Stjarnan - 01.01.1950, Blaðsíða 1
STJARNAN
JANÚAR, 1950 LUNDAR, MANITOBA
Gleðilegt nýár 1950
„Gleðjið yður ávalt í Drotni, og enn aft-
ur segi ég gleðjið yður“. Hvað höfum vér að
gleðjast yfir? kann einhver að spyrja. Ó,
það er svo margt, já alveg óteljandi. Lífið
er Guðs óverðskuldaða náðargjöf. Heil-
brigði, ástvinir, heimili og aðrar nauð-
synjar lífsins, alt þetta eru blessunarríkar
náðargjafir Drottins, sem vér ættum dag-
lega að þakka honum fyrir. Vér búum í
landi þar sem vér njótum friðar og frjáls-
ræðis, það er ómetanleg blessun. Hversu
hjartanlega og óaflátanlega ættum vér
ekki að þakka Guði fyrir það.
Nú er enn að minnast þess dýrmætasta
og dásamlegasta, sem oss hefir hlotnast,
sem er eilíft líf í Jesú Kristi Drotni vor-
um, „því svo elskaði Guð heiminn að hann
gaf sinn eingetinn Son til þess að hver sem
á hann trúir ekki glatist heldur hafi eilíft
líf“. Konungur konunganna kom í heim-
inn til að deyja fyrir syndir vorar og
kenna okkur að lifa þannig að vér mætt-
um finnast verðugir fyrir samfélag hei-
lagra í komandi heimi. Guð gaf okkur Son-
inn og í honum og fyrir hann eilíft líf í
dýrð með .Guði fyrir alla þá, sem á hann
trúa og honum fylgja. Og meðan vér bíð-
um hins komanda ríkis höfum vér barna-
rétt hjá Guði fyrir Jesúm Krist. Jesús
hefir lofað að vera með okkur alla daga
alt til veraldarinnar enda, og hann hefir
alt vald á himni og jörð. Hverju höfum
vér þá að kvíða? Engu. Hvað höfum vér
þá að kvarta um? Ekkert. Ef vér finnum
þörf fyrir eitthvað, annað hvort í tíman-
legum eða andlegum efnum, þá biðjum
um það. „Biðjið og yður mun gefast“.
„Hvers, sem þér biðjið í mínu nafni það
mun ég veita, svo Faðirinn vegsamist fyr-
ir Soninn“. Jóh. 14:13.
„Ef þér eruð stöðugir í mér og mín orð
hafa stað hjá yður, þá megið þér biðja
hvers þér viljið og það mun yður veitast“.
Jóh. 15:2. Biðjum Guð um varðveizlu hans
og leiðbeiningu fyrir hvern nýjan dag. Lif-
um stöðugu bænalífi, þá munum vér öðlast
kraft til að sigra allar freistingar sem vér
mætum. Vöxum í náð og þekkingu Drott-
ins vors og frelsara Jesú Krists. Lesum
orð hans daglega og biðjum án afláts bæði
fyrir sjálfum oss og öðrum. Helgum Guði
líf vort, tíma vorn, fé og krafta. Tölum
við hann um alt, sem okkur liggur á
hjarta. Treystum honum eins og góð börn
elskandi föður. Hann bæði vill og
getur hjálpað okkur undir öllum kringum-
stæðum lífsins. Ef vér fylgjum þessari
stefnu þá lifum vér í stöðugu samfélagi
við Drottinn vorn Jesúm Krist og friður
og fögnuður heilags anda fyllir hjörtu
vor, og sönn hamingja verður hlutskipti
vort fyrir tíma og eilífð.
Trygging fyrir hamingjusömu lífi hér,
og eilífu lífi í Guðs dýrðarríki:
„Verið ávalt glaðir vegna samfélagsins
við Drottinn. Eg segi aftur: verið glaðir.
Ljúflyndi yðar verði öllum kunnugt.
Drottinn er í nánd.
Verið ekki hugsjúkir um neitt heldur
gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar
Guði með bæn og beiðni ásamt þakkar-
gjörð. Og friður Guðs, sem er æðri öllum
skilningi, mun varðveita hjörtu yðar og
husganir í samfélaginU við Krist Jesúm.
Að endingu bræður, alt sem er satt,
alt sem er sómasamlegt, alt sem er rétt, allt
sem er hreint, allt sem er elskuvert, allt
sem er gott afspurnar, hvað, sem er dygð,
og hvað sem, er lofsvert, hugfestið það.“
Fil. 4:4—8.
Guð gefi ykkur öllum gleðilegt ár í
S. Johnson