Stjarnan - 01.11.1949, Blaðsíða 2

Stjarnan - 01.11.1949, Blaðsíða 2
82 STJARNAJM við hann. Og þegar vér höfum hugann fastan á honum munum vér gleyma sjálf- um oss. Kærleikurinn til Krists verður þá rót allra verka vorra. Þeir, sem finna að þeir eru knúðir af kærleika guðs, munu ekki spyrja um það, hvað þeir geti komizt af með minnst til þess að uppfylla kröfur hans. Þeir munu ekki spyrja hvað sé það minnsta, sem er heimtað, heldur munu þeir leitast við að komast í fulla'samhljóð- un við vilja frelsara síns. Þeir munu fela honum allt með innilegri þrá til hans og sýna áhuga, sem er samboðinn því háleita takmarki, sem þeir leitast við að ná. Það er hégómamál að segjast tilheyra Kristi, ef þessi innilegi kærleikur er ekki fyrir hendi. Það er eintómt form; það er þungur þrældómur. Finnst þér það vera of stór fórn að fela allt Kristi á hönd? Spurðu sjálfan þig að þessari spurningu: Hvað hefur Kristur gjört fyrir mig? Guðs sonur gaf allt; — hann sýndi kærleika, leið pínu og lét líf sitt til þess að vér yrðum endurleystir. Getur það verið mögulegt, að vér sem erum svo óverðugir þessa mikla kærleika, viljum halda hjörtum vorum íjarlægum honum? Vér höfum notið blessunar hans náðar á hverju augnabliki æfi vorrar; fyrir því getur oss eigi skilizt til fulls, hversu mikið það vanþekkingar og eymdardjúp er, sem vér höfum verið frelsaðir úr. Get- um vér virt hann, sem stunginn var vegna vorra synda, fyrir oss og haldið þó áfram að lítilsvirða kærleika hans og fórn? Þeg- ar vér hugleiðum það hversu djúpt drott- inn dýrðarinnar lítillækkaði sig, höfum vér þá rétt til að mögla af því að oss er ekki auðið að öðlast inngang til lífsins, án þess að heyja stranga baráttu og lítillækka sjálfa oss? Mörg stærilát hjörtu spyrja á þessa leið: Hvers vegna á ég að vera að iðrast og lítillækka mig áður en ég veit með vissu að guð muni veita mér viðtöku? Þeim, sem svo spyrja, vísa ég til Krists. Hann var syndlaus og meira en það; hann var höfðingi himinsins, en hann þoldi sömu kjör og syndari vegna mannanna. Hann „var með illræðismönnum talinn“; „hann bar margra syndir, og bað fyrir af- brotamönnum“. En hvað er það þá, sem vér látum af hendi, þegar vér fáum honum allt, sem vér höfum? — Það er hjarta syndum saurgað, er Jesús verður að þvo í blóði sjálfs síns og frelsa vegna síns óviðjafn- anlega kærleika. Og þó finnst mönnum það hart að láta allt af hendi. Ég blygðast mín fyrir að heyra slík orð; ég blygðast mín fyrir að skrifa þau. Guð heimtar ekki að við látum neitt það af hendi, er oss má vera gagn að. Hann hefur farsæld barna sinna hvívetna fyrir augum. Ég vildi óska, að öllum þeim, er ekki hafa valið Krist fyrir frelsara, gæti skilizt, að það, sem hann býður þeim, er óendanlega betra en það, sem þeir sækj- ast sjálfir eftir. Mennirnir vinna sálum sjálfra sín hið mesta ógagn og fremja hina mestu rangsleitni gagnvart þeim, þegar þeir hugsa og breyta svo, sem gagnstætt er vilja guðs. Það er enga sanna gleði að finna á þeim vegum, sem hann hefur bann- að að ganga, því að hann veit, hvað bezt er, og hagar öllu svo, sem skepnum hans má bezt henta. Vegur afbrotanna er veg- ur eymda og eyðileggingar. Það er mikill misskilningur að ætla, að guði sé ánægja að því, að sjá að börn hans eigi við illt að búa. Öllum íbúum himinsins er annt um farsæld mannanna. Faðir vor á himnum varnar eigi neinni af skepnum sínum gleðinnar. Boðorð guðs krefja þess að vér forðumst þær nautnir, sem valda þjáningum og vonbrigðum og útiloka oss frá hamingjunni og himnaríki. Endurlausnari heimsins tekur mennina að sér eins og þeir eru, þrátt fyrir alla þeirra bresti, ófullkomleika og veikleika. Og hann vill ekki aðeins þvo burtu syndina og endurleysa oss með blóði sínu; hann vill einnig fullnægja þrá allra þeirra, sem bera hans ok og taka byrði hans sér á herðar. Það er tilætlun hans að veita öllum þeim frið og hvíld, sem koma til hans til þess að öðlast lífsins brauð. Hann krefst þess eins, að vér innum af hendi þær skyldur, er veita oss hlutdeild í þessari himnesku blessun, sem hinum óhlýðnu getur aldrei hlotnast. Hið sanna farsældarlíf sálarinn- ar er í því fólgið, að Kristur fái bústað í hjartanu; hann sem er „von dýrðarinnar“. Margir spyrja: Hvernig á ég að fela mig guði á hönd? Þú vilt fela þig honum, en siðferðisþrek þitt er lítið. Þú ert í

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.