Stjarnan - 01.05.1949, Qupperneq 4
36
STJARNAN
Isaías, sem nú hvílir í gröfinni hafði feng-
ið aðvörun frá presti, sem bjó í þorpi
skamt þaðan, um að föðurlandsvinur einn
ætlaði að drepa hann ef hann vildi ekki
láta af trú sinni. Presturinn reyndi aftur
og aftur að hræða hann en Aleka svaraði
aðeins: “Sá sem stöðugur stendur alt til
enda hann mun hólpinn verða.” Matt.
10:22. Presturinn varð svo reiður af því
hann vildi ekki afneita trú sinni að hann
bað einn af föðurlandsvinunum að drepa
Aleka. Hann kom og presturinn með hon-
um til að skjóta Aleka ef hann héldi fast
við trú sína. Aleka spurði hvort þeir vildu
gefa honum tíma til að hugsa sig um svo
alvarlegt málefni. Seinna þegar Aleka var
spurður hvort hann vildi breyta trú sinni
þá svaraði hann: “Nei, ég get það ekki.
Ég vil heldur deyja. Biblían segir mér að
standa stöðugur alt til enda. Svo lyfti hann
hjarta sínu til Guðs í þögulli bæn og fólk-
ið þorði ekki að drepa hann.
Margir líða ennþá ofsóknir í þessum
hluta landsins. En þeir hafa örugga trú á
Guði. Biðjið með þeim og fyrir þeim.
A. D. KASSAHUN
--------------------------
Heilög Ritning
1. Hver er höfundur bókarinnar, sem
nefnist Biblía eða Heilög Ritning?
“Öll Ritning er innblásin af Guði, og
nytsöm til lærdóms, til sannfæringar gegn
mótmælum, til leiðréttingar, til mentunar
í réttlæti.” 2. Tím. 3:16.
2. Hver leiddi þá og stjórnaði þeim,
sem fluttu spádóma Biblíunnar og skrif-
uðu þá niður?
“Því að aldrei hefir nokkur spádómur
framfluttur verið eftir mannsins vild,
heldur töluðu hinir helgu Guðs menn til-
knúðir af Heilögum Anda.” 2. Pét. 1:21.
3. Hver talaði gegn um spámennina?
“Eftir að Guð forðum hafði talað til
feðranna oftsinnis og með mörgu móti,
fyrir munn sinna spámanna, hefir hann á
þessum síðustu tímum til vor talað fyrir
Soninn.”
4. í hvaða tilgangi var Biblían skrifuð?
“Því alt sem áður er skrifað er áður
skrifað oss til uppfræðingar, svo að vér
fyrir þolinmæðina og huggun Ritninganna
hefðum vonina.” Róm. 15:14
5. Hver er ennfremur nytsemi Biblí-
unnar?
Hún er “nytsöm til lærdóms, til sann-
færingar gegn mótmælum, til leiðrétting-
ar, til mentunar í réttlæti, svo Guðs maður
sé algjör og til als góðs verks hæfilegur.”
2. Tim. 3:16.17.
6. Hvaða sönnun gaf Jesús fyrir því að
hann væri Messias?
Hann vitnaði í Ritningarnar: “Byrjaði
hann þá á Móses og öllum spámönnunum,
og útlagði fyrir þeim alt það í Ritningun-
um, er hljóðaði um hann.” Lúk. 24:27.
7. Hvernig viðurkendi Jesús alt Gamla
Testamentið?
“En hann sagði við þá: þetta er það
sem ég sagði yður, meðan ég var enn með
yður, að á mér ætti að rætast alt það, sem
ritað er um mig í lögmáli Móses, spámönn-
unum og sálmunum.
8. Hvernig getum vér vitað hvað rétt
er, þegar vér heyrum ýmear mismunandi
trúarkenningar?
“Gætið lærdómsins og vitnisburðarins,
ef þeir tala ekki samkvæmt honum, þá
vitið að fólkið hefir enga birtu.” Jes. 8:20.
9. Hvað vill Guð að Orð hans sé fyrir
oss í þessum myrka heimi?
“Þitt Orð er lampi fóta minna og Ijós
á vegum mínum.” Sálm. 119:105.
10. Hvernig mætti Jesús freistingum
satans?
Hann vitnaði stöðugt í Ritninguna.
“Jesús svaraði: Skrifað stendur: maður-
inn lifir ekki af einu saman brauði, held-
ur af sérhverju orði sem fram gengur af
Guðs munni.” “Jesús svaraði honum: aft-
ur stendur skrifað: Ekki skaltu freista
Drottins Guðs þíns.” “Þá mælti Jesús: Far
frá mér satan, því skrifað er: Drottinn
Guð þinn átt þú að tilbíðja og þjóna hon-
um einum.” Matt. 4: 4.7.10. vers.
11. Hve lengi mun Guðs Orð verða við
lýði?
“Orð vors Guðs stendur stöðugt eilíf-
lega.” Orð Drottins varir að eilífu, og það
er það orð sem yður er boðað.” Jes. 40:8
1. Pét. 1:25. Jesús segir: “Himin og jörð
munu forganga, en mín orð munu ekki
forganga. Matt. 24:35.
i