Stjarnan - 01.01.1950, Síða 6

Stjarnan - 01.01.1950, Síða 6
6 STJAKNAN Ég trúi á heilagan anda Meðan Jesús var hér á jörðunni stofn- aði hann íéiagskap, sem hann vissi að lokum mundi ná til ystu endimarka heims- bygðarinnar. Hann gaf fylgendum sínum verk að vinna, sem átti að haldast áfram til tímans enda. Heilagur andi, fulhrúi Krists, á að stjórna þessu starfi. Þegar Jesús var að því kominn að láta líf sitt á krossinum, þá fór hann að undir- búa hjörtu lærisveina sinna til að meðtaka heilagan anda. Hann sagði: „Ef þér elskið mig þá haldið þér mín boðorð, og ég mun biðja föðurinn, og hann mun gefa yður annan huggara svo hann sé hjá yður eilíflega. Sannleiksins anda, sem heimurinn ekki getur meðtekið, því hann sér hann ekki og þekkir hann ekki, en þér þekkið hann því hann mun staðnæmast hjá yður og mun vera í yður. Eg mun ekki skilja yður eftir munaðarlausa.“ Joh. 14:15-18. Hvers nærveru nýtur hinn trúaði fyrir heilagan anda? Takið eftir í 18. versi segir Jesús: „Eg mun ekki skilja yður eftir mun- aðarlausa. Eg mun koma til yðar“, svo þér sjáið að það er fyrir sinn heilaga anda að Jesús uppfyllir loforðið sem hann gefur í Matt. 28:20, „Sjá ég er með yður alla daga alt til veraldarinnar enda.“ Veitið því líka eftirtekt að huggarinn er sendur til þeirra sem elska Guð og halda hans boðorð. Engin sem vísvitandi óhlýðn- ast Guði eða lifir í synd, getur vænt leið- sagnar andans, því synd slökkur andann. Tveir menn fóru einu sinni niður í kolanámu til að sækja einhver verkfæri, sem höfðu verið skilin eftir í einum göng- unum. Það var verkfall í námunum og dimmu göngin voru öll auð og mannlaus. Þó annar maðurinn þekti öll göngin og héldi hann gæti fundið veginn jafnvel ljóslaust þá gætti hann þess vel að halda Ijósinu logandi. Án þess eru mikil líkindi til að þessir tveir menn hefðu vilst í hin- um 30 mílna löngu, krókóttu göngum. Líf þeirra var undir því komið svo þeir vernd- uðu ljósið frá lekandi vatni, vindgusti, og frá því að rekast á veggina. í þess 5:19 les- um vér: „Slökkvið ekki andann.“ Ó hversu margir ganga í andlegu myrkri af því þeir hafa slökt hið himneska ljós. Mótstaðið heilögum anda. Hver er huggarinn og hvað á hann að gjöra? „En huggarinn, sá heilagi andi sem faðirinn mun senda í mínu nafni, mun kenna yður alt og minna yður á alt sem ég hef' talað við yður“, Jóh. 14:26. Svo heil- agur andi kennir og minnir á orð Krists. Var það nauðsynlegt að Jesús færi burt til föðursins? „En ég segi yður sannleik- ann, það er yður til góðs að ég fari héðan, því fari ég ekki mun huggarinn ekki koma til yðar. En þegar ég er farinn mun ég senda hann til yðar.“ Jóh. 16:7. Meðan Jesús var í holdinu gat hann ver- ið aðeins í einum stað í einu og talað aðeins til tiltölulega fárra manna. Fyrir sinn heil- aga anda getur hann verið með og talað til þúsunda út um allan heim. Gegn um heilagan anda geta allir náð til frelsarans, í því tilliti er enginn betur settur en annar vegna nálægðar eða fjarlægðar. /Hvað átti huggarinn ennfremur að gjöra þegar hann kæmi? Hann átti að sann- færa heiminn um synd, réttlæti og dóm. Um synd af því þeir trúðu ekki á Jesúm, hann sem er hin eina frelsunarvon synd- arans, sá sem hafnar honum verður að bera synd sína. “Hver sem trúir á soninn sá hefir eilíft líf, en hver sem ekki hlýðn- ast syninum skal ekki sjá lífið heldur var- ir Guðs reiði yfir honum.“ Jóh. 3:36. Hver sem heyrir mitt orð og trúir þeim sem mig sendi sá hefir eilíft líf og kemur ekki til dóms, heldur hefir stigið yfir frá dauðanum til lífsins.“ Jóh. 5:24. Starf heilags anda er að vekja samvisku vora og sannfæra oss um að eini vegurinn til að frelsast frá synd er að trúa á Jesúm Guðs son. Heilagur andi sannfærir heiminn um réttlæti, „Af því ég fer til föðursins,“ sagði Jesús. Þegar Drottinn var upphafinn til þeirrar tignar að setjast til föðursins hægri handar, þá var það sönnun þess að það var hvorki svik né guðlast þegar hann kvaðst vert syndlaus og Guðs sonur. Það sýnir að hann, Guðs réttláti þjónn réttlætir marga af því hann bar þeirra syndir. Jes. 53:11. Svo í stað þess að hryggjast yfir burtför Krists ættum vér að fagna yfir því að vér er;um meðteknir í hinum elsku- lega. Páll postuli segir í Róm. 8:33-34. „Hver vill áska Guðs útvalda? Mun Guð gjöra það sem réttlætir? Hver er sá sem fordæmir? Mun Kristur gjöra það sem dáinn er, og sem meira er líka upprisinn,

x

Stjarnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.