Stjarnan - 01.01.1950, Page 5

Stjarnan - 01.01.1950, Page 5
STJARNAN 5 Þetta var sérstakur boðskapur fyrir ákveð- inn tíma og pláss. Frelsun eða eyðilegg- ing borgarbúa var undir því komin hvort þeir gæfu gaum að boðskapnum eða höfn- uðu honum. „Ninive borgarmenn hlýddu Guði, kunngjörðu föstuhald, og klæddu sig í sorgarbúning, bæði ungir og gamlir . . . . En er Guð sá breytni þeirra, að þeir létu af sínu vonda athæfi, þá lét Guð hjá líða þá hegningu, er hann hafði hótað þeim og lét hana ekki fram koma. (Jóna 3:5.— 10.). Ef menn fyrir flóðið hefðu snúið sér við prédikun Nóa, eins og Ninive borgar- menn gjörðu við aðvörun Jónasar, þá hefði Guð hlíft þeim. Af þessum dæmum má sjá hve áríðandi það er að gefa gaum að þeim boðskap, sem Guð sendir fólki fyrir það tímabil er það lifir á. Þegar Jesús kom í heiminn sendi Guð sérstakan boðskap til fólksins. Það voru gleðitíðindin um frelsara heimsins. „Mað- ur nokkur var sendur af Guði, hann hét Jóhannes. Maður þessi kom til vitnisburð- ar til að vitna um ljósið, svo allir tryðu fyrir hans vitnisburð“. Jóh. 1:6.—7. Þegar Jóhannes var spurður um hver hann væri svaraði hann: „Ég er rödd þess, sem hrópar í eyðimörku: Gjörið beinan veg Drottins eins og Jesajas spámaður hef- ir sagt“. Vers 23. Ritningin bendir á að rétt áður en Jesús kemur aftur, mun Guð senda boð- skap um nálægð komu hans, og hvetja menn að undirbúa sig til að mæta skap- ara sínum. „Verið þér viðbúnir, því manns ins sonur mun koma þegar þér sízt ætlið. Hver er þá hinn trúi og forsjáli þjónn, sem herra hans hefir sett yfir hjú sín til að gefa þeim mat í réttan tíma? Matt. 24:44.-45. Boðskapur Guðs fyrir yfirstandandi tíma er eins og matur á réttum tíma fyrir þá, sem hungrar og þyrstir eftir réttlætinu. Þessi boðskapur er um nálægð endurkomu Krists, fagnaðarboðskapurinn um ríkið. Þessi síðasti náðarboðskapur kallar menn og konur að snúa baki við mannasetning- um, en byggja á Guðs orði. Það er aðvör- un til hins kærulausa og heimshyggju- mannsins um að snúa sér til Guðs. Boð- skapurinn hvetur gagnrýnendur og fram- þróunarkennendur til að tilbiðja Guð, sem skapaði himininn, jörðina, sjóinn og upp- sprettur vatnanna. Slík endurvakning til sannrar guðrækni og lifandi trúar undir- býr menn og konur til að mæta frammi fyrir Krists dómstóli. Jóhannes postuli lýsir aðvörunarboðskapnum með þessum orðum: „Ég sá annan engil fljúga um miðhim- ininn, og hélt hann á eilífum fagnaðarboð- skap, til að boða þeim sem á jörðunni búa, sérhverri þjóð og kynkvísl, tungu og lýð, og sagði hárri röddu: Óttist Guð og gefið honum dýrð, því að komin er stund dóms hans, og tilbiðjið þann sem gjört hefir himininn, jörðina og hafið og upp- sprettur vatnanna“. Op. 14:6.-7. Þetta er einmitt boðskapurinn sem nú er fluttur til allra þjóða kynkvísla, tungu og lýða. Og þegar þessi boðskapur hefir verið prédikaður til vitniðburðar fyrir öll- um þjóðum, þá segir Jesús að endirinn muni koma. Matt. 24:14. Fjöldinn hefir aldrei fúslega meðtekið boðskap Guðs. Hann truflar samvizku þeirra. Boðskapurinn heimtar að menn fyrst og fremst hugsi um Guð og það sem honum er þóknanlegt, í stað þess að heiðra sjálfa sig og taka sinn vilja fyrst. Sjálfs- elskufult eðli mannsins setur sig upp á móti þessu. Breiði vegurinn er ennþá létt- asta leiðin, og fjöldinn kýs hann án þess að athuga að hann leiðir til glötunar. En vinur minn, þeir sem kjósa að fylgja Guðs leiðbeiningu, og gefa gaum að- vörunum hans, eru í sannleika hamingju- samir. í þessu lífi njóta þeir gleði og friðar í hlýðni sinni við Guð, sem ekkert annað getur jafnast við. Og innan skamms við enda leiðarinnar munu þeir öðlast eilíft líf og slíka hamingju sem mannleg tunga ekki getur lýst. R. H. Pierson -------------+------------ Nú er farið að nota silungsroð í kvenn- skó og handtöskur. ■f + + Eyjan Cyprus hefir auglýst að Banda- ríkin ætli að setja þar upp víðvarpstöð. + -f -f Það er fullyrt að íbúum heimsins hafi fjölgað um helming síðastliðin 100 ár. Árið 1850 var mannfjöldinn á að giska 1,091,- 000,000.

x

Stjarnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.