Stjarnan - 01.02.1948, Qupperneq 4

Stjarnan - 01.02.1948, Qupperneq 4
12 STJARNAN Treystið Guð Eddie fór á samkomur í nágrenninu.. Hann átti heima skamt frá Curacao trú- boðstöðinni á vestur Indversku eyjunum. Foreldrar hans kærðu sig ekki um kenning- ar Aðventista því þau voru strang-katólsk. Einu sinni kom frændkona f jöldskyldunnar í heimsókn til foreldra Eddies, meðan hún var þar veiktist barnið hennar, sem hún hafði með sér, ákaflega hastarlega. Læknir- inn var sóttur og fann að barnið var að dauða komið, en til hughægðar fjölskyld- unni lét hann senda eftir sjúkrvagni og flytja það á sjúkrahúsið. Þegar sjúkravagninn kom sagði Eddie: “Við skulum biðja Guð að spara líf barn sins.” Sjúkravagninn beið fáeinar mínútur og Eddie, aðeins 12 ára gamall, bað Guð innilega og alvarlega að hann vildi láta barninu batna.” Svo var barnið flutt á sjúkrahúsið, þetta var seint um kvöld. Læknirinn sagði fyrir hvað gjöra skyldi, sprautaði inn í barnið og sagðist mundi koma næsta morgun til að fylla út dánar- skjalið því það væri engin von um bata fyrir barnið. Móðir barnsins sneri heim til frændfólk- sins sama kvöldið og grét beisklega. Þegar þangað kom bað hún Eddie að biðja fyrir barninu aftur. Hann gjörði það. Og á hver- ra tveggjaklukkustunda fresti, það sem eft- ir var næturinnar kallaði hún á Eddie og bað hann biðja aftur eins og ASveniistar biðja.Hann bað aftur og aftur, en loksins sagði hann: “Aðventistar biðja bara einu- sinni og treysta Guði til að svara bæn sinni, svo það er ekki þörf á að biðja oftar.” Snemma næsta morgun fór móðirin ofan á sjúkrahúsið, henni var þungt fyrir brjósti því hún bjóst við að barnið væri dáið. Þegar hún nálgaðist sjúkrahúsið kallaði ein hjú- krunarkonan til hennar: “Kom þú fljótt.” Nú hélt móðirin að barnið væri rétt að deyja og hjúkrunarkonan fylgdi henni þangað sem barnið var, og móðurinni til gleði og undrunar sá hún að barnið sat uppi og var leika sér að einhverju barna- glingri. Litlu seinna kom læknirinn og bað um eyðublað til að fylla út dánarvottorð barn- sins, en hjúkrunarkonan svaraði, líttu á það fyrst. Hann situr uppi í rúminu og er að leika sér. Læknirinn var alveg forviða og sagði: “Vissulega hafa bænir Eddies frelsað líf barnsins. ” Árangurinn var sá að bæði móðir Eddies og móðir barnsins koma stöðugt á hvíldar- dagaskólann og hafa lært að biðja “eins og Aðventistar.” J. C. CULPEPPER “Þeir hættu ekki” Trúboði einn segir svo frá starfsaðferð hinna kristnu í Korea: “Skömmu eftir að eg var kominn til Korea var eg beðinn að heimsækja nokkur heimili, og mér var fengin lítil bók með nöfnum trúsytkina. Á hverri blaðsíðu var annað nafn, eg spurði hvað það þýddi, og mér var sagt það væri nafn heiðinnar konu, sem trúaða konan hefið lofað að biðja fyrir þangað til hún yrði kristin. Þegar hún var orðin kristin þá var nafn hennar futt og hin fyrsta kristna kona valdi aðra sem hún ætlaði að biðja fyrir og vinna fyrir.” Þetta er nokkur ákveðið starf Það virð- ist eins ákveðið og reglubundið eins og hjá hinum fyrstu kristnu. “Þeir hættu ekki að kenna hvern dag í musterinu og boða i hverju húsi fagnaðarlærdóminn að Jesús væri Kristur.” Post. 5:42. Þannig fjölguðu hinir trúuðu og fagnaðar boðskapurinn barst á stuttum tíma út um allan heim. Hinn síðasti náðarboðskapur verður flutt- ur á sama hátt, þegar vér einhuga gefum oss að starfinu eins og Páll postuli sagði: “Eins er eg fús á að flytja fagnaðarboð- skapinn einnig yður.” Erum vér reiðubúnir að gjöra það sem vér getum fyrir frelsara vorn? Vér höfum ekki hæfilegleika Páls postula, en vér get- um vissulega útbýtt blöðum og smáritum, sem flytja fagnaðarboðskapinn fyrir yfir- standandi tíma. Sumir geta starfað meira. En vér getum vissulega verði trú í að út- breiða sannleikann í blöðum og bókum, og þannig flutt lífsins brauð til þeirra sem umhverfis oss eru. Þetta veitir oss gleði fyrir yfirstandandi tíma og vist endur- gjald seinna meir. Minnist þess í dag að því meir af Guðs orði sem þér útbreiðið, því fleiri öðlast frelsun frá synd og dauða fyrir fagnaðar erindi Krists. E. Lloyd

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.