Stjarnan - 01.05.1949, Page 3
STJARNAN
35
þetta gjörir hann til þess að mennirnir
megi verða hafnir upp úr því djúpi spill-
ingar og niðurlægingar, sem syndin leiðir
af sér, til þess að kærleikur guðs megi lýsa
sér á þeim og þeir fá þátt í fögnuði hans og
heilagleika.
Það, sem goldið var fyrir endurlausn
vora, hin eilífa fórn, sem vor himneski
faðir færði, er hann gaf sinn son til þess
að deyja fyrir oss, ætti að vekja hjá oss
háleitar hugmyndir um, hvað vér getum
orðið með Krists aðstoð. Hinn heilagi post-
uli Jóhannes varð fullur lotningar og að-
dáunar er hann hugleiddi breidd, lengd,
dýpt og hæð þess kærleika, er guð ber til
hins fallna mannkyns. Hann gat ekki fund-
ið orð, er hæfileg væru til að tákna ínikil-
leik og ástríki guðs kærleika; þess vegna
hvetur hann heiminn til þess að virða hann
fyrir sér. Hann segir: “Sjá, hvílíkan kær-
leika faðirinn hefur oss auðsýnt, að vér
skulum guðs börn kallast.”1 * * 4 5 Svo mikils
metur guð mennina! Við brot guðs boðorða
urðu mannanna börn þegnar Satans. Við
trúna á Krists friðþægjandi fórn geta
Adams synir orðið guðs synir. Þegar Krist-
ur tók á sig mannlegt eðli, veitti hann
mannkyninu nýja göfgi og tign. Hinir
föllnu menn standa nú þannig að vígi, að
þeir við það að sameinast Kristi geta orðið
verðugir til þess að kallast guðs börn.
E.G.W,
:) 1. Jðh. 3, 1.
------------*-------------
“Bjóð ríkismönnum þessarar aldar að
þeir séu ekki mikillátir né treysti fallvölt-
um auði, heldur lifanda Guði, sem veitir
oss ríkulega alt gott til nauðþurftar; að
þer gjöri gott, séu ríkir af góðverkum,
örlátir, fúsir að miðla öðrum.” 1. Tím.
6:17.18.
4 + +
Brian McMahon í öldungadeild Banda-
ríkja þingsins segir að Amerika hafi eytt
350 biljón dollurum til að vinna seinna
stríðið. Sú upphæð hefði nægt til að byggja
5 herbergja hús fyrir hverja einustu fjöl-
skyldu í heiminum, og auk þess miljón
dollara sjúkrahús fyrir hvert þorp sem
hefði 5000, eða fleiri íbúa.
“Sá, sem stöðugur stendur alt
til enda mun hólpinn verða”
Fréttir komu á skrifstofu vora að safn-
aðamenn vorir væru ásakaðir fyrir að hafa
Biblíu á heimilum sínum. Yfirmaður trú-
boðsins bað mig fara og hjálpa bræðrun-
um svo þeir fengju frjálsræði til að lesa
Biblíuna þegar þeir vildu. Vér sendum boð
á undan mér að ég ætlaði að koma og tala
við stjórnina fyrir þá. Ég fór frá Addis
Ababa til Dessie svo ég gæti fundið land-
stjórann fyrir því héraði. Þegar þangað
kom mætti ég vinum mínum, sem biðu
mín þar sem áður var Dessie sjúkrahús.
Morguninn eftir lagði ég málið fram fyrir
erfðaprinsinn. Hann tók því vel og kvaðst
gjarnan vilja sjálfur fá að sjá þá sem
hefðu bannað fólki voru að lesa Biblíuna.
Guði séu þakkir að nú er fólk okkar frjálst
að því að lesa Biblíuna, og því hefir verið
skilað aftur þeim Biblíum sem teknar
höfðu verið frá þeim.
Höfðinginn Aleka Zekarias hafði leitt
menn sína frá Múhameðstrú til Kristinnar
trúar. Flann hafði sagt þeim að þeir mundu
fá fullkomnari kristindómskenslu frá út-
löndum. Þetta rættist fyrir 15 árum síðan.
Einn af starfsmönnum vorum sem þekti
þetta fólk, sendi þangað tvo Eritreumenn
til að útbreiða kristindómsrit áður en byrj-
að yrði að prédika meðal þeirra. Ég átti
heima í þessum hluta landsins. Áður en
farið var að prédika hjá okkur voru fimm
af okkur sendir á skóla í Eritrea, þar sem
Mr. og Mrs. Guðdundsen frá Noregi störf-
uðu. Þau tóku vel á móti okkur. Árið eftir
komu feður okkar til að sjá hvernig okkur
liði. Þeir voru skírðir áður en þeir fóru
heim aftur. Eftir að þeir komu heim fóru
þeir að prédika fyrir öðrum og leiddu
marga til frelsarans.
Eg man vel eftir þegar einn þeirra rétt
áður en hann dó var að segja frá reynslu
sinni. Meðan óvinirnir höfðu yfirráðin
voru Mr. og Mrs. Palm rekin burt úr
Etíopíu. Safnaðafólk vort hafði svo mikl-
ar ofsóknir að það er óskiljanlegt hvernig
það komst í gegn. Hús höfðu verið brend,
og fólk drepið miskunarlaust, margir voru
heimilislausir, eigur þeirra gjörðar upp-
tækar og þeim bannað að lesa bækur eða
syngja sálma í kirkjum. Bróðir Aleka