefa gaum að áminningu Krists um að safna oss fjársjóðum á himni. Jesús kem- ur bráðum tál að taka lærisveina sína heim til sín og eyðileggja jörðina. Vér íhöfum aðeins stuttan tíma til starfs. Þetta eru tím- arnir, sem spámennirnir sögðu fyrir. Bráð- um uppfyllist spádómurinn, sem segir, að menn muni kasta silfri sínu og gulli fyrir moldvörpur og leðurblökur. Nú er tíminn til að útbreiða starfið, nota í öllum lömdum hið dýrðlega síðasta tækifæri til að prédika fagnaðarerindið fyrir öllumþjóðum tungu- málum og fólki, ieins og Guð hefir boðið oss. Nú er sannarlega tíminn til að safna fjársjóðum vorum á himni. Hvergi ann- arsstaðar er ólhult pláss að safna þeim. F D. Nichol. + ♦ + Telegram nýlega komið frá W. E. Nel- son, fáhirði “General Confierence S. D. A. í ■Washington, D.C., segir: “Þurkar og upp- bótakröfur leiða af sér slíkan skort, sjúk- dóma og þjáningar, að ekki verður með orðum lýst. Þúsundir manna munu deyja í vetur og komandi vor ef vér ekki sendum meiri hjálp til Þýzkalands og Austurríkis heldur en síðastliðið ár. Ástandið á bata- vegi í öðrum löndum.” Til að bæta úr þessari neyð eru söfnuðir vorir í Norður Ameríku beðnir að gefa hálifa miljón doilara nú um áramótin. Þeir sem vilja eiga hlut í þessu miskunnarverki geta sent gjafin sínar til Stjörnunnar eða til Man.-iSask. Conference of S. D. A., 401 Mac- Millan Bldg., Saskatoon, Sask. Merkja það “Famine Relief.” Guð blessi’bæði gefendur og viðtak- endur. S. Johnson

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.