Stjarnan - 01.05.1947, Page 3
STJARNAN
43
“Sá sem þetta vottar segir: Já, eg kem
skjótt Amen. Kom Drottinn Jesús.” Op.
22:20. Síðasta bænin í Biblíunni er: “Kom
Drottinn Jesús.”
“Hóf hann þá svo ræðu sína: Maður
nokkur eðalborinn ferðaðist í fjarlægt land
til að afla sér ríkis og koma svo heim aftur.
En er hann hafði kallað fyrir sig 10 af þjón-
um sínum, seldi hann þeim í hendur 10
Pund og sagði við þá: verzlið með þau
þangað til eg kem aftur.” Lúk. 19:12.13.
Miklu af tíma vorum er eytt í heimsku-
iegar ráðagjörðir, en vér eigum að vera
kappsamir í starfi til eflingar guðs ríki.
^eir sem í sannleika vænta endurkomu
Krists standa fremstir í að styðja kristni-
boðsstatrf, kristilega mentun og líknarstarf
öðrum til hjálpar. Yér megum ekki eyða
bfi voru í dagdrauma, heldur til að flytja
fagnaðarerindið út til allra þjóða.
Vér þráum tilkomu Drottins. “Að öðru
ieyti er handa mér afsíðis lögð kóróna rétt-
lætisins, sem Drottinn sá hinn réttláti dóm-
ari mun gefa mér á þeim degi, en ekki
einungis mér, heldur og öllum, sem þráð
bafa tilkomu hans. 2. Tím. 4:8.
i’etta eru síðustu orð og ósk Páls
postula. Þráum vér tilkomu Krists? Eða
elskiun vér þennan heim eins og Demas.
2- Tím. 4:10. Nú er tíminn til að hafa hug-
ann á hinu himneska, en ekki hinu jarð-
neska, “því þér eruð dánir en líf yðvart er
falið með Kristi í Guði, en þegar Kristur
vort líf opinberast, þá munuð þér og ásamt
honum í dýrð opinberast.” Kol. 3:3.4. Til
þess að geta verið með Jesú í dýrð hans,
verðum vér að meðtaka hann sem Drott-
mn vorn og frelsara hér og nú. Vér verð-
nni að meðtaka hann sem endurlausnara
vorn, 'hvers fórn á krossinum gjörði sálu-
hjálp vora mögulega. Vilt þú í einlægni
þlggja og meðtaka fyrirgefningu synda
þinna í nafni Krists, sem dó fyrir þig á
krossinum? Hafnaðu þessu ekki. Nú er
tækifærið. Nú er dagur hjálpræðisins.
Fyrir mörgum árum síðan framdi ungur
naaður í Ohio voðalegan glæp og var dæmd-
nr til lífláts. Bænir um breyting á dómin-
nm í æfilangt fangelsi höfðu en-gan árang-
ur. Loksins fóru foreldrar piltsins til land-
stjórans og beiddu hann að minsta kosti að
fara að sjá piltinn. Landstjórinn lofaði
því og fór án þess að láta tilkynna komu
sína. Þegar ungi maðurinn sá hann nálgast
klefa sinn, sagði hann við sjálfan sig: “Hér
kemur einhver prédikarinn til að ónáða
mig. Eg vil ekki sjá hann.”
Þegar landstjórinn kom að grindunum
sagði hann: “Góðan daginn, James,” en
ungi maðurinn sneri baki við honum og
svaraði engu.
“Vinir þínir hafa verið að tala um þig
við mig, svo eg kom til að sjá þig,” sagði
landstjórinn.
“Eg kæri mig ekki um að tala við neinn
í dag.”
“Ef }'ú vissir hvað boðskapur minn er
áríðandi, þá mundir þú vissulega veita mér
áheyrn.”
“Eg. kæri mig ekkert um að tala. Þú
gjörir mér þénustu ef þú vilt fara í burtu.”
“Það hryggir mig mjög. Vertu sæll.”
Litlu seinna þegar fangavörðurinn gekk
framhjá sagði hann: “Jæja Jim, hvernig
kom ykkur saman þér og landstjóranum?”
“Landstjóranum. Þú ætlar ekki að segja
mér að litli maðurinn, sem leit út eins og
prédikari hafi verið Nash landstjóri.”
“Jú, hann kom til að vita hvort hann
gæti gjört nokkuð fyrir þig.”
Tækifæri fangans var farið. Fáum dög-
um seinna þegar svarta hettan var dregin
yfir höfuð honum hrópaði hann: “Ó, hvílík-
ur heimskingi eg var. Hann vildi hjálpa
mér, en eg leyfði honum það ekki.”
Vinur minn, þú sem ert dauðadæmdur
í klefa syndarinnar. Jesúm langar til að
hjálpa þér í dag. Ó, að hann þurfi ekki að
segja um þig, eins og um suma aðra: “En
þér vilduð ekki koma til mín svo þér
hefðuð lífið.” Jóh. 5:40.
Kom vinur, kom til Jesú nú, svo þú
fyrir trú á hann megir öðlast eilíft líf. “Sá
sem trúir á soninn hefir eilíft líf, en sá sem
ekki hlýðnast syninum skal ekki sjá lífið,
heldur varir Guðs reúii yfir honum.” Jóh.
3:36. Þegar Jesús kemur í dýrð sinni, þá
verður of seint að leita frelsunar. Notaðu
tækifærið nú, bíðandi, biðjandi stöðugur í
trúnni.
■f 4- 4-
Sextíu af hundraði af börnum innan 14
ára aldurs í Czechoslovakíu þjást af tær-
ingu eftir stríðið. Þriðja hvert barn deyr
af þessum sjúkdómi áðúr en það verður
ársgamalt. Of lítið og óhentugt fæði er
orsökin.