Stjarnan - 01.11.1949, Síða 1

Stjarnan - 01.11.1949, Síða 1
STJARNAN NÓVEMBER, 1949 LUNDAR, MANITOBA Að fela sig guði Fyrirheit guðs hljóðar svo: „Og þér munuð leita mín og finna mig; því þér munuð snúa yður til mín af öllu hjarta“. Vér verðum að fela oss að öllu leyti guði á hönd; að öðrum kosti getur sú breyting aldrei orðið á oss, að vér endur- nýjumst eftir hans mynd. Að eðlisfari er- um vér framandi fyrir guði. Heilagur andi lýsir ástandi voru með þessum orðum; „Dauðir í afbrotum og syndum“, „allt höf- uðið er sárt, allt hjartað krankt, frá hvirfli og allt til ilja er ekkert hreint“. Vér erum flæktir „í djöfulsins snöru“ „til að gjöra hans vilja“. Guð vill lækna oss og gjöra oss frjálsa. En með því að þetta útheimtir fullkomna umbreytingu og endurnýjun alls vors eðlis, verðum vér að fela oss að öllu leyti honum í hendur. Baráttan móti voru holdlega hugarfari er sú mesta barátta, sem nokkru sinni hef- ir verið háð. Vér þurfum að berjast harðri baráttu til þess að geta falið sjálfa oss að fullu og öllu guðs vilja á vald, en sálin verður að beygja sig fyrir guði áður en henni er auðið að endurnýjast í heilag- leikanum. Stjórn guðs er ekki grundvölluð á blindri undirgefni og ósanngjarnri yfir- drottnun eins og satan vill telja mönnum trú um. Hún snýr sér til skynseminnar og samvizkunnar. „Komið síðan og eig- umst lög við, segir drottinn“. Slík boð býð- ur skaparinn verum þeim, er hann hefur skapað. Guð beitir ekki kúgun við skepn- ur sínar. Hann getur ekki þegið þá þjón- ustu, er ekki er veitt fúslega og með fullu ráði. Sú undirgefni, sem eingöngu er af því sprottin, að maðurinn er til neyddur, mundi hindra alla sanna þróun sálarinnar og skapferlisins. Hún mundi gjöra mann- inn á borð við viljalausa vinnuvél. Þetta er eigi tilgangur skaparans. Hann vill að maðurinn, sem er dýrðlegasta verk hans, nái svo miklum þroska og fullkomnun sem auðið er. Hann leiðir oss fyrir sjónir, hversu mikla blessun hann vill veita oss með náð sinni. Hann býður oss að fela oss sér á hönd til þess að hann geti fram- kvæmt sinn vilja á oss. Vér eigum kost á að losna frá þrældómi syndarinnar ef vér viljum og fá hluttöku í hinu dýrðlega frelsi guðs barna. Þegar vér felum sjálfa oss guði, þá verðum vér að sjálfsögðu að láta af öllu því, er skildi oss frá honum. Þess vegna segir frelsarinn: „Þannig er því og varið með hvern af yður, sem ekki yfirgefur allar eigur sínar, að hann getur ekki verið minn lærisveinn“. Það verður að fjar- lægja allt, sem tælir hjartað burt frá guði. Mammon er hjáguð margra. Peningaelsk- an og auðæfafýknin eru hlekkirnir í hinni gullnu festi, sem tengir þá við satan. Aðrir keppa eftir virðingu og veraldlegum heiðri. Þá eru enn aðrir, er eyða æfi sinni í makindalífi og ábyrgðarleysi. En þessa þrældómshlekki verður að brjóta. Vér get- um ekki þjónað guði og heiminum í einu. Vér erum ekki guðs börn, nema því að eins, að vér heyrum honum algjörlega til. Sumir segjast vera í þjónustu guðs og reiða sig þó eingöngu á sína eigin ástund- un til þess að hlýða lögum hans, vekja og glæða hjá sér rétt hugar far og öðlast sáluhjálpina. Hjörtu þeirra hrærast ekki af djúpri tilfinningu um kærleika Krists, en þeir leitast við að uppfylla skyldur hins kristilega lífernis, svo sem væri það nokkuð, er guð krefðist af þeim til þess að veita þeim inntöku í himininn. Slík trú er þýðingarlaus. Þegar Kristur býr í hjartanu, verður sálin full af kærleika hans og þeirri gleði, sem leiðir af sam- félaginu við hann, svo að hún heldur fast

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.