Stjarnan - 01.10.1949, Blaðsíða 6
78
STJAKNAN
Texti handa þér
Guð hefir texta handa þér í sinni
heilögu bók, boðskap frá himnum til að
mæta þörfum þínum í dag. Hvernig getur
þú fundið þennan téxta? Þegar þú fer í
búð þá lítur þú yfir það sem er í hyllun-
um. Þar er margt nytsamt, en þú veitir því
litla eftirtekt. Þú vilt finna einmitt það
sem þú þarfnast í dag. Þannig er það einn-
ig með Biblíu þína, þú þarft að finna það
sem þér ríður mest á að fá í dag.
Vel hvaða bók í Biblíunni sem þú vilt,
les hana með eftirtekt. Þú finnur ef til
vill það sem mætir þörfum þínum áður
en þú hefir lesið hálfa blaðsíðu. Eða þú
verður að lesa einn eða tvo kapítula. Bið
Guð að tala til hjarta þíns og láta þig
finna það sem þú þarfnast. Hann mun bæn-
heyra þig.
Þegar þú hefir fundið textann þá lærðu
hann utanbókar. Endurtaktu hann aftur
og aftur með sjálfum þér yfir daginn.
Hugsaðu um hann, segðu vinum þínum frá
honum. Svo á morgun leitaðu að öðrum
gimsteini og notaðu hann á samahátt. Það
er dásamlegt hvernig Guð með orði sínu
hughreystir og hjálpar oss. Ef vér erum
niðurbeygðir og kjarklitlir er það þá ekki
hughreystandi að vita að „Alt megna ég
fyrir hans hjálp, sem mig styrkan gjörir.“
Fil. 4:13.
Annar dagur getur flutt þér áminningu
til dæmis: „Sá, sem hefir þessa heims auð-
æfi og sér bróður sinn líða neyð og aftur-
lykur hjarta sínu fyrir honum, hvernig
getur elskan til Guðs verið staðföst með
honum.“ 1 Jóh. 3:17.
Næst getur komið fullvissan um von
Guðs barna: „Guð mun þerra hvert tár af
augum þeirra, dauðinn mun ekki framar
til vera, hvorki harmur, vein né mæða mun
framar til vera, því hið fyrra er farið.“
Op. 21:4.
Þegar þú hefir fundið texta sem hugs-
valar hjarta þínu, þá hneig höfuð þitt og
þakka Guði fyrir að leiðbeina þér. Vera
má þú finnir texta sem nær langt út
yfir daginn, og verður leiðarstjarna þín alt
í gegn um lífið. Charles Spurgeon var
leiddur til að helga Guði líf sitt, þegar hann
sem drengur heyrði Jes, 45:22: „Snúið yður
til mín og látið frelsast, þér gjörvöll endi-
mörk jarðarinnar.“ í 31 ár hafði hann 5
þúsund áheyrendur tvisvar í viku í sömu
kirkjunni. Hann áleit að framgangur starfs
hans hefði bygst á hugsjón þeirri, sem hann
öðlaðist þegar hann heyrði þennan texta
lesinn.
Davíð Livingstone fór til Afríku sem
brautryðjandi trúboði. Að minsta kosti 30
sinnum veiktist hann af hitasótt. Ljón
knúsaði annan handlegg hans. Innfæddu
mennirnir voru honum oft óvinveittir.
Konan hans dó. Takið eftir hvað Living-
stone sagði:
„Langar þig til að vita hvað hélt mér
uppi í öll þessi ár í útlegðinni, hjá fólki
hvers tungumál ég skildi ekki, sem ég gat
aldrei treyst, og sem oft var mér óvin-
veitt? Það var þetta loforð: „Sjá, ég er með
yður alla daga, alt til veraldarinnar enda.“
Matt. 28:20.
Þegar Livingstone fann þennan texta,
þá fann hann það sem nægði honum, ekki
aðeins fyrir yfirstandandi dag, heldur fyrir
alt lífið. N. F. Pease
-------------*-------------
Lífsins Ijósið í bókinni
„Fleiri og fleiri bæði heima og í öðrum
löndum, að því er skýrslur sýna, hafa nú
farið að lesa Biblíuna til að leita sér hjálp-
ar og huggunar.“
í þessum truflaða heimi getur Biblían
sýnt þeim veginn sem sækjast eftir ljósi
og leiðbeiningu. Miljónir manna hafa þrá
og löngun eftir þeirri hjálp og hugsvölun,
sem Guðs orð hefir að geyma. 1 Biblíunni
finna menn og konur svar upp á vanda-
mál sín, ljós í myrkrinu og frið fyrir sitt
órólega hjarta.
Biblían gefur manni þá bestu leiðbein-
ingu sem hægt er að fá. „Þinna orða út-
skýring upplýsir og gjörir þá einföldu
vísa.“ Sálm. 119:130. Vér verðum að lesa
bókina meir en vér gjörum til þess ljós
hennar geti skinið. Ég hugsa öll heimili í
landinu hafi Biblíu, en hversu fáir þeir
eru sem með bæn til Guðs lesa hana til að
fá persónulega hjálp, ljós og leiðbeiningu.
„Hver sem les Biblíuna með bæn til Guðs,
og löngun eftir að þekkja sannleikann til
að geta fylgt honum, mun öðlast guðlega
leiðbeiningu.“