Stjarnan - 01.07.1949, Page 2
50
STJARNAN
Davíð sá hve brot hans var óttalegt. Hann
sá saurgun sálar sinnar og honum bauð
við synd sinni. Hann bað ekki aðeins um
syndafyrirgefningu, heldur og um hreint
hjarta. Hann þráði fögnuð heilagleikans,
til þess að hann gæti aptur komizt í sam-
ræmi og samfélag við guð. Þessi voru orð
hjarta hans:
“Sælir eru þeir, hverra yfirtroðslur eru
fyrirgefnar,
hverra syndir eru huldar.
Sæll er sá maöur, sem drottinn tilreiknar
ekki syndina
og sá, í hvers anda ekki er flærð.”
“Miskuna mér guð! eftir þinni gœsku,
og má afmá mínar yfirtroðslur eptir þinni
miskunsemi . . .
Því ég þekki mína yfirtroðslu
og mín synd er œtíð frammi fyrir mér . . .
Þvo þú mig með ísópi af synd, svo ég verði
hreinn;
þvo þú mig, svo ég verði hvítari en snjór
Skapa í mér hreint hjarta, ó, guð!
og endurnýja í mér stöðugan anda!
Kasta mér ekki hurt frá þínu augliti,
og tak ekki þinn heilaga anda frá mér.
Gef mér aptur fögnuð þíns frelsis,
útbú mig með öruggum anda . . .
Frelsa mig frá blóðskuld guð, minn frelsis
guð!
svo að mín tunga fagni yfir þinni gæzku.”
Sliku apturhvarfi, sem þessu, getum
vér ekki komið til leiðar af eigin ramreik.
Það getum vér eigi öðlast nema fyrir Krist,
er sté upp til himna og gefið hefur mönn-
unum gjafir.
Þetta er einmitt atríði, sem mörgum
skjátlast í, og þessvegna öðlast þeir ekki
þá hjálp, sem Kristur vill veita þeim. Þeir
ætla að þeir geti ekki komið til Krists,
nema þeir taki sinnaskiptum áður og
hyggja, að apturhvarfið búi þeim veg til
syndafyrirgefningarinnar. Satt er það að
apturhvarfið verður að fara á undan fyrir-
gefningunni, því að þau hjörtu ein, er iðr-
andi eru og sundurkramin, finna þörfina á
frelsaranum. En þarf syndarinn að bíða
eptir því að hann taki sinnaskiptum áður
en hann má koma til Jesú? Á apturhvarfið
að vera þröskuldur milli syndarans og
frelsarans?
Það er hvergi kennt í ritningunni, að
syndarinn þurfi að taka sinnaskiptum áð-
ur en hann geti þegið boð Krists: “Komið
til mín allir þér, sem erfiðið og þunga er-
uð hlaðnir, ég vil gefa ykkur hvíld“. Sá
kraptur, sem gengur út frá Kristi, leiðir
til sanns apturhvarfs. Þetta tók Pétur ljós-
lega fram í vitnisburði sínum til Gy.ðinga,
er hann sagði: “Þenna foringja og frelsara
hefur guð upphafið með sinni hægri hendi,
svo að hann veiti ísrael apturhvarf og
fyrirgefningu syndanna.” Það er jafn-
ómögulegt fyrir oss að taka sinnaskiptum
án aðstoðar Krists anda, sem vekur sam-
viskuna, eins og það er, að öðlast synda-
fyrirgefningu án Krists.
Kristur er uppsprettan til allra góðra
tilhneiginga. Hann einn getur vakið í hjart-
anu óvináttu gegn syndinni. Sérhver þrá
eptir sannleika og hreinleika, sérhver
sannfæring um syndaástand sjálfra vor,
er vottur þess, að andi hans hrærir hjörtu
vor.
Jesús hefur sagt: “Og þegar ég verð
hafinn frá jörðu, mun ég draga alla til
mín.” Kristur verður að opinberast synd-
aranum, sem sá frelsari, er lét lífið vegna
synda heimsins; og þegar vér sjáum lamb
guðs á krossinum á Golgata, þá tekur
leyndardómur endurlausnarinnar að upp-
ljóma hjörtu vor, og gæzka guðs leiðir oss
til apturhvarfsins. Þegar Kristur dó fyrir
syndarana, sýndi hann þann kærleika, sem
vér fáum eigi skilið. Þegar syndarinn hug-
leiðir þennan kærleika, verður sú hugleið-
ing tilefni til þess að mýkja hjarta hans og
hræra sálina og vekja hjá honum hryggð
yfir syndinni.
Satt er það að vísu, að stundum blygð-
ast mennirnir sín fyrir það að halda áfram
á vegi syndarinnar og leggja niður sumt,
sem ljótt er í fari þeirra, áður en þeir verða
þess varir að þeir laðist til Krists. En ef
kappkostun þeirra eptir betruninni er
sprottin af einlægri löngun eptir að breyta
rétt, þá er það ætíð kraptur Krists, sem
leiðir þá. Sálin verður fyrir áhrifum, sem
þeir sjálfir verða ekki varir við, samvizk-
an vaknar og ytri hegðun þeirra batnar.
Þegar Kristur svo leiðir þá til þess að horfa
til krossins og virða fyrir sér hann, sem
stunginn var fyrir þeirra synda sakir, þá
tekur boð hans að hafa áhrif á samvizkur
þeirra. Þeim verður ljóst, hversu líferni