Stjarnan - 01.11.1949, Blaðsíða 6
86
STJAKNAN
Hvað er vinur?
Þeir sátu í sandinum á sjávarströndinni
og töluðu um vináttu og vini.
„Vinur er gimsteinn sem lýsir bezt í
dimmu mótlætisins", sagði falleg ung
stúlka.
„Vinur er bók“, sagði blaðstjórinn, „bók
full af samhygð, venjulega í léreftsbandi,
en stöku sinnum í silkibandi“.
„Vinur er sem hlekkur úr gulli í keðju
lífsins“, sagði gimsteinasalinn.
„Vinur er plástur til að græða sár mót-
lætisins“, sagði læknirinn.
„Vinur“, sagði sorgbitin kona, „er sá
sem fyrst kemur inn þegar allir hafa snúið
baki við þér“.
í þessum eigingjarna spilta heimi er
sönn vinátta fremur sjaldgæf. Menn reyna
að vinna vináttu annara til að njóta hylli,
hjálpar, eða meira álits. „Það sem kallað er
vinátta“, segir La Rochefoucauld, er að
gjöra hver öðrum einhvern greiða, en að
jafnaði er slík vinátta bygð á von um eigin
hagnað. Aðferðin til að afla sér vina og
hafa áhrif á aðra er viðskiptamanna viska,
en það er ekki hin sanna vinátta. „Vinur-
inn elskar ætíð, en sem bróðir fæðist hann
til liðs í nauðum“. Orðsk. 17:17.; þetta er
skoðun hins vitra á vináttunni.
Vinátta verður að vera óeigingjörn,
annars er það ekki sönn vinátta. Slík vin-
átta hlýtur verðlaun, en menn mega ekki
sýna vináttu til að vænta verðlaunanna,
því þá yrðu þau eins óhöndlandi eins og
gullfatan í dæmisögunni, við enda regn-
bogans.
Vinátta er þess eðlis að hún framleiðir
hið bezta í fari voru. Vér væntum hins
bezta frá vinum vorum, en svo ná þeir
ekki því takmarki sem vér væntum eftir.
Hver er þá árangurinn? Vonbrigði? Vin-
átturof? Nei. Ekki ef vér minnumst þess
sem sagt er um vináttuna í Préd. 4:9.—10.
„Betri eru tveir en einn.... falli annar getur
hinn reist félaga sinn á fætur, en vei ein-
stæðingnum, sem fellur og enginn annar
er til að reisá á fætur“. Blessaður sé sá
vinur sem er fús til að lyfta öðrum þegar
hann fellur.
Flestir þurfa að eiga marga vini. Það
er minni hætta á vonbrigðum ef vér skilj-
um að jafnvel beztu vinir vorir hafa mis-
munandi eiginleika. Einhver hefir líkt
vini við sjaldgæfa bók, aðeins eitt bindi.
Vér getum ekki vænt þess að fáir einstakl-
ingar séu eins og heilt bókasafn. Bezt er
að hafa marga vini, meta mikils hvern
nýjan vin, en gleyma ekki fyrri vinum
né vanrækja þá. Eins og bókasafn sem
samanstendur af úrvalsbókum, ættum vér
að meta gamla, reynda vini vora.
Það eru of margir sem keppast eftir að
eignast vini, fremur en að vera vinur ann-
ara. Vér mættum allir biðja eins og St.
Fracis af Assissi bað: „Guðdómlegi herra,
leyfðu að ég sækist meira eftir að hug-
hreysta aðra heldur en að fá hughreyst-
ingu hjá þeim, hjálpaðu mér fremur til
að skilja aðra, heldur en að láta þá skilja
mig, að elska þá fremur en að sækjast
eftir elsku þeirra, að gefa þeim heldur en
þiggja af þeim“. Þegar vér fyrirgefum
verður oss fyrirgefið. Alstaðar er fólk sem
þarfnast vináttu vorrar. Þegar vér fyrst
höfum fengið skilning á hve innilegan
fögnuð það veitir að sýna öðrum vináttu
þá munum vér ósjálfrátt öðlast vini.
Vinátta kostar nokkuð. Ef þú ert nógu
göfuglyndur til að láta aðra njóta með
þér, beztu hugsana þinna, mestu ánægju-
stunda þinna, og getur tekið vingjarnlega
ef fundið er að við þig, eða sett út á hjá
þér, því sannir vinir eru sjaldan Já-bræð-
ur, ef þú getur brosað og umborið þegar
vinir bregðast vonum þínum, þá hefir þú
mikið vald og eignast marga vini. C. O. G.
__________________*_____________
Guðdómlegur huggari
Litla frænka mín var aðeins farin að
ganga. Hún kom út úr eldhúsinu inn í
stofuna, þaðan fór hún út á stíginn á flöt-
inni þar sem blómin á báðar hliðar voru
eins há og hún sjálf.
Einn daginn heyrðist óp mikið, svo
móðirinn fór í flýti út á stíginn. Jeanne
hafði dottið og meitt sig lítið eitt á hnján-
um og höndunum. Móðirin tók hana strax
í faðm sér og læknaði meiðslin eftir þörf-
um, svo settist hún í stóra ruggustólinn á
veggsvölunum með litlu stúlkuna sem enn-
þá var grátandi og söng lágt og rólega fyr-
ir hana. Innan skams hætti gráturinn og
Jeanne sofnaði undir áhrifum ástar og um-
hyggju móðurinnar.