Stjarnan - 01.07.1949, Qupperneq 5

Stjarnan - 01.07.1949, Qupperneq 5
STJARNAN 53 lagi líf sitt þannig að það verði í fullu samrærnj við Guðs vilja eins og hann er látinn í ljósi í 10 boðorðunum. Jesús viðurkennir að kristna kirkjan hefir starfað í nafni hans, stundað heima- trúboð, heiðingjatrúboð, byggt líknarstofn anir, skóla, sjúkrahús og fleira. Þetta er allt lofsvert og gott, eh það er ekki aðal- atriðið. Kirkjan getur starfað að öllu þessu en þó heyrt sagt til sín: „Aldrei þekkti ég yður, farið frá mér þér sem fremjið lög- málsbrot“. Þessí orð: „Aldrei þekkti ég yður“, verða mjög áhrifamikil og alvarleg, ef vér lesum þau í sambandi við IJóh. 2:3.—4. vers: „Og á því vitum vér að vér þekkjum hann, ef vér höldum hans boðorð. Sá sem segir, ég þekki hann, og heldur ekki boð- orð hans er lygari og sannleikurinn er ekki í honum“. Þetta fær enn meiri á- herzlu þegar vér athugum orð Krists hér: „Farið frá mér, þér sem fremjið lögmáls- brot“. Það er sama orðið og notað er í Matt. 24:12. „Af því lögmálsbrotin magn- ast“. Og Jóhannes postuli notar sama orð- ið í IJóh. 3:4., er hann segir: „Syndin er lagábrot“. Kristni vorra tíma þarf að athuga lexíu þá sem Guð gaf gegnum Ezekíel spá- mann: „Mannsins son, samlandar þínir tala sín á milli um þig hjá veggjunum og við húsdyrnar og segja hver við annan. Komið og heyrið hvaða orð kemur frá Drottni. Og þeir koma til þín í hópum og sitja frammi fyrir þér, en þegar þeir hafa heyrt orð þín breyta þeir ekki eftir beim, því að lýgi er í munni þeirra, en hjarta þeirra eltir fégróðann. Og sjá þú ert þeim eins og ástarkvæði, eins og sá, er hefir fagra söngrödd og vel leikur á strengina. Þeir hlusta á orð þín en breyta ekki eftir þeim“. Ez. 33:30—32. Hér var farið til guðþjónustu og hlust- að á prédikun, en það breytti ekkert þeirra eigingjörnu lifnaðarháttum. Þeir höfðu enga löngun til að laga líf sitt eftir Guðs boðorðum. Þeir hlustuðu á prédikarann aðeins sér til skemmtunar. Trúarbrögðin hjá þeim var fallegur söngur og skemmti- leg rödd, sem hreyf tilfinningar þeirra, en þeir vildu ekkert hafa með áminningar til hlýðni við Guðs heilaga lögmál. Vér er- um í sömu hættu staddir. Jesús sá það Spámennirnir sögðu það fyrir. Jesajas segir: „Far nú og rita það á spjald hjá þeim og letra það í bók, svo það á kom- andi tímum verði til vitnisburðar ævin- lega, því að þetta er þrjóskur lýður, lýgin börn, börn sem eigi vilja heyra kenningu Drottins, sem segja við sjáendur: „Þér skuluð eigi sjá sýnir“, og við vitrana menn: „Þér skuluð eigi birta oss sann- leikann, sláið oss heldur gullhamra og birtið oss blekkingar“. Jes. 30:8—10. Einhver kom til Jesú og sagði: „Sjá, móðir þín og bræður þínir standa fyrir dyrum úti og vilja ná tali þínu. En hann svaraði, hver er móðir mín og hverjir eru bræður mínir? og hann rétti hönd sína út yfir lærisveina sína og mælti: Sjá hér er móðir mín og bræður mínir því sérhver sem gjörir vilja föður míns á himnum, hann er bróðir minn, systir og móðir“. Matt. 12:47—50. Frelsari vor sýnir hér að þeir sem eru honum kærastir og standa honum næst eru þeir sem í hlýðni við boðorð föðursins eru sameinaðir honum. Aftur lesum vér: „En er hann var þetta að segja, hóf kona nokkur í mannfjöld- anum upp rödd sína og mælti við hann: Sæll er sá kviður er þig bar og þau brjóst er þú mylktir. En hann sagði: Já, en sælir eru þeir, sem heyra Guðs orð og varð- veita það“. Luk. 11:27—28. Enginn kristinn maður getur gengið fram hjá þessu, sem er skilyriði fyrir lærisveins stöðunni: „Ef þér elskið mig þá haldið þér mín boðorð“. „Ef þér haldið mín boðorð, þá standið þér stöðugir í elsku minni, eins og ég hefi haldið boð- orð föður míns og stend stöðugur í elsku hans“. Jóh. 14:15. og 15:10. W. G. Wirth. ____________________*______________ Fyrir nokkru síðan ferðaðist Anthony Spaníella alla leið frá Corunna, Michigan til að fœra forsetanum, Harry S. Truman stærsta brjóstsykurkassa heimsins, 42 pund að þyngd. í honum voru allskonar súkkul aðimolar. ♦ ♦ 4- Nýgift hjón meðal verkalýðsins á Spáni njóta góðs af ákvæði Francisco Franco, sem skipar fyrir að hvert nýgift par fái 250 dollara lán, sem á að endur- borgast á 10 árum.

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.