Stjarnan - 01.01.1947, Page 1
STJARNAN
Konungur konunganna og Drottinn drotnanna elskar okk-
ur eins og faðir börn sín. Hann segir: “Með eilífri elsku elska eg
þig, því hefi eg þér náð varðveitta.” Jer. 31:3. Hvílíkt fagnaðar-
efni. “Sjáið hvílíkan kærleika Faðirinn hefir oss auðsýnt að vér
skulum Guðs börn kallast.” I. Jóh. 3:1. Svo mörgum sem með-
taka Jesúm gefur hann “kost á að verða Guðs börn, þeim, sem
trúa á hans nafn.” Jóh. 1:12. “Bn ef vér erum börn, þá erum vér
líka erfingjar, og það erfingjar Guðs og samarfar Krists.” Róm.
8:17. Hugsið yður slíka tign. Samarfar Krists og hann er
erfingi allra hluta, og hefir alt vald á himni og jörðu, og hann
segir til yðar, sem elskið hann og fylgið honum: “Vertu ekki
hrædd litla hjörð. Föður yðar hefir þóknast að gefa yður ríkið.”
Lúk. 12:32.
Alt umhverfis oss sjáum vér augljós merki þess aö vér lif-
um á síðustu tímum, allar stéttir skynberandi, hugsandi manna
halda því nú fram að skamt sé eftir af sögu þessa heims, og að
búast megi við skelfingar og eyðileggingar tímum í náinni fram-
tíð, en þetta skelfir ekki né hræðir Jesú lærisveina, því Jesús
lofaði að vera með þeim alla daga, alt til veraldarinnar enda.”
“Ef Guð er með oss, hver er þá á móti oss?” Enginn megnar
neitt á móti honum. Guðs börn fagna þeirri fullvissu a<5 endir
alls hins jarðneska sé fyrir höndum, því þau vita að þá kemur
Jesús til að “ummynda líkama vorrar lægingar svo hann verði
líkur hans dýrðarlíkama.” Fil. 3:20, 21. Guðs börn eru ávalt
vakandi og biðjandi eins og Jesús áminnir þau um, og þá gefur
hann þeim von um að þau geti umflúið alt þetta sem fram mun
koma, það er: skelfingar og eyðileggingar þær, sem ganga
munu yfir heiminn, en í þess stað munu þau með óútmálanleg-
um fögnuði mæta frammi fyrir mannsins syni og síðan um eilíf-
ar aldir vera með Jesú og öllum skara hinna útvöldu og heilagra
engla, Þau munu sjá auglit Föðursins og hafa hans nafn á
ennum sér. Lúk. 21:36. Op. 22:4.
Bráðum fáum við, öll Guðs börn, að mæta frammi fyrir
Jesú í skýjunum. Þessi dýrðlega himneska von er nóg til að
gjöra oss í sannleika hamingjusöm alla daga þessa nýbyrjaða
árs. Guði sé lof og dýrð fyrir sína ómetanlegu náðargjöf, sinn
eingetinn, elskulega son.
LANDSBOKASAFN
S. JOHNSON
170076
ÍSLANUS