Stjarnan - 01.02.1948, Side 1
STJARNAN
t
FEBRÚAR, 1948 LUNDAR, MANITOBA
Jesús — sigri hrósandi frelsari
En þá hann hafði fært eina einustu
syndafórn, situr hann að eilífu til Guðs
hægri handar, og bíður framvegis þangað
til óvinir hans verða gjörðir að hans fóta-
skör.” Hebr. 10:12.13.
Hér er oss berglega sýnt að Jesús er guð-
dómlegur og situr til hægri handar Guði.
Hann er þar sem vinur vor og talsmaður.
Hann stendur fyrir máli voru, maðurinn
Jesús Kristur. Þótt hann sé á hástætinu til
hægri handar Guði, þá er hahfi þó maður
sama eðlis og vér. Hann sampínist vorum
veikleika . . . þó án syndar. Hebr. 4:15. En
þótt hann sé maður þá er hann líka Guðs
sonur, og vor himneski faðir svarar bænum
vorum um fyrirgefning syndanna í nafni
Krists og hans vegna.
Fyrir nokkrum árum síðan var dómari
einn sem átti ástkæran son sinn í hernum.
Einn dag þegar hann var upptekinn við að
athuga vandasamt mál sem bráðum átti að
koma fyrir réttinn, þá ásetti hann sér að
láta engan og ekkert trufla sig. Þá kom
hermaður inn á skrifstofu hans, sem var
fölur, grannleitur og auðsjáanlega veikur.
Dómarinn hélt áfram starfi sínu og lét sem
hann sæi hann ekki. Þegar hermaðurinn sá
að hann var ekki velkominn sagði hann:
“Eg er með bréf til þín herra minn.”
Dómarinn svaraði ekki, en nú lagði her-
maðurinn bréfmiða á borðið fyrir framan
hann. Dómarinn leit upp og var rétt að því
kominn að segja að hann hefði ekki tíma
til að sinna því nú, en honum varð litið á
skriftina og hann þekti strax handskrift
sonar síns. Hann las miðann: “Kæri faðir,
þessi piltur er vinur minn. Hann hefir verið
hugrakkur hermaður, en nú er hann að
yfirgefa sjúkrahúsið og fer heim til að
deyja. Eg bið þig mín vegna hjálpaðu hon-
um, Charlie”. Þetta dugði. Pilturinn fékk
bestu viðtökur og alla þá hjálp sem, hægt
var að veita. Sömuleiðis þegar vér komum
til vors himneska föður og biðjum hann
um eitthvað í Jesú nafni þá mun hann
vissulega veita oss það ef hann sér það er
oss til góðs.
Eftir að oss er sagt að Jesús situr til
Guðs hægri handar, þá erum vér fullviss-
aðir um að: “Með einni fórn hefir hann að
eilífu fullkomna gjört þá sem helgaðir
verða.” Hebr. 10:12. Þetta sýnir ljóslega
fullkomleika og ævarandi gildi fórnar
Krists .
Prestarnir í musterinu fórnuðu aftur
og aftur samskonar fórnum. Lömb og önn-
ur fórnardýr voru daglega ár eftir ár leidd
upp að fórnaraltarinu, þau fyrirmynduðu
frelsarann sem menn alt frá dögum Adams
höfðu verið að vænta eftir. En þegar Jesús
hið sanna Guðs Lamb fórnaði sjálfum sér
á krossinum, þá var engin þörf lengur fyrir
fórnir í musterinu. Fórn Krists fyrir synd-
ina var fullkomin eitt skifti fyrir öll. Þegar
hann hneigði sitt þyrnum krýnda höfuð á
krossinum hrópaði hann: “Það er fullkomn-
að”. Jóh. 19:30.
Fórn hans ákrossinum var fullnægjandi,
hún var “Eitt skifti fyrir öll.” Vér lesum í
1. Jóh. 2:2 “Hann var forlíkun .. fyrir allrar
veraldarinnar syndir”. í Hebr. 9:28 stendur:
“Þannig er Kristur eitt sinn fórnfærður
til þess að burttaka margra syndir.” Og
hjá Jes. 53:6 lesum vér spádóm sem ritaður
var 700 árum áður en Jesús dó: “Vér fórum
allir villir vega sem sauðir, stefndum hver
sína leið, en Drottinn lét misgjörð vor allra
koma niður á honum.”