Stjarnan - 01.01.1950, Síða 4
4
STJARNAN
mér og mín orð hafa stað hjá yður, þá
megið þér biðja hvers þér viljið og það
mun yður veitast“. Jóh. 15:7.
Vér þurfum að kannast við að Guð er
vor eina hjálp og biðja með öruggri trú
um bænheyrslu. „Án mín megnið þér ekk-
ert“. Jóh. 15:5. „Öll góð og fullkomin gjöf
er ofan að og kemur niður frá Föður
ljósanna“. Jak. 1:17.
„Treystið Guði .... um hvað helzt þér
biðjið Guð, þá trúið að þér munuð það
öðlast, og þá munuð þér fá* það“. Mark.
11:22.—24. Biðjið í Jesú najni, í trausti til
hans verðskuldunar. „Hvers þér biðjið í
mínu nafni það mun ég veita svo Faðirinn
vegsamist fyrir soninn“. Jóh. 14:13.
4. Afstaða vor gagnvart öðrum mönn-
um svo að vér getum vænst bænheyrslu.
Fyrirgeja öðrum. „Fyrirgef oss vorar
skuldir, svo sem vér fyrirgefum vorum
skuldunautum“.
„Ef þér fyrirgefið öðrum þeirra yfir-
sjónir, þá mun yðar himneski Faðir fyrir-
gefa yður, en ef þér ekki fyrirgefið öðrum
mun Faðir yðar himneskur ekki heldur
fyrirgefa yður yðar misgjörðir“. Matt.
6:12. 14. 15.
Biðja jyrir öðrum. „En ég býð að þér
elskið óvini yðar, blessið þá sem yður
bölva, gjörið þeim gott sem hata yður og
biðjið fyrir þeim sem rógbera yður og of-
sækja, svo að þér séuð börn Föðurs yðar
á himnum“.
Játum yjirsjónir vorar. „Játið hver fyr-
ir öðrum yðar yfirsjónir og biðjið hver
fyrir öðrum svo að þér heilbrigðir verðið.
Kröftug bæn hins réttláta megnar mikið“.
Jak. 5:16.
5. Hvaða ejtirdæmi gaj Jesús viðvíkj-
andi bæn?
„Að morgni fyrir dögun fór hann á
fætur og gekk út úr borginni á einn eyði-
stað og gjörði þar bæn sína“. Mark. 1:35.
„En svo bar við að hann um þessar
mundir fór upp á eitt fjall til að biðjast
fyrir, og var þar alla nóttina á bæn til
Guðs“. Lúk. 6:12.
6. Hvers vegna erum vér sérstaklega
áminntir um að biðja nú?
Aj því að vér lijum á síðustu dögum
heimsins. „En endir allra hluta nálgast,
hegðið yður því skynsamlega og verið ár-
vakrir til bæna“. IPét. 4:7.
Svo vér getum staðist á hinum mikla
degi. „Gætið yðar að hjörtu yðar ekki of-
þyngist við óhóf í mat eður drykk, eða
búksorg svo að ekki komi þessi dagur yfir
yður óvart, því eins mun hann koma og
tálsnara yfir alla þá sem á jörðu búa. Verið
því ávalt vakandi og biðjandi, svo þér
verðið álitnir þess verðugir að umlýja alt
þetta sem fram muji koma, og mæta
frammi fyrir mannsins syni.“ Lúk. 21:34-36.
------------------------------
Forherðið ekki hjörtu yðar
Guð hefir boðskap fyrir mannkynið í
dag, fyrir árið 1950. Fyrir Flóðið lesum
vér að „Drottinn sá að illska mannanna
var mikil á jörðunni, og að öll hugsun
mannsins hjarta var vond alla daga. Þá
iðraðist Drottinn þess að hann hafði skap-
að manninn á jörðunn;, og honum sárnaði
það í hjarta sínu. Og hann sagði: Ég vil
afmá manninn sem ég skapaði af jörðunni.
Manninn, dýrið, skriðkvikindið og fugla
himinsins“. Nói fann náð í augum Drott-
ins. Hann flutti mönnum aðvörunarboð-
skap, og prédikaði fyrir fólkinu í meir en
eitt hundrað ár.
Boðskapur Nóa var aðvörun um eyði-
leggingu sem í vændum var nauðsyn
á að snúa sér til Guðs, og leita sér hælis
í örkinni, sem Guð bauð honum að smíða.
Nói sýndi trú sína í verkinu, er hann
hlýddi Guði og byggði örkina og tók fjöl-
skyldu sína með sér inn í hana. Menn gáfu
lítinn gaum að boðskap hans. Aðeins átta
sálir frelsuðust í örkinni. Eflaust hafa
margir sem fórust í flóðinu á sinn hátt
trúað á Guð, kannast við hann væri til.
En reynsla trúar þeirra kom fyrst þegar
Nói flutti þennan sérstaka boðskap, sem
átti við þann tíma, er flóðið var í nánd.
Mismunurinn milli Nóa trúar og þeirra
var sá, að hann breytti samkvæmt skip-
un Guðs, og bjó sig þannig undir það
sem í vændum var, en þeir héldu áfram
sem áður, eins og ekkert væri að óttast.
Mörgum öldum seinna sendi Guð Jónas
spámann til hinnar spiltu Ninive borgar
með aðvörunarboðskap. „Jónas gekk fyrst
eina dagleið innanborgar, því næst kall-
aði hann og sagði: að liðnum 40 dögum
skal Ninive verða eyðilögð“. Jónas 3:4.