Stjarnan - 01.05.1947, Page 8
48
STJARNAN
STJARNAN Authorized as second class
mail, Post Office Départ-
ment, Ottawa. Published monthly. Price $1.00
a year. Publishers: The Can. Union Conference
of S. D. A., Oshaw'a, Ontario.
Ritstjórn og afgreiöslu annast:
MISS S. JOHNSON, Lundar_ Man., Can.
yður frá hrösun.” “íklæðist Drotni Jesú
Kristi og alið ekki önn fyrir holdinu til að
æsa girndir.” Þetta er vegurinn til að
forðast synd og hrösun. Iklæddir Kristi
megum vér ekki ganga í veg íyrir freist-
ingarnar. Ef vér vorum vanir að fara á
leikhúsin þurfum vér nú að forðast aug-
lýsingar uim leiki og sýningar, bæði gegn-
um víðvarp og annarsstaðar, svo þær ekki
freisti vor og veki liðnar endurminningar.
Ef maður var áður drykkfeldur, þá verð-
ur hann að íorðast að staðnæmast fyrir
framan vínsöluhþs. Það er betra að taka
krók á sig heldur en ganga fram hjá slík-
um stöðum. Forðumst alt, sem getur vakið
freistingu. Ef vér óskum að Jesús varðveiti
oss frá hrösun þá megum vér ekki gjöra ráð
fyrir að brjóta Guðs boðorð.
Ef vér sækjum eftir vinnu, og oss er sagt
frá sérstaklega góðri stöðu, sem vér getum
íengið, en látið fyLgjast með að það geti
skeð að við fáum ekki altaf fría hvíldar-
dagana, vér getum ekki gengið að slíku,
því þar væri gjört ráð fyrir að brjóta Guðs
boðorð, og þannig gengið í veg fyrir freist-
ingu.
Ef vér erum ákveðnir í að hlýða Guði
ætíð og í öllu, þá mun hann veita oss fuil-
kominn sigur. Vér getum ímyndað oss að
vorar kringumstæður séu öðruvísi en ann-
ara umhverfis oss, sem vinna sigur yfir öll-
um erfiieikum er þeir mæta. En því er ekki
þannig varið, ieyndardómurinn er þessi, að
þeir gjöra ekkert ráð fyrir að brjóta Guðs
boðorð, og hann efnir ioforð sitt til þeirra,
að gefa þeim sigur fyrir sinn kraft.
í Kor. 10:13 lesum vér: “Þér hafið ekki
reynt nema mannlega freistni, en Guð er
trúr, er ekki mun láta yður freistast fram
yfir megn heldur gjöra þann endir á freist-
ingunni að þér getið staðist hana.”
Þegar vér sjáum og vitum af fjölda
manna og kvenna, sem lifa sigursælu kristi-
legu lífi, þá ætti það að hughreysta og
hvetja oss til að treysta honum sem gef-
ur oss “frægan sigur fyrir aðstoð hans, sem
elskaði oss,” og gaf líf sitt oss til frels-
unar. C. T. Everson.
-f
Smávegis
Fyirir áhlaupið á “Pearl Harbour” voru
3,000 kvenlæknar í Bandaríkjunum, þær
voru þá ekki álitnar jafnfærar mönnum í
starfsgrein sinni. En þegar mennirnir urðu
að fara í herinn, þá var tækifæri fyxir kven-
lækna að sýna að þær stóðu mönnunum
ekki að baki í iðn sinni. Nú hafa þær öðlast
viðurkenningu og eru metnar að verðleik-
um af almenningi.
-f -f -f
Það er áætlað að ferð Columbusar, þeg-
ar hann uppgötvaði Ameríku 1492, hafi
kostað um 2,115 dollara En Suðurheims-
skautsför Scotts kostaði 500,000 dollara;
Amundsen og Ellsworth heimsskautsför
kostaði 200,000 dollara; Nobile “Italia” för-
in 300,000 dollara. En kostnaðurinn við
Richards Byrd uppgötvunarferð er áætl-
að að muni kosta yfir eina miljón dollara.
-f -f -f
Rússland stígur hröðum skrefum til að
koma á stað framleiðslu eins og var fyrir
stríðið, segja fréttir frá Moskva. í saman-
burði við framleiðslu þar árið 1945 er kola-
framleiðsla nú ‘1 af hundraði meiri. Járn-
framleiðsla er rúmlega ellefu hundruðustu
meiri, 12 og hálft af hundraði meiri af
stáli, 31 af hundraði meiri af skófatnaði,
14 hundruðustu meiri of bómullarvefnaði,
og yfir 26 hundruðustu meiri af ullardúk-
um.
-f -f -f
Sjóher Bandaríkjanna hefir nú svo öfl-
ugar flugvélar, að þær geta flutt 168 far-
þegar og flogið til Tokyo án þess að stað-
næmast á ieiðinni. Þær hafa fjórar vélar,
hver þeirra, með 3000 hestaafli. Tvær af
þessum flugvélum voru smíðaðar og hvor
um sig kostaði 2,700,000 dollara.
-f -f -f
Bretar eru þegar farnir að framleiða
nærri eins mikið af bifreiðum eins og fyrir
stríðið, þar eru þeir tiltölulega langt á
undan Ameríkumönnum. En bílar eru
hversdags nauðsyn í Bandaríkjunum og
notaðir engu minna en fyr Þeir eru líka
lægri í verði vegna þess að tollurinn er
lægri.