Stjarnan - 01.10.1949, Síða 3

Stjarnan - 01.10.1949, Síða 3
STJARNAN 75 VI. Þúsund ára ríkið 1. Hvaða jimm atburðir einkenna byrj- un þúsund ára ríkisins? Endurkoma Krists. „Sjálfur Drottinn mun með ákalli, með höfuðengils raust og með Guðs lúðri af himni niður stíga; og þeir sem í Kristi eru dánir munu fyrst upp rísa; síðan munum vér sem eftir erum lif- andi, verða hrifnir til skýja ásamt þeim til fundar við Drottinn í loftinu, og munum vér síðan með Drotni vera alla tíma.“ 1 þess. 4:16.17. „Sæll og heilagur er sá, sem hlutdeild tekur í þeirri fyrri upprisu, yfir þeim hefir sá annar dauði ekkert vald, heldur munu þeir vera kennimenn Guðs og Krists og ríkja með honum í þúsund ár.“ Op. 20:6. Þetta er upprisa réttlátra. Hinir óguðlegu eyðileggjast. „Þá mun hinn guðlausi koma í ljós og honum mun Drottinn Jesús tortýna með anda síns munns, og að engu gjöra þá hann birtist dýrðlega í tilkomu sinni.“ 2 þess. 2:8. Allir þeir réttlátu verða teknir til himins. „Jesús settist til hægri handar guðlegri hátign á hæðum, eftir það hann fyrir sjálfan sig með dauða sínum, hafði hreinsað oss frá syndunum.“ Hebr. 1:3. „Þá mun ég koma aftur og taka yður til mín, svo að þér séuð þar sem ég er.“ Satan verður bundinn. Öll Guðs börn vera komin til himins. Allir þeir óguðlegu liggja dauðir, svo satan hefir ekkert að hafast að. Hann er bundinn af þessum kringustæðum í þúsund ár. „Hann tók drekann, þann gamla höggorm, sem er djöfull og satan, og batt hann um þúsund ár.“ Op. 20:2. 2. Hvað verður ástand jarðarinnar gegn um þúsund árin? Jörðin verður myrk og í eyði. „Ég lít á jörðina, sjá, hún er í eyði og tóm, og til himins, og ekkert ljós er á honum. Ég lít til fallanna, og sjá þau bifast, og allar hæð- ir ruggast. Ég litast um og sjá, þar er enginn maður, og allir fuglar himinsins eru burt fældir. Ég lít í kring um mig, og Karmel- fjall er eyðilagt og allir þess staðir niður brotnir fyrir augliti Drottins, fyrir hans brennandi reiði.“ Jer. 4:23—26. Óguðlegir allir dauðir. „Þeir sem Drott- inn hefir að velli lagt liggja á þeim sama tíma frá einum enda jarðarinnar til ann- ars, þeir eru ekki harmaðir, ekki burt dregnir, og ekki verða þeir jarðaðir, að áburð á vellinum verða þeir.“ Jer. 25:33. Enginn er til að syrgja þá né jarða. Satan er bundinn. Hann hefir ekkert að gjöra. ' Hinir réttlátu ríkja með Kristi og hafa dómsvald með honum. „Þá sá ég hásæti, þeim sem á þeim sátu var gefið dómsvald. Líka sá ég sálir þeirra, sem höfðu verið hálshögnir fyrir vitnisburð Jesú og orð Guðs, og þeirra sem ekki höfðu tilbeðið dýrið eða þess líkneskju og ekki höfðu þess merki á enni sér eða hendi. Þeir lifðu og ríktu með Kristi í þúsund ár.“ Op. 20:4. „Hver yðar getur fengið það af sér, ef hann hefir mál öðrum á móti, að láta það koma undir dóm heiðinna, en ekki heldur undir dóm heilagra? Vitið þér ekki að hinir heilögu munu heiminn dæma. Ef heimurinn verður af yður dæmdur, eruð þér þá óverðugir að dæma í mihstu mál- um? Vitið þér ekki að vér munum englana dæma, því þá ekki hið tímanlega? 1 Kor. 6:1—3. 3. Hvað mun eiga sér stað við lok þús- und ára ríkisins? Hinir óguðlegu verða reistir upp. (Þeir sem ekki risu upp í fyrri upprisunni). „En aðrir dauðir lifnuðu ekki fyr en þau þúsund ár voru liðin.“ Op. 20:5. Satan verður leystur úr jangelsinu. Hann fær tækifæri til að hafast eitthvað að. „Þá mun hann ganga út til að afvega- leiða þjóðirnar." Op. 20:8. Borgin helga kemur niður jrá himni. „Ég sá nýjan himin og nýja jörð . . . Ég sá borgina helgu, þá nýju Jerúsalem stíga niður af himni frá Guði, búna sem brúði er skartar fyrir manni ,sínum.“ Op. 21:1—2. Satan sajnar hinum óguðlegu til að um- kringja borgina helgu. „Þeir fóru upp á flatlendið og umkringdu herbúðir heil- agra og þá elskuðu borg en þá fór eldur af himni ofan og eyddi þeim. Guð skapar nýjan himin og nýja jörð. „En eftir hans fyrir heiti væntum vér nýs himins og nýrrar jarðar þar sem réttlætið mun búa.“' 2 Pét. 3:13. 4. Hverjir munu já inngang í borgina og erja nýju jörðina? Guðs fólk. „Ég heyrði mikla rödd af

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.