Stjarnan - 01.09.1949, Síða 3
STJARNAN
67
að syngja honum lof fyrir hans mikla kær-
leika og eilífu fórn. Þegar við sjáum til
fulls kærleika guðs, þá skiljum við bezt
hversu viðbjóðsleg syndin er. Þegar vér
sjáum hversu löng sú björgunarfesti er,
sem oss hefur verið rétt til þess að frelsa
oss, og skiljum að nokkru þá eilífu fórn,
sem Kristur hefur framborið fyrir vora
hönd, þá verður hjartað gagnt'ekið af inni-
legri viðkvæmni og djúpri iðrun.
E. G. W.
______________*______________
Guði helgað líf
Þegar Róbert Moffat var drengur, var
hann sá eini sem hafði gengið inn í söfn-
uðinn í heilt ár í lítilli kirkju á Englandi.
Sóknarnefndin brigslaði prestinum um að
hann hefði leitt aðeins einn inn í söfnuð-
inn og það væri drengur. En Róbert Mof-
fat þó ungur væri kenndi 1 brjóst um
gamla prestinn í sorg hans, fór til hans
lagði hendina á handlegg hans og spurði:
„Heldur þú, ef ég legg hart að mér til að
ná menntun, að ég geti orðið prédikari?“
„Prédikari. Já, ef til vill kristniboði“.
Svo varð löng þögn. Augu gamla prests
ins fylltust tárum. Loks sagði hann:
„Þetta læknar hjartasorg mína, Róbert.
Ég sé Guðs handleiðslu nú. Guð blessi
þig drengur minn. Já ég held þú getir orð-
ið prédikari“.
Mörgum árum seinna kom aldraður
kristniboði frá Afríku heim til Lundúna-
borgar. Þetta var skrifað um hann: „Þeg-
ar hann kom inn í samkomusal stóð fólk-
ið upp. Þegar hann talaði á samkomu var
djúp þögn. Konungasynir tóku ofan fyrir
honum, aðalsmenn buðu honum til heim-
ila sinna. Hann bætti heilu fylki við kirkju
Krists á jörðunni og leiddi til frelsarans
hinn viltasta Afríkuhöfðingja. Hann þýddi
Biblíuna á mál viltra heiðingja. Hann er
til heiðurs fæðingarbæ sínum, skosku
kirkjunni, brezka ríkinu og trúboðsmál-
efninu.“
Þessi eini unglingur, sem gekk í söfnuð-
inn ásetti sér að fórna Guði lífi sínu, og
hann varð einn af helztu kristniboðum
heimsins.
V. Hvar verður eilífðar heimkynni
hinna réttlátu?
1. Til hvers kom Jesús í heiminn?
„Mannsins Sonur er kominn til að leita að
hinu týnda og frelsa það“.
2. Hvaða fjórar gjafir veitti Guð mann-
inum?
Líf. „Guð Drottinn myndaði manninn
af jarðarleir og blés lifandi anda í hans
nasir, og svo varð maðurinn að lifandi
sálu“. IMós. 2:7.
Hreint heilagt hugarfar. „Og Guð
sagði: „Vér viljum gjöra manninn eftir
mynd og líkingu vorri.“ IMós. 1:26. „Guð
gjörði manninn beinan, en þeir leita
margra króka“. Préd. 7:29.
Indœlt heimili. „Og Guð Drottinn plant
aði aldingarð í Eden mót austri, og setti
þangað manninn sem hann hafði skapað“.
IMós. 2:8.
„Og Guð leit yfir alt sem hann hafði gjört,
og sá það var harla gott“. IMós. 1:31.
Yfirráð yfir jörðinni. „Og Guð blessaði
þau og sagði: „Verið frjósöm, margfaldist
og uppfyllið jörðina og gjörið ykkur hana
undirgefna. Drotnið yfir fiskum sjávarins
og yfir fuglum loftsins, og yfir öllum dýr-
um, sem hrærast á jörðinni“. IMós. 1:28.
3. Hvað missti maðurinn vegna ó-
hlýðni sinnar?
Hann missti lífið. „Laun syndarinnar
er dauði“. Róm. 6:23. „Af skilningstrénu
góðs og ills máttu ekki éta, því á hverj-
um degi sem þú etur af því skaltu vissu-
lega deyja“. IMós. 2:17.
Hann missti hreinleík hugarfarsins, og
ímynd Guðs, svo hann varð hræddur við
Guð. „Ég heyrði þína rödd í aldingarðin-
um og varð hræddur því ég var nakinn og
faldi mig“. IMós. 3:10.
Hann missti heimili sitt. „Þá lét Guð
Drottinn hann í burt úr aldingarðinum í
Eden til að yrkja jörðina, sem hann var
tekinn af. Og hann rak Adam burt, og
setti Kerúbím fyrir austan Edens garð,
með loga hins brugðna sverðs, til að
geyma veginn að lífsins tré“. IMós.
3:23.-24.
Hann missti yfirráðin yfir jörðinni í
hendur satans. „Þar eftir- fór djöfullinn
með hann upp á hátt fjall, og sýndi hon-
C. O. G.