Stjarnan - 01.05.1947, Side 7
STJARNAN
47
Eftirlit hershöfðingjans
“Næstu viku kemur hershöfðinginn til
að líta eftir öllu í þessari herdeild. Þið vit-
ið hvað það meinar,” sagði sargentinn um
leið og hann gekk framhjá.
Vér fengum brátt skilning á hvað þetta
þýddi. í öllum hermanna skálunum var
strax farið að skúra og fægja alt viðarverk
svo það leit út eins og nýtt. Pappaveggir
voru stroknir og sópaðir og gólfin voru
skúruð þangað til þau voru nærri hvít.
Þetta var gjört á hverju kvöldi og stund-
um verið að því fram á miðnætti. Allar
heræfingar héldu áfra-m eins og vant var,
svo hreingjörningar og pólering varð að
gjörast eftir vinnutímann. Þó drengirnir
væru rauðeygðir af svefnleysi þá unnu
Þeir með mesta áhuga, hver hópur vildi
'geta staðið hæst með hreinlæti og reglu-
semi í herbúðunum.
Svo kom hinn mikli dagur. Eitthvað
smávegis var lagfært snemma um morg-
Uninn. Hershöfðingjans var von klukkan
10 meðan allir drengirnir voru úti við æf-
lngar. öll föt voru hengd upp með beztu
re;glu, rúmin uppbúin slétt og snotur. Her-
búðirnar litu ljómandi vel út
Það voru fjögur félög í hverri herdeild
°g fjórir hermannaskálar í hverju félagi,
svo hershöfðinginn gat ekki skoðað alt ná-
hvæmlega. í hermannaskálunum var kof-
f°rt við fótagaflinn á hverju rúmi, með
fatnaði og öðru, sem átti að vera brotið
saman og lagt niður á vissan hátt. I mín-
Urn skála hafði herforinginn skoðað í
koffort á öðru lofti, nærri úti 1 horni, svo
’langt í burt að eigandinn hafði ekki hirt
Urn að setja þar alt í reglu. Þótt gólfin
væru fannhvít og alt annað í bezta lagi
þá stóðum við lægst af því kærulaus her-
hiaður hélt hans koffort væri svo langt úr
vegi að ekki yrði litið á það.
Munum vér, hermenn Krists, mæta
frammi fyrir hershfðingja vorum með eitt-
hvað úr lagi af því vér vissum að rnenn
hiundu ekki veita því eftirtekt, “því Guð
hiun leiða alla hluti fyrir dóminn yfir öllu
því, sem hulið er, hvort sem það er gott
eða ilt.” Préd. 12:14.
K. I. A.
Getum við náð takmarki
f ullkomnarinnar ?
Gömul dæmisaga segir að klukka hefði
einu sinni reiknað út hve margar hreifing-
ar hún yrði að gjöra á einum degi. Það
skifti svo mörgum þúsundum að klukkan
lét hugfallast og hætti að ganga. Einhver
sem frétti um þetta heimsótti klukkuna
og spurði hvort hún gæti ekki gjört aðeins
eina hreifingu í hvert skifti.
“Það gæti eg,” svaraði klukkan og fór
á stað og hefir gengið altaf síðan.
Ef menn vildu athuga að kristilegt líf-
erni krefur aðeins eitt spor í einu, einn
dag í einu, þá mundu þeir ekki hika við að
meðtaka Jesúm og fylgja honum. I stað
þess lítur ungt fólk mörg ár fram í tímann
sem því er ætlað að ganga á hinurn
þrönga vegi án þess nokkurn tíma að mis-
stíga sig, og það álítur ómögulegt að ná
slí-kri fullkomnun, sem heimtuð er af þeim
sem ganga Kristi á hönd.
Að vísu setur Guð hátt takmark fyrir þá
sem trúa á Jesúm. “Börn mín, þetta skrifa
eg yður til þess þér syndgið ekki. Takmark-
ið, sem Guð setur er að syndga ekki. Hann
getur ekki sett það lægra. Takmarkið verð-
ur að vera fullkomið réttlæti. Enginn hefir
náð því nema Jesús Kristur. En allir
kristnir menn verða að keppa eftir því að
“lifa án syndar.”
1 skóla keppa börnin eftir að ná hæsta
marki. Eins ætturn vér Guðs börn að keppa
eftir Guðs takmarki “Syndgið ekki.” Vér
getum þetta ekki í eigin krafti. “En það er
Guð sem verkar í yður bæði að vilja og
framkvæma.” Páll postuli segir: “Kristur
í yður von dýrðarinnar.”
Svo lesum vér aftur í 1. Jóh. 2:1. “Börn
mín .. . syndgið ekki. En ef einhver syndg-
ar, þá höfum vér árnaðarmann hjá föðurn-
um Jesúm Krist hinn réttláta.” Vér erum
hvattir til að “syndga ekki”, en ef vér
skyldum falla fyrir freistingu og syndga,
þá erum vér ekki vonarlausir, því Jesús
talar máli voru og er fús til að fyrirgefa
oss eins og hann gjörði fyrst, þegar vér
snerum oss til hans. Hann hreinsar oss af
synd vorri svo vér byrjum að nýju.
Höfum það hugfast að vér getum varð-
veist frá að syndga, því vér iesum í Júd. 24.
versi: “Honum, sem megnar að varðveita