Stjarnan - 01.10.1949, Page 7
STJARNAN
79
Það er ekki aðal atriði hve mikið vér
lesum, heldur hve vel vér lesum. Ef vér
eigum að hafa verulegt gagn af Biblíu-
lestrinum, þá þurfum vér að hugsa um
hvað það meinar sem vér lesum, og hvað
það kennir oss. Vér eigum að lesa Biblíuna
með það takmark fyrir augum að þroska
guðrækilegt líferni. Vér þurfum að læra að
'hlýða skipunum hennar, og nota okkur af
fyrirheitum hennar. Þetta er eini vegur-
inn til að geta skilið breidd, lengd, dýpt og
hæð hreinleikans og friðarins, sem orðið
hefir að geyma.
Því meir sem vér lesum og hugleiðum
orðið, því skærara mun ljós þess skína fyrir
oss, og veita oss óumræðilegan frið og
öruggleik. Engin nýtízku uppfynding getur
komið í stað Biblíunnar. Vér þurfum nú,
fremur en nokkru sinni fyr leiðarljós til
að lýsa oss gegn um myrkur, óreiðu og ang-
ist þá sem nú grúfir yfir heiminum. Vís-
indamenn vorra tíma geta ekki framleitt
slíkt ljós. Guðs orð er hið eina örugga,
áreiðanlega ljós, sem getur lýst oss gegn
um komandi daga.
Það er dimman sem gjörir ljósið svo
velkomið og ómissandi. Það er einmitt í
skugganum sem þetta blessaða Guðs ljós
lýsir með himneskri birtu. Sælir eru þeir
sem hafa reynslu fyrir þessu. Margar bæk-
ur hafa verið ritaðar um Krist og Biblíuna,
en það er bókin sjálf, sem veitir hinum
þreytta ljós og styrk, og 'hinum óttaslegna
frið og öryggi. Tökum til dæmis 23. sálm
Davíðs og 14. til 17. kaítula í Jóhannesar
Guðspjalli.
Ég hef einhverstaðar lesið að Alexander
mikli hafi sofið með skáldskap Homers
undir koddanum. Jafnvel hinn mikli sigur-
vegari þurfti eitthvað annað en vopn og
hermenn. Vér þurfum þess líka. Vér þurf-
um hugsjón að lifa fyrir. Vér þurfum ljós
og leiðbeiningu. Vér þurfum tryggingu,
eitthvað sem vér getum reitt oss á. Vor
himneski faðir vissi þetta frá öndverðu, og
sá oss fyrir því sem mætt gæti þörf vorri.
Hans heilaga orð veitir oss einmitt alt sem
vér þurfum. Lesum því Bókina, íhugum
það, sem vér lesum, og fylgjum leiðbein-
ingum hennar. Það er vegurinn til friðar
og sannrar, varanlegrar hamingju.
Ernesi Lloyd
Kraftverk nútímans
Ef þú hefðir heimsótt þorp nokkurt á
Nýju Guineu fyrir fáum árum síðan, þá
hefðir þú að líkindum mætt þar ungum inn
fæddum manni, sem varði öllum tíma sín-
um til að fylgja heiðnum siðum og veiða
menn.
Kristniboði kom til þorpsins og boð-
skapur hans hreif hjarta unga mannsins,
svo hann ásetti sér að ganga á trúboðskóla
vorn. Bæði vinir hans og óvinir hentu
gaman að því að Fiole skyldi ætla sér að
ganga á skóla, en hann lét það ekki hindra
sig.
Hann var nógu lengi á skólanum til
að sýna að líf hans var gjörbreytt. Hann
lagði niður alla heiðna siði og gjörðist
starfsmaður Guðs ríkis, og ferðaðist nú
fram og aftur um héraðið til að prédika
fagnaðar erindið, þar sem hann áður hafði
verið á mannaveiðum.
Nú bar svo til í einu þorpi í nágrenninu
að fólkið misti höfðingja sinn. Það kendi
Fiole um að hann hefði með einhverju
töfraafli orsakað dauða höfðingjans, svo
þeir voru alráðnir í að drepa Fiole. En
þeir komu því aldrei í framkvæmd.
Nokkru seinna mætti trúboðinn C. E.
Mitchell formanni flokksins, sem ætlaði
að drepa Fiole og spurði hvort það væri
satt að þeir hefðu ásett sér að drepa Fiole.
„Já,“ svaraði foringinn, „og við hefðum
gjört það hefðir ekki þú og hinir trúboðarn-
ir komið og safnast umhverfis hann.“
„Ég var ekki hjá Fiole í þorpinu, ég var
heima á minni trúboðstöð, og það er
þriggja daga ferð á milli.“
„Víst varst þú þar “ sagði maðurinn
„Ég sá þig sjálfur, og hina trúboðana með
þér.“
Vér verðum að trúa því sem Fiole sjálf-
ur er líka sannfærður um, að sá Guð, sem
frelsaði hann frá myrkri heiðninnar og
gaf honum nýtt hjarta, sendi engla sína
honum til verndar þegar líf hans var í
hættu.“ L.E.C,
_____________*_____________
Mér er ekkert áhugamál að Guð sé mín
megin, en ég vona og bið án ajfláts að ég
megi finnast Guðs megin.
—Abraham Lincoln