Stjarnan - 01.10.1949, Síða 1
STJARNAN
OKTÓBER, 1949 LUNDAR, MANITOBA
Syndajátning
„Sá, sem felur yfirsjónir sínar, mun ei
verða lánsamur, en sá, sem meðgengur
þær og lætur af þeim, mun miskun hljóta.“
Skilyrðin fyrir því að öðlast náð guðs
eru réttvís, einföld og sanngjörn. Drottinn
heimtar ekki af oss að inna neinar þrautir
af hendi til þess að geta öðlast syndafyrir-
gefningu. Vér þurfum ekki að fara langar
og erfiðar pílagrímsferðir eða leggja á oss
meinlæti til þess að fela sálu vora guði
himnanna eða bæta fyrir brot vor, en sá,
sem kannast við synd sína og lætur af
henni, skal miskun hljóta.
Svo segir postulinn: „Játið hver fyrir
öðrum yðar yfirsjónir og biðjið hver fyrir
öðrum, svo að þér verðið heilbrigðir."
Játið syndir yðar fyrir guði, sem einn get-
ur fyrirgefið þær, og yfirsjónir yðar hver
fyrir öðrum. Ef þú hefur móðgað vin þinn
eða nágranna þá átt þú að játa yfirsjón
þína, og er honum skylt að fyrirgefa þér
fúslega. Því næst átt þú að biðja guð fyrir-
gefningar, því að sá bróðir, sem þú hefur
sært, heyrir guði til, og þú hefur syndgað
móti skapara þínum og endurlausnara með
því að vinna honum mein. Málið er lagt
fyrir hinn eina sanna milligöngumann,
vorn mikla æðstaprest, „sem freistað er á
allan hátt eins og vor, þó án syndar“ og
„sampínst getur vorum veikleika." Hann
getur afmáð sérhvern ranglætis-blett.
Þeir, sem ekki hafa auðmýkt sálir sínar
fyrir guði, hafa eigi enn uppfyllt hið fyrsta
skilyrði, sem sett er fyrir því að guð taki
þá að sér. Vér höfum aldrei í sannleika
sótzt eptir syndafyrirgefningu, ef vér höf-
um ekki reynt það apturhvarf, sem enginn
iðrast eptir, játað syndir vorar með sannri
auðmýkt og sundurkrömdum anda og
fengið viðbjóð á ranglæti voru. Og ef vér
höfum aldrei leitað friðar guðs, þá höf-
um vér aldrei fundið hann. Eina ástæðan
til þess, að vér höfum ekki fengið fyrir-
gefningu fyrir drýgðar syndir, er sú, að
vér erum ekki fúsir til að auðmýkja hjörtu
vor og laga oss eptir skilyrðum þeim, er
guðs orð setur. Vér höfum fengið greini-
lega fræðslu um þetta efni. Syndajátning-
in á að vera hjartanleg, og ekkert má
draga undan. Það á ekki að neyða syndar-
ann til hennar. Það á ekki að játa syndir
sínar með léttúð og kæruleysi og það á
ekki að knýja þá til syndajátningar, sem
ekki hafa ljósa hugmynd um hið viðbjóðs-
lega eðli syndarinnar. Sú játning, sem
kemur frá innsta grunni hjartans, kemst
fyrir eyru hins eilífa, miskunsama guðs.
Svo segir sálmaskáldið hebreska: „Drott-
inn er þeim nálægur, sem hafa sundur-
kramið hjarta, og frelsar þá, sem hafa nið-
urbeygðan anda.“
Sönn syndajátning er ætíð sérstakleg
og játar hinar einstöku syndir. Þeim getur
verið þannig varið, að þær eigi að játa
fyrir guði einum; þær geta verið fólgnar
í yfirsjónum, sem á að játa fyrir þeim
mönnum, er þær hafa orðið til tjóns; þær
geta snert almenning, og þá á að kannast
við þær opinberlega. En öll játning á að
vera ákveðin og greinileg; þú átt að játa
einmitt þær syndir, sem þú hefur gjört
þig sekan í.
Á dögum Samúels viku ísraelsmenn af
guðs vegum. Þeir urðu að þola hinar illu
afleiðingar syndarinnar, því að þeir höfðu
misst trúna á guði. Þeir höfðu misst sjónar
á mætti hans og speki í handleiðslu þjóðar-
innar, misst traust sitt á því, að hann væri
fær um að vera málsvari þeirra. Þeir
gjörðust fráhverfir hinum mikla alheims-
stjórnara og æsktu eptir samskonar stjórn
og nágrannaþjóðirnar höfðu. Áður en þeir
hlutu frið, gjörðu þeir þessa greinilegu
játningu: „Vér höfum bætt þeirri vonzku
ofan á allar vorar syndir, að vér höfum
beiðzt konungs.“ Þeir urðu að játa sömu