Stjarnan - 01.07.1947, Qupperneq 2
58
STJARNAN
Rósirnar, sem Ihenni voru gefnar, féllu
ekki í grýttan jarðveg. Þær leiddu hana
til að minnast liðinna saklausra æskudaga,
vöktu löngun hjá henni til að lifa nýju lífi
og von um að sá Guð, sem hún einu sinni
elskaði gæti ennþá hjálpað henni.
Hún sendi eftir konunni, sem hafði sýnt
henni þá samhygð að gefa henni blómin
og óskað henni Guðs blessunar. Blóma-
konan koim strax, er hún heyrði að fang-
inn óskaði að sjá hana. Hún sat við hlið
hennar í klefanum og sagði henni fr*á
Guði, vorum elskandi föður sem þráir að
vér komum til hans svo hann geti veitt
oss náð sína. Fanginn brast í grát, játaði
syndir sínar og bað Guð um fyrirgefningu.
Hún var dásamlega breytt. Það leið ekki
á löngu að henni væri sleppt úr fangels-
inu, og hún fór út til að lifa fyrir hann
sem hafði dáið fyrir hana. Hún ferðaðist
út um alt og sagði frá umvendun sinni og
hvernig Jesús hefði frelsað hana. Hundruð
manna sneru sér til Guðs fyrir vitnisburð
hennar.
Mikill mannfjöldi safnaðist saman í
Garnegie Hall í New York til að hlusta
með hrifningu á vitnisburð hennar um
frelsun frá synd og sigur fyrir 'kraft Krists.
Eilífðin ein getur leitt í Ijós, hve ríkuleg
uppskera kom af því að sá einum blóm-
vendi í fangaklefann í New York.
Þessi kona lifði aðeins eitt ár eftir að
hún sneri sér alvarlega til Guðs. Hún
hafði ,grafið grundvöllinn undan heilsu
sinni meðan hún lifði í synd. Þetta sann-
ar enn fremur textan sem segir: „Það sem
maðurinn sáir, það mun hann og uppskera.“
Iðrun vor tekur ekki burtu afleiðingar
synda vorra. Guð fyrirgefur oss fullkom-
lega, en vér uppskerum samt það sem vér
höfum sáð.
Eitrað illgresi getur aldrei orðið hrein,
hvít lilja. Ef þú vilt fá lilju, þá sá þú til
hennar. Bóndinn getur ekki sáð kartöfl-
um og vænst að uppskera baunir.
Lögmál Guðs í hinum andlega heimi er
eins ófrávíkjanlegt, ef þú vilt ekki upp-
skera þyrna, þistla og annað illgresi, þá
siáðu ekki fræi þeirra. Það sem þú sáir
muntu uppskera. Illgresi framleiðir aldrei
annað en illgresi, hversu imikið sem þú
grætur yfir því. Ef þú vilt framleiða rósir,
þá sáðu til þeirra.
Þótt þú snúir þér, getur þú ekki afmáð
það illa sem sáð var meðan þú lifðir synd-
inni. Þú getur ef til vdU spurt: Hvaða gagn
er þá að snúa sér, ef maður getur ekki
byrjað með hreinan reikning? Þú færð
fullkomna fyrirgefning hjá Guði, svo ef
þú dæir strax mundir þú frelsaðiu: verða,
en ef þú lifir áfram þá er óhjákvæmilegt
að uppskera það sem þú thefir sáð. En haf-
ir þú alvarlega snúið þér til Guðs, þá hætt-
ir þú að sá illgresi, en byrjar samstundis
að sá hinu góða sæði 1 líf þitt. svo ávöxtur
andans kemur í Ijós. Þar sem þú áður sáð-
ir þyrnum, þistlum og öðru illgresi, þá
sáir þú nú rósum, liljum og fjólum. Líf
þitt smiám saman verður dýrðlegur akur
ilmandi jurta kristilegra dygða, sem
munu blessa og gleðja bæði þitt eigið ,,og
annara hjörtu.
Margir verða fyrir vonbrigðum af því
þeir verða að berjast við ýmislegt sem
þeir héldu þeir yrðu alveg lausir við eftir
að þeir sneru sér til Guðs. Þeir gleyma
því að uppskeran verður samskonar og
það sem sáð var. Þess vegna er svo nauð-
synlegt að leiða athygli hinna ungu að
þessu. Það er seint að benda þeim á þetta
sem alt sitt líf hafa sáð vondu sæði og
eru að uppskera það sem þeir hafa sáð.
Meðan þú ert ungur þá sáðu góðu sæði
í líf þitt og innræti og þú munt fá góða,
blessunarríka uppskeru. Það er eins með
uppskeru af góðu sæði eins og vondu í því
tilliti, að maður uppsker margfalt meira
en maður sáir. Þú sáir einu rósarfræi og
færð fjölda blóma. Þess vegna segir
postulinn: „Látum oss ekki þreytast gott
að gjöra, því á sínum tíma munuim vér
uppskera, ef vér ekki letjumst“.
Sáðu góðu sæði ef þú vilt fá góða upp-
skeru. Það er enginn annar vegur til þess.
Menn hafa aldrei vitað til þess að Guð
hafi gjört 'kraftaverk til að breyta þistli í
lilju. Þú hlýtur að uppskera sömu tegund
og þú sáir. Páll postuli segir: „Yillist ekki.
Guð lætur ekki að sér hæða, því það sem
maðurinn sáir það mun hann og uppskera“.
Hann vissi þetta vel, bæði frá Guðs orði
og gegn um sína eigin reynslu.
Afturhvarf Páls postula var eitthvert
hið markverðasta sem menn þekkja. Jesús
birtist honum og talaði til hans. Hann vissi
tímann og stundina nær hann sneri sér,