Stjarnan - 01.05.1947, Page 6
46
STJAKNAN
Geta menn keypt inngöngu
í Guðs ríki?
Á Indlandi eru borgirnar fullar af minn-
ismerkjum einstaklinga. sem hafa leitað
frelsunar með því að gefa til líknarstarfa.
Þar eru sjúkrahús, skólar og eitt og annað,
sem nefnt er eftir gefandanum, sem vænti
þannig að komast inn um hliðardyr sér
til sáluhjálpar. Þetta er algengt í Austur-
álfunni.
Jafnvel hér í Ameríku eru þeir, sem
reyna að þagga niður samvizku sína og
hugga sig við að alt hljóti, að fara vel, af
því þeir hafi gefið svo og svo mikið til
kirkjunnar eða til líknarstarfs. Þeir vona
að Guð muni ekki taka hart á smásyndum
er þeir svo nefna, sem þeirra óendurfædda
hjarta vill ekki losa isig við. Til allra þess-
ara hljómar boðskapurinn: “Meðal manna
gefst ekki nokkur annar undir himninum
fyrir hvers fulltyngi oss sé ætlað hólpn-
um að verða.” Post. 4:12.
Peningar, hjáguð þessa heims, geta
aldrei endurleyst oss.” “Þér eruð eigi
endurleystir með forgengilegu gulli né
silfri . . . heldur með dýrmætu blóði þess
óflekkaða, lýtalausa lambsins Krists,” I.
Pét. 1:18. 19.
Hefir þú nokkurn tíma hugsað að þú
gætir jafnað reikning þinn við himininn,
með því að gefa stórgjafir til líknarfélaga?
Vissulega er Guði þóknanlegt að vér gefum
ríflega þeim, sem líða skort andlega eða
líkamlega. En vér getum aldrei vænst að
kaupa oss inngöngu í Guðs ríki með því.
Eitt kvöld í Bombay á Indlandi vaknaði
eg við að barið var að dyrum. Eg fór til
dyra, opnaði og bauð inn ungum manni,
sem hafði stöðugt komið á samkomur þær,
er eg hafði haldið þar í nágrenninu. Eftir
nokkrar mínútur sagði hann mér erindi
sitt. Hann langaði til að verða kristinn,
fylgja Jesú og halda öll hans boðorð. Öll?
Ekki alveg öll.
“Eg er fús til að borga gjöldin og gefa
fórnir,” sagði hann alvarlega. “En það
eru 'einstaka hlutir, sem kirkja þín krefst,
sem eg get ekki fylgst með, en það verður
eflaust alt gott, svo lengi sem eg mæti
skyldum mínum hvað fjárhag snertir.”
“Fús til að borga gjöldin!” Ó, hversu
margir eru ekki fúsir að gera af fé sínu,
hel'dur en að gefa alt hjarta sitt. Þeir
vona einhvernveginn að Guð verði ánægð-
ur með viðskiftin. En Guð segir það sé
ekki nóg. “Maðurinn getur ekki séð Guðs
ríki, nema hann endurfæðist.” Hjartað
verður að gefast Guði.
Indland er fult af fólki, sem reynir að
ávinna sér endurlausn. Menn fara langar
pílagrímsferðir til helgistaða hjáguðanna,
skríða á jörðunni, ganga gengum eld ber-
fættir og pína sjálfa sig á ýmsan hátt í von
um að frelsast gegnum þessar tilraunir.
Einn skar sjálfur stykki af tungu sinni og
fórnaði skurðgoðinu, áhorfendurnir voru
hrifnir af slíku. En “Af engum öðrum er
hjálpræðis að vænta, því meðal manna
gefst ekki nokkur annar undir himninum,
fyrir hvers fulltyngi oss sé ætlað hólpnum
-að verða.”
Vér aumkvumst yfir þessa óupplýstu
vesalings heiðingja. En vér ættum engu
síður að 'komast við er vér hugsum til þess
að þúsundir manna hér í okkar upplýsta
Vesturheimi gjöra sig seka í sömu heimsku
og fáfræði er þeir vænta að frelsast fyrir
góðverk, sín, og halda að alt sé eins og það
á að vera, og sáluhjálp þeirra vís ef þeir
eru vingjarnlegir og koma sér vel við ná-
granna sína.
Sumir gjöra góðverk eða stunda kristi-
lega starfsemi. Þetta er lofs vert, en þeir
geta aldrei áunnið sér inngang í Guðs ríki
með þessu. Jesús segir sjálfur: “Eg er veg-
urinn 'sannleikurinn og lífið, enginn kemur
til föðursins nema fyrir mig.” Joh. 14:6.
Enginn af oss hvort sem vér búum í heiðn-
um löndum eða í Ameríku getur frelsast
fyrir góðverk sín. Því “Meðal manna gefst
ebki nokkur annar undir himninum fyrir
hvers fulltyngi oss sé ætlað hólpnum að
verða.” enginn nema Jesús.
Það erum vér sjálfir, hjörtu vor, sem
Guð vill vér igefum honum. Jesús er vor
eina sáluhjálparvon, ef vér meðtökum
hann þá gefum vér honum sjá'lfa oss með
öll ^ern vér erum og höfum. Góðverk og
allar kristrlegar dygðir, sem eru ávöxtur
andans, munu þá sýna sig í lífi mannsins,
Það er eðlileg afleiðing samfélagsins við
Jesúm Krist og 'trúarinnar á hann. Jesús,
hans blóð, hans orð, hans nafn er vor eina
sáluhjálparvon. Enginn annar.
R.H.P-