Stjarnan - 01.06.1949, Page 6
46
STJARNAN
Grafreiturinn hennar Geirþrúðar
“Pabbi, vitlu gefa mér horn af garðin-
um sem ég má alveg eiga sjálf?” sagði
Geirþrúður um leið og hún kom hlaupandi
út að hlöðunni þar sem faðir hennar og
tveir vinnumenn voru að hlaða upp heyi.
“Ó pabbi, viltu gef mér það?” endurtók
hún um leið og hún greip hönd föður síns
og brosti til hans. Faðir hennar spurði:
“hvaða horn viltu fá elskan mín?”
“Suðvestur hornið pabbi, frá vonlausa
eplatrénu og yfir að girðingunni. Ekkert—”
Nú fóru þeir allir að hlæja og annar
vinnumaðurinn spurði: “Er það ný epla-
tegund, “vonlaus”, eru þau epli rauð eða
græn?”
Geirþrúður leit gremjulega til spyrj-
andans en svaraði engu, hún sagði aðeins:
“Viltu gefa mér það pabbi? Það vex þar
ekkert hvort sem er.”
“Til hvers vilt þú það,” spurði faðir
hennar, “ætlar þú að sá þar baunum eða
gulrófum?” “Hvorugu, ég ætla að hafa það
fyrir grafreit.”
Nú hlóu þeir allir svo dátt að móðir
Geirþrúðar kom út með litla barnið til að
vita hvað um var að vera.
“Geirþrúður vill fá að undirbúa grafreit
fyrir fjölskylduna í garðshorninu,” sagði
Mr. Welton við konu sína þegar hann gat
stöðvað hláturinn. “Hvað œtlar þú að jarða
þar, brotnar brúður?” spurði móðirinn.
“Nei, þetta til að byrja með”, sagði
Geirþrúður og hljóp í burt, en greip um
leið tóbakspípu föður sins upp úr fötu, sem
þar stóð og fór svo eins og örskot út í
garðshornið. Þetta gekk alt í einni svipan
svo enginn tók eftir hvað hún hafði gripið
með sér. Þeir héldu hún hlypi burt af því
þeir voru að hlæja að henni. En um kvöld-
ið þegar vinnu var lokið saknaði faðir
hennar pípu sinnar. Hann gekk fram og
aftur og spurði: “Hvar er pípan mín? Hef-
ur nokkur séð pípuna mína?”
Geirþrúður gekk til hans með hægð og
sagið í lágum hljóðum: “Ég jarðaði hana,
pabbi, 1 nýja grafreitnum mínum.”
“Hvað, þú jarðaðir hana?” “Já pabbi,
komdu og sjáðu.”
Svo leiddi hún föður sinn út í garðs-
hornið og sýndi honum laglega upphlaðið
lítið leiði. Við annan endan var stungið
niður lítilli fjöl með þessari áritun sem
Geirþrúður sjálf hafði prentað: “Hér hvíl-
ir pípan hans pabba míns til eilífðar.”
Mr. Welton settist á trésstofn, dróg
litlu stúlkuna að sér og spurði blíðlega:
“Hvers vegna gjörðir þú þetta?”
“Af því ég vildi ekki þú dæir pabbi, eins
og Mr. Beckett. Ég vil líka þú sért hrein-
legri heldur en gamli Beckett var.”
“Veist þú af hverju Mr. Beckett dó?
Hvernig getur þú vitað það?” “Já pabbi, ég
veit það með vissu, því ég heyrði Miss
Moore spyrja Dr. Brown um það við jarð-
arförina. Hann svaraði: “Það var pípan
Miss Moore. Pípan drap hann.” Pabbi, ég vil
ekki að pípan drepi þig,” sagði Geirþrúður
og vafði handleggjunum um háls föður
síns. Svo eins og henni alt í einu dytti
nokkuð í hug, spurði hún áhyggjufull: “Þú
ætlar þó ekki að grafa hana upp, pabbi?”
“Nei, Geirþrúður,” svaraði faðir hennar
um leið og hann faðmaði hana að sér.
“Pabbi rænir ekki grafir. Ég býst við ég
sakni pípunnar minnar, en ég ætla ekki
að fá mér aðra.”
“Ó ég er svo glöð,” sagði Geirþrúður og
faðmaði föður sinn. “Nú hef ég góðan,
hreinan pabba sem aldrei deyr.”
Á leiðinni heim spurði faðir hennar:
“Ætlar þú að jarða nokkuð fleira í
grafreitnum þínum, eða var hann aðeins
fyrir pípuna mína?”
“Ég ætla að jarða þar margt fleira,”
svaraði Geirþrúður, “vindlingana hans Jóa,
vindlana hans Róberts frœnda, neftóbakið
hennar Drú frænku minnar, og alt annað
sem er slæmt.”
Smámsaman fjölguðu grafirnar í garðs-
horninu. Geirþrúður bjó til röð af þeim og
merkti þær nákvæmlega. Yfir vindlingum
Jóa stóð yfirstkriftin: “Brendir um eilífð.”
Yfir neftóbakinu hennar frænku stóð:
“Kæft til dauða.” Hver litla gröfin bar
vott um sigur sem einhver hafði unnið yfir
vondum vana. C.O.G.
-----------4-----------
Vér leiðréttum ranga reikningsfærslu,
en afsökum syndir vorar og yfirsjónir, eins
og þær væru til einhvers gagns.
American Christian Review