Stjarnan - 01.07.1947, Qupperneq 6
62
STJAKNAN
og kyrrsettir. Allir nema einn. Hugrakkur
ungur læknir, Cyril Haas, ásetti sér að
vera kyrr. Hann var amerískur trúboði í
Adana, og stóð íyrir sjúkrahúsi í þeirri
borg. Þangað voru allir sjúklingar vel-
ikomnir. Honum fanst hann ekki geta yfir-
gefið fólkið sem þarfnaðist læknishjálpar.
Á þessu tímabili heppnaðist Dr. Haas að
frelsa líf eiginkonu eins af tyrknesku hers-
höfðingjunum eftir að innlendu læknarnir
höfðu gefið hana upp. Skömmu seinna
varð læknirinn sjálfur veikur, og lá fyrir
dauðanum í hitaveiki, því enginn ís fékst
til að draga úr hitanum.
Tyrneski hershöfðinginn, sem fyrr er
getið, frétti um þörf læknisins. Hann kall-
aði herdeild sína skipaði henni í röð frá
sjúkrahúsinu alla leið upp að háu fjalli,
hvers tindur var ísi þakinn. Þeir fluttu ís-
inn í flýti alt að rúmi læknisins. — Þetta
dróg úr hitanum og hann komst til heilsu
aftur. Guð fann leið þegar enginn sá nokk-
ur ráð. F. B. Doss.
♦ ♦ +
Bíðandi komu hans
Eg hafði* augun á götunni og beið eftir
manninum sem flutti póstinn, hans var
von á hverri mínútu, en hann kom ekki.
Stundir liðu, svo ég þóttist vita að hann
kæmi ekki. Vegir voru því næst ófærir,
snjór var svo djúpur á jörðu.
Eg fór inn í húsið og kom þá í hug orð-
ið sem segir: „Þér vitið ekki nær herra
yðar muni koma“.
Vissulega vitum vér ekki tímann þegar
Jesás kemur fremur en ég vissi nær póst-
urinn kæmi. Jesús býður oss: „Verið þér
því viðbúnir, því mannsins sonur mun
koma þegar þér síst ætlið“.
Fyrir nokkru síðan fékk ég bréf sem
sagði mér, að vinur minn ætlaði að koma
og heimsækja mig. Eg hafði varla lokið
við að lesa bréfið fyrr en ég fór að hugsa
um, hvað ég gæti gjört til að taka sem best
á móti honum, hvað honum þætti best að
borða og drekka. Meðan á þessu stóð fór
ég að hugsa um, hvort ég væri jafn áhuga-
söm að búa mig undir heimsókn vors him-
neska ástvinar. Þrái ég að sjá hann eins
og ég þrái að sjá jarðneskan vin, sem lengi
hefir verið í burtu? Hvernig mun ég heilsa
honum, eins og 'hjartfólgnum vin? Eða verð
ég óviðbúin komu hans?
Einu sinni sat Jesús með lærisveinum
sínum á Olíufjallinu, það var komið rétt
að sólarlagi. Þegar dimmt var orðið sást
ljós skína gegn um opnar dyr á húsi einu
kippkorn í burtu. Hópur af fólki sást skamt
þaðan, því brúðkaup átti að baldast í hús-
inu þetta kvöld. Þeir sem úti voru héldu,
hver fyrir sig, á litlum ljósbera, þeir voru
að bíða brúðgumans til að fylgjast með
honum heim í brúðarsalinn, og þeir höfðu
ljósin með sér til að lýsa upp brautina. —
Takið eftir dæmisögunni eins og Jesús set-
ur hana fram fyrir lærisveinum sínum
sem sátu í kring um hann.
„Himnaríki líkist 10 meyjum sem tóku
larnpa sína og fóru á móti brúðgumanum,
fimrn af þeim voru forsjólar en hin-
ar fimm óforsjálar. Þær óforsjálu
töku að sönnu lampa sína með, en ekki
tóku þær viðsmjör með sér. En þær for-
sjálu tóku viðsmjör með í kerum sínum.
En er frestaðist komu brúðgumans syfjaði
þæir allar og fóru að sofa. Um miðnætti
var kallað og sagt: brúðguminn kemur,
farið út á móti honum. Þá vöknuðu allar
meyjarnar og tóku að búa lampa sína. En
hinar óforsjálu sögðu við þær forsjálu: —
Gefið oss nokkuð af yðar viðsmjöri ann-
ars munu ljós vor slokna. Hinar forsjálu
svöruðu: Það mundi ef til vill ekki end-
ast handa oss og yður, farið heldur til
þeirra sem viðsmjör selja og kaupið þar
viðsmjör handa yður.
En er þær voru burt farnar til kaupa
þessara kom brúðguminn og þær sem til-
búnar voru fóru inn með honum til brúð-
kaupsins. Síðan var dyrunum lokað. En
síðar komu hinar meyjarnar og sögðu: —
„Herra, herra, ljúk upp fyrir oss. En hann
svaraði og sagði: Sannarlega segi ég yður,
ég þekki yður ekki.
„Verið þar fyrir vakandi, því þér vitið
ekki daginn né stundina. Matt. 25:1-13.
Jesús kemur í veldi og dýrð mikilli. —
Hann kemur í dýrð sinni og dýrð föður-
ins og allir hinir heilögu englar með hon-
um. Þó heimurinn sé í myrkri þá mun
verða ljós í öllum híbýlum Guðs barna.
Þau bíða og vænta hans og munu, þegar
himnarnir opnast, sjá hina fyrstu geisla
af dýrðarljóma hans hátignar. Hans trú-