Stjarnan - 01.05.1949, Qupperneq 1

Stjarnan - 01.05.1949, Qupperneq 1
STJARNAN MAÍ, 1949 LUNDAR, MANITOBA Kærleiki Guðs til mannanna Bæði náttúran og heilög ritning vitna um kærleika Guðs. Yor himneski Faðir er uppspretta lífsins, viskunnar og gleðinnar. Athugið fegurð náttúrunnar og sjáið hversu dásamlega alt hið skapaða mætir þörfum manna og skepna. Sólskin og regn sem endurlífgar jörðina, hæðirnar, hafið og sléttlendið, alt þetta vitnar um kær- leika skaparans. Guð uppfyllir þarfir allra sinna sköpuðu skepna dag eftir dag. Guð skapaði manninn fullkominn, ^heilagan og hamingjusaman, og þegar jörðin kom frá skaparans hendi var ekk- ert sem visnaði eða 'dó. Enginn skuggi bölvunar hvíldi yfir sköpunarverkinu. Það er yfirstroðasla Guðs boðorða sem hefir innleitt eymd og dauða. En jafnvel í þján- ingum, sem eru afleiðing syndarinnar, opinberast kærleiki Guðs. Það er sagt að Guð bölvaði jörðinni mannsins vegna. 1. Mós. 3:17. En þyrnar og þistlar, erfiðleik- arnir og mótlætið, sem fyllir líf manna með sorg er ætlað mönnum til blessunar. Það er partur af þeirri áætlun sem Guð gjörði til að lyfta mönnum upp úr þeirri spilling og niðurlæging, sem syndin hafði steypt þeim í. Þótt maðurinn hafi fallið þá er líf hans ekki einber sorg og eymd. Sjálf nátt- úran flytur boðskap um von og huggun. Það eru blóm á þistlunum og rósir á þyrn- unum. Guð er kærleikur. Þetta er ritað á hvern blómknapp sem springur út, gras og jurtir sem vaxa. Fuglarnir sem fylla loftið með söng, indælu, litfögru blómin, sem senda ilminn út frá sér, hin hávöxnu tré skógarins með blaðaskrúði sínu, alt þetta vitnar um hina ástríku og föðurlegu umhyggju Guðs og um að það er vilji hans að gjöra mennina farsæla. Sínu jarðneska hlutverki lýsti Jesús á þessa leið: “Andi Drottins er yfir mér, þess vegna hefir hann smurt mig til þess að flytja fátækum gleðilegan boðskap, sent mig til að boða herteknum lausn, blindum að þeir fái sýn sína aptur, láta hina þjáðu lausa.”1 Þetta var starf Jesú. Hann gekk um kring og gjörði gott og læknaði alla, sem voru þjáðir af djöflinum. Það voru til heilir bæir, þar sem sóttir og neyð voru horfin frá hverju einasta húsi; því hann hafði gengið um þá og læknað þá sem sjúkir voru. Verk hans báru vitni um það að hann var smurður af Guði. Kærleikur, náð og miskusemi lýstu sér í öllu lífsstarfi hans. Innileg hluttekning í kjörum mann- anna barna bjó í hjarta hans. Hann tók sér mannlegt eðli til þess að geta veitt þeim það, er þer þurftu. Hinir fátækustu og lítil- mótlegustu hikuðu ekki við að koma til hans. Litlu börnin hændust að honum. Það var þeim unaður að fá að setjast á kné hans og horfa í andlit hans, sem spekin og kær- leikurinn Ijómaði af. Jesús hikaði aldrei við að segja sann- leikann, en hann sagði hann ætíð í kær- leika. Aldrei talaði hann ósæmileg orð, ávalt mælti hann af stillingu og sýndi hví- vetna vingjarnlega alúð í viðbúð sinni við fólkið. Hann sýndi aldrei ókurteisi og talaði aldrei hörð orð að óþörfu. Hann olli engri viðkæmri sál angurs, án þess að nauðsyn bæri til. Hann álasaði mönnum ekki fyrir veikleika þeirra. Hann fyrirdæmdi hræsni, vantrú og rangsleitni, en þá voru tár í augum hans, er hann talaði hörðum ávít- unarorðum. Hann grét yfir Jerúsalem, borginni, sem hann elskaði, borginni, sem ekki vildi veita viðtöku honum, sem var vegurinn, sannleikurinn og lífið. Þeir höfðu afneitað honum, frelsara sínum, en 1) Lúk. 4, 18.

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.