Stjarnan - 01.07.1949, Page 4
52
STJARNAN
aðir mig fyr en veröldin var grundvölluð“.
Jóh. 17:24.
Þeir óguðlegu verða eyðilagðir: „Eins
gekk til á dögum Lots: þeir átu, drukku,
keyptu, seldu, plöntuðu og byggðu hús,
en á þeim degi, þegar Lot fór út af Sódóma
rigndi eldi og brennisteini af himni, sem
eyðilagði þá alla. Eins mun til ganga á
þeim degi þegar Mannsins Sonur birtist“.
Lúk. 17:28—30. „Þá mun hinn guðlausi
koma í ljós, og honum mun Drottinn Jesús
tortíma með anda síns munns, og að engu
gjöra, þá hann birtist dýrðlega í tilkomu
sinni“. 2Þess. 2:8.
4. Hvernig getum vér verið viöbúnir
þegar Jesús kemur?
„Alt sem Faðir minn geíur mér kemur
til mín, og þann sem til mín kemur, mun
ég ekki burt reka“. Jóh. 6:37. „Elskan-
legir, nú þegar erum vér Guðsbörn, en
það er ennþá ekki opinbert hvað vér verða
munum, en það vitum vér, að þegar hann
birtist þá munum vér verða honum líkir,
því vér munum sjá hann eins og hann er.
Og hver sem hefir þessa von til hans
hreinsar sjálfan sig eins og hann er hreinn.
I Jóh. 3:2—3.
Vér verðum að koma til Jesú, fylgja
honum og keppast eftir að líkjast honum,
og vænta komu hans. „Þannig er og Krist-
ur eitt sinn fórnfærður, til þess að burt
taka margra svndir. en í annað sinn mun
hann birtast, án þess að vera syndafórn,
öllum sem hans vænta til frelsunar.“
Heb. 9:28.
„Að öðru levti er handa mér afsíðis
lögð kóróna réttlætisins, sem Drottinn sá
hinn réttláti dómari, mun gefa mér á þeim
degi, en ekki einungis mér, heldur og öll-
um sem þráð hafa tilkomu hans“.
2Tím. 4:8.
______________*______________
„Drottins augu snúa sér að hinum rétt-
látu, og hans eyru að þeirra kalli. Þeir
réttlátu hrópa og Drottinn heyrir, hann
frelsar þá af allri þeirra angist. Drottinn
er þeim nálægur, sem hafa sundurkramið
hjarta, og frelsar þá, sem hafa niður-
beigðan anda. Sá réttláti ratar í margar
raunir en Drottinn frelsar hann úr þeim
öllum“. Sálm. 34:15—19.
Guð heimtar hlýðni
Þegar Jesús bendir á lögleysi vorra
tíma bæði í andlegum og siðferðislegum
efnum, þá á hann fremur við ástandið inn-
an kristinnar kirkju heldur en utan benn-
ar. Þegar hann talaði um dagana rétt fyr-
ir endurkomu sína og sagði: „Vegna þess
að lögmálsbrotin magnast mun kærleiki
alls þorra manna kólna“, þá átti hann sér-
staklega við þá, sem mundu kalla sig
kristna, undanfarandi setningar sýna það
ljóslega. Þegar lærisveinar hans ættu ein-
mitt að leggja áherzlu á hlýðni við 10
boðorðin, þá mundu þeir vanrækja þau.
Þetta ástand lá svo þungt á hjarta
frelsarans að hann varaði menn aftur og
aftur við andlegri afturför. Við eitt tæki-
færi sagði hann: „Ekki mun hver sá er
við mig segir Herra Herra, ganga inn í
himnaríki, heldur sá er gjörir vilja föður
míns sem er á himnum. Margir munu
segja við mig á þeim degi: Herra herra,
höfum vér ekki spáð með þínu nafni, og
höfum vér ekki rekið út illa anda með
þínu nafni, og höfum vér ekki gjört mörg
kraftaverk með þínu nafni. Og þá mun ég
segja þeim afdráttarlaust: Aldrei þekkti
ég yður, farið frá mér þér sem fremjið
lögmálsbrot“.
Takið eftir að Jesús segir: „Á þeim
degi“, það er við endurkomu hans, þá
munu margir sem bera kristið nafn segja:
„Herra, herra“, en slík játning nægir ekki.
Það sem allt ríður á, að því er Jesús segir
er að vér gjörum vilja föðursins á himn-
um. Hvað er Guðs vilji? Vér lesum í
Sálm. 40:7—8. „Þá mælti ég sjá ég kem.
í bókrollunni eru mér reglur settar. Að
gjöra vilja þinn Guð minn er mér yndi,
og lögmál þitt er hið innra í mér“.
Jesús áleit hlýðni alveg nauðsynlega,
ekkert annað getur komið í stað hennar.
Nútíðar kristnidómur heldur fram spá-
dómunum og leggur áherzlu á siðferðis-
legar framfarir og betra félagslíf. En eru
menn ámintir um hlýðni við 10 boðorðin
eins og ætti að vera?
Kristna kirkjan á vorum dögum hefir
gjört miklar endurbætur á félagslífinu,
það er gott og lofsvert, en það er ekki
nóg. Það er ekki helzta markmið kristn-
innar, heldur hitt að hver einstaklingur