Stjarnan - 01.05.1949, Qupperneq 8
40
STJARNAN
STJARNAN Authorized as second class
mail, Post Office Depart-
ment, Ottawa. Published monthly. Priee $1.00
a year. Publishers: The Can. Union Conference
of S. D. A., Oshawa, Ontario.
Ritstjórn og afgreiðslu annast:
MISS S. JOHNSON, Lundar^ Man., Can.
Þennan morgun meðan kennarinn tal-
aði var Hareem að undrast yfir hvort Guð
virkilega svaraði bænum manna, hann
vildi gjarnan fá að vita það. Þar sem þetta
nú fylti huga hans þá mátti búast við að
svar hans upp á spurningu viðvíkjandi
reikningi væri mjög ófullnægjandi. Hann
bjóst við að þurfa að veri inni næstu frí-
mínútur, en honum til mestu hepni kom
nokkuð fyrir. Fjöldi manna úti fyrir hróp-
aði:
“Sjáið þið engispretturnar.” Allir æptu
sem hæst þeir gátu, svo var dyrunum
hrundið upp og presturinn gekk hratt upp
til -kennarans og spurði: “Getur þú léð
okkur drengina til að hjálpa okkur að
reka burt engispretturnar frá olíutrján-
um?”
Allir þutu út úr skólanum og leituðu
uppi gamlar tinkönnur og staura. Olíu-
trén voru mjög dýrmæt vegna ávaxtanna.
Drengirnir flýttu sér sem mest þeir máttu
út úr þorpinu og börðu tinkönnur sínar
sem trumbur væru, hver keptist við annan
að gjöra sem mestan hávaða. Menn héldu
hávaðinn ræki burtu engispretturnar og
Hareem gjörði sitt besta. Þeir gengu fram-
hjá þreskigólfinu þar sem nýslegnar korn-
tegundir biðu þreskingar. Þeir fóru gegn
um götuna milli cactustrjánna, og þegar
þeir komu að olítutrjánum þá rísu engi-
spretturnar upp eins og dimm ský fyrir
framan þá. Þær voru alstaðar, miljónir af
þeim, með gula vængi sem glóðu í sólsk-
ininu.
Allir börðu tinkönnurnar og reyndu að
reka engispretturnar undan vindinum ,en
það var enginn leikur. Þeir höfðu erfiðan
tíma. Alt í einu datt Hareem í hug að biðja
Guð um hjálp. Nú var tækifæri til að sjá
hvort hann svaraði bæn.
“Jirius,” sagði Hareem við vin sinn,
“Við skulum biðja Guð að vernda uppsker-
una okkar, því ef hún er eyðilögð þá svelt-
um við í vetur. Þú veist kennarinn segir að
Guð gjöri undraverða hluti fyrir þá sem
biðja hann.”
Drengirnir staðnæmdust og beiddu
saman. Þeir voru allir þreyttir og nærri
uppgefnir. Þeim fanst engispretturnar
hefðu sigrað þá og allar tilraunir þeirra
orðið árangurslausar. Alt í einu breyttist
vindstaðan og sterkur vestan vindur rak
engispretturnar í burtu. Uppskera þorps-
búa var frelsuð rétt á síðasta augnabliki.
Hareem gekk heim, hrifinn og ham-
ingjusamur. Nú vissi hann að Guð heyrir
bænir og svarar þeim. Hann ásetti sér að
segja föður sínum frá þessu þó hann ætti
á hættu að hlegið yrði að honum.
“Faðir minn,” sagði hann, “vindurinn
sem dreif engispretturnar í burtu kom frá
Guði. Ég bað hann að frelsa uppskeruna
okkar og hann svaraði bæn minni.”
Faðirinn horfði undrandi á son sinn
en hvorki ávítaði hann né hló að honum.
Hareem fanst nærri því meira um það
heldur en þó engispretturnar hefðu verið
reknar burt með vindinum. Upp frá þessu
var það innilegasta ósk Hareems að fá
foreldra sína til að trúa á og tilbiðja frels-
arann. Að lokum veittist honum sú gleði.
AMELIA O. STOTT
-----------*----------
Smávegis
Óhreinn vasaklútur getur borið með
sér 136.000 gerla. Þetta var vísindalega
sannað fyrir nókkru síðan.
4- 4- ♦
Óhreinsaða olíu má framleiða úr tjör-
usandi þeim sem finst bæði í Bandaríkjun-
um og Canada með því aðeins að þvo sand-
inn í heitu vatni.
4- 4- ♦
Þótt Rússland hafi slept fleiri en helm-
ingi af Japönum sem teknir voru til fanga
í lok stríðsins, þá hafa Rússar ennþá 568.-
000 fanga.
4- 4- 4-
Mörg skynsamleg orð eru töluð í spaugi,
en margfalt fleiri heimskuleg orð eru töluð
í alvöru. Sunshine