Stjarnan - 01.02.1948, Side 6
14
STJAKNAN
“Hann mun vegsama mig, því af mínu
mun hann taka og kunngjöra yður,” sagði
Jesús. Vér getum ekki endunýjast í anda
vors hugskots nema fyrir áhrif heilags
anda. Guðs andi endurfæðir oss og veitir
oss þá frelsun sem Jesús með dauða sínum
ákrossinum ávann oss. Heilagur andi leit-
ast altaf við að leiða athygli manna að
hinni dýrmætu fórn, sem færð var á Gol-
gata, sýna þeim kærleika Guðs til mann-
anna, og minna hinn iðrandi syndara á
Guðs óbrigðulu fyrirheit.
Margir misskilja áhrif Guðs anda á
manns hjartað. Þeir halda að hrifning og
ákafar gleðitilfinningar, séu óræk merki
um starf andans í lífi þeirra, og álíta að
þetta eigi að vera stöðug reynsla hins trú
aða. En Guðs orð sýnir oss að helgun mann-
sins er stöðug framför í rósömu, guðræki-
legu líferni.
“Oss kemur ekki til hugar að neita því
að Guðs andi geti talað til hjartna manna
við ýms tækifæri. En vér viljum taka því
fram að það er engin sönnun fyrir því að
maðurinn sé umventur, þó hann undir sér-
stökum kringumstæðum verði ákaflega
hrifinn og hrópi Halelúja. Helgun er ekki
augnabliks hrifning, heldur fullkomin und-
irgefni undir Guðs vilja líf, sem stvðst við
og lifir af sérhverju orði sem fram gengur
af Guðs munni, líf í hlýðni við vorn himn-
eska föður, í fullkomnu trausti til hans,
hvort sem menn mæta gleði eða sorg. Það
er líf í trú en ekki skoðun. Það er að reiða
sig á Guð og hvíla huga sinn við kærleika
hans.”
Þeir sem á hvítasunnudaginn meðtóku
kraft frá hæðum, voru ekki leystir frá
freistingum og erfiðleikum 1 framtíðinni.
Þegar þeir báru sannleikanum vitni, réðist
óvinur sannleikans að þeim aftur og aftur,
og reyndi að ræna þá hinni kristilegu
reynslu. Þeir urðu daglega að berjast trú-
arinnar góðu baráttu og keppast eftir að
ná aldurshæð Krists ’fyllingar. Daglega
beiddu þeir um nýja náð og nýjan kraft,
svo þeir gætu náð meiri fullkomnun. Fyrir
kraft heilags anda og traust til'Guðs gátu
jafnvel hinir lítilmótlegustu vaxið í náð
og krafti Krists helgaðir og ummyndaðir
eftir hans mynd.”
A. P.
Týnda Biblían
Gatan var mjó, grýtt og brött á fjalli
einu í Guatemala. Trúboðinn sem var
þreyttur mjög hraðaði ferð sinni sem mest
hann mátti, en þetta var seinfarinn vegur.
Hann staðnæmdist á einum stað þar sem
stígurinn var ekki alveg eins slæmur.
“Þú þarft hvíld og eg líka.” sagði hann
við hestinn sinn. Hann opnaði þverpokann
bag við hnakkinn til að ná í Biblíuna sína,
en hún var þar ekki. “Hún er farin, hlýtur
að hafa runnið út úr pokanum fyrir löngu
síðan, og eg get ekki snúið aftur, stígurinn
er alt of hættulegur í myrkri.”
Trúböðinn hallaði sér upp að hestinum
lokaði augum sínum og bað Guð að ef hann
skyldi ekki sjá Biblíuna sína aftur að ein-
hver mætti þá finna hana sem gæti lært
af henni um kærleika Guðs til syndara. Svo
steig hann á bak hestí sínum og sagði:
“Komdu Pedro, við megum ekki bíða'hér’
lengur því fólkið í þorpinu væntir okkar
áður en dimmir.”
Hann fylgdi hinum krókótta stíg niður
fjallið og komst loks ofan í þorpið þar sem
hann ætlaði að segja frá frelsaranum. Hann
saknaði Biblíunnar sinnar, en hann hafði
lært mörg vers og jafnvel heila kapítula
utanbókar, svo hann kendi fólkinu dag eft-
ir dag um Jesúm og kærleika hans til
mannanna. Mörgum vikum seinna sneri
hann aftur upp yfir fjallið í hverjum bæ á
leiðinni spurði hann um Biblíuna sem hann
hafði týnt, en enginn hafði séð hana, og
enginn hafði nokkurn tíma heyrt um
Biblíu. '
Trúboðinn vissi að Guð mundi h a 1 d a
hendi sinni yfir Biblíunni, svo enn einu
sinni þegar hann kom að síðasta, þorpinu,
sem líka var hið minsta og fátækasta af
þeim öllum, þá spurði hann um týndu
Biblíuna.
Indíána bóndi einn bjó í þessu þorpi og
hann hafði verið á ferð á sömu slóðum eftir
að Biblían týndist og fann hana, en hann
gat ekki lesið, svo hann fór með bókina
til hins eina manns í þorpinu sem kunni
að lesa. Fólkið flyktist saman til að heyra
manninn lesa og voru svo hrifnir af því
sem þeir heyrðu að þeir komu saman á
hverju kvöldi til að hlusta á lesturinn.