Stjarnan - 01.07.1949, Page 6

Stjarnan - 01.07.1949, Page 6
54 STJARNAN X Áhrif barnsins í einu af vesturfylkjunum býr maður, sem allir kannast við undir nafninu „Jim prédikari11, hann er grófgerður og líkist ekkert því að hann sé prestur, en hann hefir leitt marga til þekkingar á frelsar- anum og fagnaðarboðskap hans. Fyrir 20 árum síðan var hann allt öðruvísi en hann er nú. Hann var ómentaður maður, það eina sem hann var æfður í og hafði áhuga fyrir var að spila. Þá var hann kallaður „Spila Jim“. Einu sinni ferðaðist prestur nokkur með konu sinni yfir Klettafjöllin. Eftir að þau höfðu afklætt litla drenginn sinn og komið honum í rúmið, fóru þau yfir í vagninn sem veitti bezt útsýni til að virða íyrir sér vetrarhimininn. Tíminn leið fljótt. Eftir langa stund kemur þangað maður og ávarpar fólkið sem stóð þar í þyrpingu, presturinn á meðal þeirra, og spyr: „Er nokkur hér sem á dreng klœddan rauðum náttkjól, og sem syngur eins og næturgali?“ For- eldrarnir gáfu sig fram, sjáanlega hrædd. En maðurinn hughreysti þau og sagði: „Það er ekkert að honum“, en bætti svo við hálffeiminn: „Það erum við sem eitt- hvað er að. Ert þú ekki prestur? Dreng- urinn hefir verið að syngja og prédika fyrir okkur. Viltu gjöra svo vel að koma með mér? Ekki þú, frú, drengnum er óhætt, og presturinn kemur bráðum með hann með sér“. Presturinn talaði nokkur orð við konu sína og fylgdist svo með manninum fram í fremsta vagninn. Þeir urðu að ganga gegnum 13 vagna áður en þeir komust þangað. Þegar þeir opnuðu dyrnar á reyk ingavagninum staðnæmdust þeir til að hlusta og líta í kring um sig. Uppi á einu borðinu stóð lítill drengur rjóður í andliti og talaði með skýrri barns- röddu: „Eruð þið tilbúnir? Pabbi segir að brúðguminn sé Jesú, og hann vill að allir séu tilbúnir þegar hann kemur, það er af því að hann elskar ykkur alla“. Svo söng hann sálminn sem að líkindum hefir fest sig bezt í minni hans: „Ert þú reiðubú- inn, ert þú reiðubúinn að mæta brúð- gumanum þegar hann kemur?“ Hann hefir sungið þetta fyrir okkur aftur og aftur, sagði maðurinn wð prest- inn. „Ég stóðst það ekki lengur. Hann sagði að þú mundir biðja fyrir okkur“. Þegar þeir komu inn í vagninn þangað sem drengurinn var, leit hann barnslega en alvarlega á föður sinn og sagði: „Þá langar til að vera viðbúnir“. Svo tók faðir- inn hann í faðm sér og bað til Guðs eins og hann hafði aldrei beðið áður, fyrir þess- um mönnum sem safnast höfðu saman kring um drenginn. Nokkrum augnablikum seinna fór prest- urinn með barnið yfir í svefnklefann þar sem móðirin beið þeirra áhyggjufull. Svo sneri hann aftur og talaði við mennina. Fjórir þeirra höfðu þegar ásett sér að þeir vildu vera viðbúnir þegar Jesús kemur. Þar á meðal var auðvitað maðurinn, sem leitaði uppi föður drengsins, „Spila Jim“. C. O. G. ______________*______________ John Krasoveck sótti um leyfi til að koma á fót ölsölustofu rétt hjá „Memorial Palace Park“ í Pueblo. Næsta mánudag eftir að umsóknin var send inn, kom sendi- sveit með mótmæli gegn ölsölu. Það voru 30 drengir og stúlkur, sem komu með beiðni um að ölsöluleyfið yrði ekki veitt. Þetta var undirritað af 78 börnum. For- maður nefndarinnar, John E. Hill, sagði hálfspaugandi: „Þið komið með mótmæli til borgarinnar“. Ungur drengur svaraði hiklaust: „Við mótmælum ölsöluleyfinu, þið takið það til greina“. Beiðnin var orðuð þannig: „Vér börn skattgjaldendg í nágrenni við fjórtánda og Santa Fe mótmæíum því að nokkur fái leyfi til að selja áfengi í nágrenni við heimili vor. Vér álítum það skaðlegt og hættulegt svo vér leitum aðstoðar borgar- stjórnar til að vernda oss frá slíkri hættu, sem áfengissalan orsakar fyrir líkamlega og siðferðislega velferð vora“. Neðan und- ir stóðu nöfn og utnáskriftir 78 barna í Pueblo Colorado. Þegar þessir drengir og stúlkur höfðu lokið máli sínu, sem þau sjálf fluttu, eng- ir af foreldrum þeirra voru viðstaddir, þá var beiðninni um ölsöluleyfið kastað í ruslakörfuna. Daníel A. Poling

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.