Stjarnan - 01.05.1949, Blaðsíða 5

Stjarnan - 01.05.1949, Blaðsíða 5
STJARNAN 37 12. Hvað bauð Jesús oss viðvíkjandi Ritningunum? “Rannsakið Ritningarnar, því í þeim hugsið þér að þér hafið eilíft líf, og þær eru það, sem vitna um mig.” Jóh. 5:39. 13. Hvað segir Jesús um þá sem heyra Guðs Orð og hlýða því? “En hann sagði . . . sælir eru þeir sem heyra Guðs Orð og varðveita það.” Lúk. 11:28. -------------*------------ Afleiðing kæruleysisins Fólkið sem hafði lifað alla æfi sína í Johnstown sagði að þorpið þeirra hefði aldrei verið fegurra en nú á minningardag- inn 1889. Ég man frá æskuárum hvað alt leit hátíðlega út við slík tækifæri. Blóma- beð, grænar flatir og flagg á hverri stöng. Fólkið á skrúðgöngu ásamt hermönnunum frá borgastríðinu. Sólin skein í heiði og öll náttúran jók á ánægju dagsins. Það var frídagur. Engum datt í hug að nokkur hætta gæti verið í nánd þar sem alt var svo kyrt og rólegt á hæðunum fyrir ofan þorpið. Jafnvel Conemaugh áin gaf enga aðvörun þar sem hún flóði áfram í kyrð í farvegi sínum. Dagur var að kvöldi kominn. Það fór að rigna. Með morgninum kom' sú frétt að ský hefði brostið um nóttina, áin flóð yfir bakka sína og Johnstown væri í kafi upp að efri hæð á húsunum. Fjöldi glað- værra manna úr nágrenninu ferðaðist brautina uppi í hlíðinni og horfði á þorpið sem var þakið vanti. Margir voru án efa glaðir yfir því að fá annan frídag. Frændi minn mætti okkur þar, og er hann sá móð- ur mína sagði hann áhyggjufullur: “Sarah Jane, farðu heim aftur, ég hef heyrt að flóðgarðurinn sé að bila.” Móðir mín svaraði: “Það er nú gömul saga.” Svo sneri hún sér að samferðafólki okkar og sagði að þegar hún var barn hafði hún oft verið tekin upp á hæðirnar þegar frést hefði að flóðgarðurinn mundi bila. Við héldum áfram. Loks kom þorpið í augsýn. Aðeins efri hluti húsanna stóð upp úr vatninu. Fólkið hafði flutt sig og dót sitt upp á efri hæðina. Mennirnir voru uppi á þakinu. Samtal og hlátur þeirra barst til vor yfir vatnið: “Ekkert að óttast. Áin hefir flætt yfir bakka sína fyr. Það lækkar í henni aftur eins og vant er.” Þetta glaðværa spaugandi fólk hafði litla hugmynd um skelfingu þá, sem yfir vofði. Alt í einu brast flóðgarðurinn og vatnið beljaði með heljarafli niður dalinn og flutti með sér alt sem fyrir varð. Þetta var Johnstown flóðið 31. maí 1889. Mörg hundruð manna, kvenna og barna mistu líf sitt. Bæði Johnstown og önnur smáþorp í dalnum sópuðust í burtu. Menn hefðu vel getað komið í veg fyrir þetta slys. Svo árum skifti vissu menn að flóðgarðurinn var ekki nógu traustur. Þeir hefðu getað haft einhvern viðbúnað. En það er eðli mannsins að fylgjast með fjöldan- um, óskandi og vonandi að einhver annar líti eftir því sem þörf er á, en hliðra sér sjálfir hjá því að takast ábyrgð á hendur. Það er mannlegur veikleiki að vilja koma sér hjá ábyrgð og erfiðleikum. Þetta kemur hvergi betur í ljós heldur en í trú- málum. Það heimtar fyrirhöfn og áreynslu að rannsaka sjálfur. Það er svo miklu létt- ara að byggja trú sína á hugsun og ímynd- un annara, eða á siðum forfeðra vorra. Vér höfum ljóð sem hljóða eitthvað á þessa leið: ‘Gömlu trúarbrögðin voru nógu góð fyrir pabba, nógu góð fyrir mömmu, og eru nógu góð fyrir mig.” Og svo eru marg- ir sem ekki einu sinni rannsaka hvað þessi gömlu trúarbrögð voru. Það eru margir spádómar í Biblíunni, vér erum rétt komnir að þeim sem lýsa ástandi síðustu tíma. Hvernig snúum vér oss gagnvart þeim? Hvað ættum vér að gjöra? Bíða átekta eins og fólkið í Johns- town þangað til það verður of seint að leita frelsunar? Hið eina skynsamlega er að rannsaka Orðið sjálfir, vita hvar vér stöndum, og vera reiðubúnir að mæta því sem er í vændum. Guð hefir af kærleika sínum opinberað oss svo mikið viðvíkjandi framtíðinni að vér getum verið viðbúnir. Vér getum kom- ist hjá allri skelfingu bæði á yfirstandandi og ókomnum tíma, ef vér aðeins viljum fylgja leiðsögn Heilagrar Ritningar. M. E. LITTLE

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.