Stjarnan - 01.06.1949, Side 4
44
STJARNAN
allan hátt eins og vér, þó án syndar.” Hebr.
4:15. “Hann drygði ekki synd, og ekki eru
svik fundin í hans munni.” 1. Pet. 2:22.
8. Hvers vegna dó Jesús?
Hann dó fyrir vorar syndir. “En Guð
sýnir elsku sína til vor í því, eð þegar vér
ennþá vorum syndarar er Kristur fyrir
oss dáinn.” Róm. 5:8. “Þetta er mitt blóð,
hins nýja sáttmála, og sem fyrir marga
mun verða úthelt til fyrirgefningar synd-
anna.” Matt. 26:28.
9. “Hver nýtur góðs af wpprisu Krists?
“Ef vér, þegar vér vorum óvinir, urðum
sættir við Guð fyrir dauða Sonar hans,
munum vér miklu fremur, þá vér erum
í sátt teknir, fyrir líf hans frelsaðir verða.”
“Sá sem hefir Soninn hefir lífið, sá sem
ekki hefir Guðs Son hefir ekki lífið.” 1 Jóh.
5:12.
“Hræðstu ekki, ég em hinn fyrsti og síð-
asti og sá lifandi, ég dó, en sjá, ég lifi um
aldir alda og hefi lykla dauðans og undir-
heima.” Op. 1:18.
10. Hvað er starf Krists nú?
“Einn er Guð og einn er meðalgangar-
inn milli Guðs og manna, maðurinn Jesús
Kristur.” “Vér höfum þann æðsta prest,
er situr bægra megin við hásæti hins
alvalda á himnum.” Hebr. 8:1. “Þess vegna
getur hann líka ætíð frelsað þá, þar hann
æ lifir til þess að tala máli þeirra. Hebr.
7:25.
11. Hvaða loforð gaf Jesús áður en liann
sté til himins?
“Ég fer burt til að til búa yður stað, og
þegar ég er burt farinn og hefi tilbúið yður
stað, þá mun ég koma aftur og taka yður
til mín, svo að þér séuð þar sem ég er.”
Jóh. 14:3.
12. Hvernig kemur hann?
“í því hann sagði þetta varð hann upp-
numinn til himins að þeim ásjáandi og
ský nam hann frá augum þeirra. Nú sem
þeir störðu til himins, þá hann fór frá
þeim, sjá, þá stóðu tveir menn hjá þeim
í hvítum klæðnaði; þeir sögðu: Galíleisku
menn, hví standið þér og horfið til himins?
Þessi Jesús sem upp numinn er frá yður
til himins, mun koma á sama hátt og þér
sáuð hann fara til himins.” Post. 1:9:11.
“Sjá hann kemur í skýjunum, og hvert
auga mun sjá hann.” Op. 1:7.
Hann fanst í snjónum.
Bobby var nærri fjögurra ára gamall.
Hann hafði gaman að grenslast um alt og
rannsaka alla hluti sem hann náði í. Einn
dag þegar faðir hans fór inn í þorpið upp
í fjallshlíðinni tók hann Bobby með sér.
Sá litli var heldur lukkulegur, hann hafði
svo gaman af að fara í bílnum með pabba
sínum.
Þegar þeir komu áfram fór faðir hans
inn í búðina eftir einhverju smávegis, en
Bobby átti að bíða hans í bílnum. Bobby
fór nú að líta 1 kring um sig. Þorpið var
fallegt, það stóð líka svo hátt. Milli trjánna
hærra uppi í fjallinu sá hann eitthvað hvítt
og hugsaði það væri ef til vill það sem
fólkið kallaði snjó. Hann langaði til að sjá
hann svo hann opnaði bílhurðina og hopp-
aði út. Hann var viss um að hann gæti
verið kominn aftur áður en pabbi væri
búinn í búðinni hann var þar stundum svo
lengi. Hann gekk nú upp götuna sem lá
upp á fjallið til þess að geta náð í snjóinn.
En vegurinn var lengri en Bobby hafði
ímyndað sér, það var alt upp á móti og
erfið ganga fyrir lítinn dreng. Hann
gleymdi því alveg að pabbi kynni að sakna
hans.
Þegar faðir hans kom út úr búðinni,
og fann bílinn tóman varð hann skelkaður.
Hvergi sá hann Bobby. Hann hrópaði og
hrópaði og hljóp fram og aftur um strætin.
Ekkert svar. Hann spurði alla sem hann
mætti hvort þeir hefðu séð lítinn dreng.
Enginn hafði séð hann.
“Honum hefir verið stolið,” hugsaði
vesalings faðirinn. Hann fónaði heim og
svo til lögreglunnar. Innan stundar voru
200 manns komnir út að leita að barninu.
Þeir leituðu alla nóttina en árangurslaust.
Ekkert fréttist til barnsins.
Nú var komið fram yfir hádegi daginn
eftir og flestir höfðu gefið upp alla von.
Ef honum hefði verið stolið þá vær gagns-
laust að leita að honum í nágrenninu. En
ef hann hefði farið inn í skóginn þá væri
hann þegar dauður af kulda.
En faðir hans gat ekki hætt leitinni.
Loks réð hann af að fylgja götunni upp
fjallið svo langt sem hún næði. Hann hélt
áfram mílu eftir mílu. Hann var nú kom-