Stjarnan - 01.10.1949, Blaðsíða 8
80
STJARNAN
STJARNAN Authorized as second class
mail, Post Office Depart-
ment, Ottawa. Published monthly. Price $1.00
a year. Publishers: The Can. Union Conference
of S. D. A., Oshawa, Ontario.
Ritstjórn og afgreiðslu annast:
MISS S. JOHNSON, Lundar, Man„ Can.
„Ég hef séð hann“.
„Hefir þú nokkurn tíma heyrt gleði-
boðskapinn?“ spurði trúboðinn Kínverja
nokkurn.
„Nei. En ég hef séð hann“, svaraði Kín-
verjinn. „Ég þekki mann, sem allir í byggð
inni voru hræddir við. Hann var stundum
alveg eins og villidýr. Hann reykti líka
ópíum. Þegar hann tók trú á Jesúm breytt
ist hann algjörlega. Nú er hann auðmjúk-
ur, aldrei vondur, og hann hefir hætt að
reykja ópíum. Af þessu get ég séð að
kristna trúin er góð“. C. O. G.
______________*______________
Enskur lyfsali hefir fundið upp bragð-
gott meðal til þess að þvo innan munn-
inn, sem hann ábyrgist að lækni og útiloki
löngun manna í tóbak. Þegar maður eftir
að nota þetta meðal, kveikir í pípu, vindil
eða vindlingi þá kemur svo voðalega vont
bragð í munninn. Þessi lækning endist
um fjóra klukkutíma og hvað hafa reynst
vel til að hjálpa mönnum að hætta að
reykja.
------------*------------
Guð elskaði svo heiminn að hann gaf
son sinn til að frelsa hann. Guðs börn elska
frelsara sinn, svo þau skoða það einkarétt-
indi sín að gefa til eflingar hans ríkis, ekki
eingungis tíund af tekjum sínum heldur
alí sem þau geta sparað. Þau vita að þeir
sem leita fyrst Guðs ríkis fá allar nauð-
synjar lífsins í viðbót. Lúk. 6:33.
______________*______________
Sjöunda dags Aðventistar áforma þenn-
an og næsta mánuð að skjóta saman 425
þúsund dollurum eða þar yfir, 200 þúsund
eiga að fara til að byggja upp trúboðs og
líknarstarf þeirra þar sem þörfin er mest,
en 225 þúsund eiga að fara til að bæta úr
hungursneyð og klæðleysi í Evrópu.
Það er hugrekki sem heimurinn þarfn-
ast, en ekki óskeikulleiki.
—Wilfred Greenfell
♦ ♦ ♦
„Ekkert nema það besta sem hægt er
að gjöra, er nógu vel gjört.
—W. Carson
♦ ♦ ♦
Flestir skug'gar í lífi voru orsakast af því
að vér sjálfir skyggjum á sólina.
—R. W. Emerson
_____________*______________
Smávegis
Sagt er að rottur eyðileggi tveggja bil-
jón dollara virði árlega í Bandaríkjunum.
Helmingurinn af því matvörur.
♦ ♦ ♦
Congregational kirkjufélagið hefir
fleiri safnaða meðlimi beldur en nokkur
önnur mótmælenda kirkja — 19,229,571.
-♦ ♦ ♦
Leonardo da Vinci málaði hið fræga
listaverk sitt, Mona Lisa, með vinstri hend-
inni.
♦ ♦ ♦
Hve mikið af varalit étur kvennmaður
að meðaltali sem málar varir sínar? Betty
Van Gasse, sem ferðast fyrir andlitsfegurð-
ar vöru félag segir það nemi um 9 stengur
af varalit á ári, eða þar yfir.
♦ ♦ ♦
Fjörutíu og tvö hundruðustu af bænda-
býlum í Ameríku hafa nú talsíma.
♦ ♦ ♦
Evrópa hefir um einn sextánda af land-
svæði heimsins, en þar býr einn fjórði hluti
mannkynsins.
♦ ♦ ♦
Forseti Bandaríkjanna þarf ekki vega-
bréf þegar hann heimsækir 'önnur ríki.
♦ ♦ ♦
Pravda, dagblað Communista í Moskva
áætlar að nemenda fjöldi í öllum skólum
þeirra séu als um 34,500,000.
♦ ♦ ♦
Meðan Rússar hindruðu samgöngur við
Berlín þá fluttu enskir og Ameriskir flug-
menn inn allar nauðsynjar, matvæli og
eldivið, auk þessa fluttu þeir út verk-
smiðjuvörur upp á 14 miljón dollara.