Stjarnan - 01.06.1949, Side 5
STJARNAN
45
inn 4 mílur upp frá þorpinu. Þetta virtist
gagnsalust. Hér var snjór á jörðu. Hann
hélt hann gæti eins vel snúið til baka, nú
færi líka bráðum að dimma. Það voru 30
klukkustundir síðan Bobby týndist.
í neyð og sorg sinni kom föðurnum til
hugar að snúa sér til Guðs. “Ó Guð,” hróp-
aði hann og féll á kné, “ef litli drengurinn
minn er hér uppi þá hjálpaðu mér að finna
hann áður en dimmir.” Hann endurtók
þessi orð aftur og aftur yfirkominn af
sálarangist. Alt í einu heyrði hann lítið
hljóð, hann hélt fyrst það væri fugl, en
svo er hann leit í kring um sig sá hann
Bobby liggja í aurleðju og hálf bráðnuðum
snjó.
Hann fór yfir til hans greip hann í
fang sér og hljóp með hann niður að þorp-
inu . . . Læknirinn sagði Bobby væri ó-
meiddur og mundi brátt ná sér eftir kuld-
ann og einhveruna uppi á fjallinu.
Faðir hans getur aldrei þakkað Guði
eins vel og hann vildi fyrir hans undra-
verðu bænheyrslu, að lofa honum að finna
barnið áður en fór að dimma. A.S.M.
------------*------------
Keppið að takmarkinu.
Vér leggjum oft áherslu á að endir allra
hluta sé nálægur. Ef vér í sannleika trúum
því, þá munum vér hafa áhuga fyrir að
læra það sem Guð kennir oss til þess vér
verðum undirbúnir komu Krists. Eitt sem
vér verðum að muna er þetta: Vér getum
ekki verið undirbúnir ef vér vöknum fyrst
þegar hrópað er: “Brúðguminn kemur,”
og þá tökum vora tómu lampa. Þá er of
seint að fá sér olíu á þá. Vér getum ekki
lifað án samfélags við Krist hér og sam-
tímis fundist verðugir fyrir félagskap hans
á himnum. Óvinurinn gjörir alt sem í hans
valdi stendur til að leiða áhuga vorn að
öðru, svo vér vanrækjum að undirbúa oss
til að mæta Guði vorum. Það er svo auðvelt
að svíkja sjálfan sig með þeirri ímyndun,
að ef vér reynum að gjöra vort besta, þá
muni Jesús þegar hann kemur bæta upp
það sem á vantar í innræti voru. Vér þurf-
um að læra hvað Guð segir þessu viðvíkj-
andi.
“Guð heimtar að börn hans séu
fullkomin. Lögmál Guðs er endurskin
eiginlegleika hans og það er mælisnúran
fyrir líf vort og innræti. Þessi guðdómlegi
mælikvarði er öllum gefinn, svo enginn
getur efast um hvers konar fólk Guð vill
hafa í ríki sínu.”
Margir meðal vor vænta að sjá Guðs
málefni hrósa dýrðlegum sigri og fá svo
að sjá Jesúm koma í skýjum himins. En
til þess að vera viðbúinn að mæta honum
verðum vér að vita hvers hann krefst af
þeim sem bíða hans. Vér megum ekki
fylgja dæmi fávísu meyjanna sem voru of
seinar. Sumir kvarta um að kröfur Guðs
séu of háar, en vér erum í hættu með að
setja takmarkið of lágt. Guð er sá sem
setur reglurnar. Gefum gaum að ráðuin
hans.
Nú, meðan vor mikli æðsti prestur talar
máli voru og forlíkar fyrir oss ættum vér
að keppa eftir fulkomnun í Kristi. Ekki
einu sinni í hugsun gaf Jesús eftir fyrir
freistingunum. Satan fann ekkert í fari
hans sem hann gæti felt hann með. Hann
hélt boðorð föðursins og drýgði aldrei synd.
Þetta þarf einnig að vsra ásigkomulag
þeirra sem eiga að standast á þrengingar-
tímanum, sem fram undan er. Vér verðum
að vinn£ fullkominn sigur yfir synd í þessu
lífi fyrir trú á Jesú forþénustu og hans
úthelta blóð.
Guð skipar þjónum sínum: “þeytið lúð-
urinn á Zíon, æpið óp á mínu heilaga
fjalli.” Jóh. 1-2:1. Hann þekkir ásigkomu-
lag safnaðar síns. Hann segir: “Þeir kæru-
lausu, sem ekki sameinuðust þeim sem
möttu sigur og sáluhjálp nógu mikils, til
þess án afláts að vaka og biðja, þeir öðluð-
ust ekki kraftinn sem Guð þó var reiðu-
búinn að veita þeim.”
Margir meðal vor vanrækja tækifæri
þau sem þeim eru gefin. Menn gjöra lítils-
háttar tilraun til að breyta rétt en falla
svo aftur í hið gamla syndalíf. Ef vér
eigum að fá inngöngu í Guðs ríki, þá verð-
um vér að ná fullkomnun innrætisins, svo
vér höfum “hvorki blett né hrukku, né
neitt þess háttar.” Þetta er mögulegt ein-
ungis með krafti Krists fyrir lifandi trú
á hann. R.H.