Stjarnan - 01.01.1950, Page 7
STJARNAN
7
sem og er á hægri hönd Guði, og sem einn-
ig biður fyrir oss.“
Heilagur andi sannfærir heiminn um
dóm af því „höfðingi þessa heims er dæmd-
ur.“ í öðrum stað segir Jesús þegar hann
horfir fram á krossdauða sinn: „Nú gengur
dómur yfir þennan heim3 nú mun höfðingi
þessa heims verða útrekinn, og þegar ég
verð hafirm frá jörðu mun ég draga alla
til mín“. Jóh. 12:31-32. Þegar Jesús dó á
krossinum var satan hrint frá þeim völd-
um, sem hann hafði náð yfir mannkyninu.
Jesús „fletti vopnum hina voldugu og
mektugu, leiddi þá opinberlega fram til
sýnis og hrósaði sigri yfir þeim á krossin-
um.“ Svo þeir sem trúa á Jesúm þurfa ekki
að hræðast vald satans.
Af þessu sjáum vér að verk heilags anda
er að vekja samvisku manna til meðvit-
undar um synd sína. Glæða hjá þeim full-
komið traust á réttlæti Krists, og leysa þá
frá valdi óvinarins.
Annað verk heilags anda er einnig mjög
áríðandi fyrir oss. Hann er vor guðdómlegi
leiðsögumaður til að leiða oss í allan sann-
leika. „Þegar hann, sá sannleikans andi
kemur mun hann leiða yður í allan sann-
leika, því hann mun ekki tala af sjálfum
sér, heldur mun hann tala það sem hann
heyrir og kunngjöra yður hið ókomna.“
Jóh. 16:13.
Ritningin er innblásin af heilögum
anda, þess vegna mun hann aldrei leiða
oss gagnstætt því sem þar er ritað. „Heldur
töluðu hinir helgu Guðs menn tilknúðir af
heilögum anda.“ 2 Pét. 1:21. Guðs andi mun
ávalt leiða oss í samræmi við Guðs opin-
beraða orð því hvortveggja er af sömu upp-
sprettu. Hvaða andi sem kennir gagnstætt
orði heilagrar Ritningar er svika andi. Tak-
ið líka eftir því að oss er sagt að sannleik-
ans andi „mun kunngjöra hið ókomna“.
Spádómar Biblíunnar, eins vel í Gamla og
Nýja Testamentinu, eru innblásnir af
heilögum anda. í 1. Pét. 1:10-12 er oss
greinilega bent á að Krists andi talaði
gegn um spámenn Gamla Testamentisins.
Eftir að Jesús sté til himna gaf heilagur
andi spádómana í pistlunum og Opinber-
unarbókinni, sem benda á það er fram mun
koma alt til tímans enda.
Biblían er full af návist og innblæstri
heilags anda. Vér skulum aðeins benda á
fáein atriði sem sanna það. Andinn segir
1. Tím. 4:1. Andinn Kennir 1. Kor. 2:13.
Andinn vitnar Róm. 8:16. Andinn biður
fyrir oss Róm. 8:26. Andinn útbýtir gjöfum
1. Kor. 12:11. Andinn býður syndurum að
koma Opinb. 22:17. Andinn vegsamar Krist
Jóh. 16:14.
Af þessu má sjá að heilagur andi er
persónulegur sendiboði Krists, hann býr
hjá söfnuðinum í hjörtum hinna trúuðu.
Hin helsta þörf vor nú er að opna hjörtu
vor fyrir Guðs heilaga anda. Á hvítasunnu-
daginn kom heilagur andi í sýnilegri mynd,
sem eldlegar tungur, og þeir sem meðtóku
hann prédikuðu Guðs orð með krafti. Vér,
nú á dögum höfum alt nema kraft. Vér
höfum alskonar félagskap, stofnanir og
starfsemi, þetta er alt gott og gagnlegt, en
vér getum aldrei aðvarað heiminn eða um-
vent honum með þessu. Vér þurfum g'jöf
Guðs volduga, heilaga anda til að veita oss
kraft í starfi hans.
Setjum svo að vér sjáum stóra herfylk-
ing sitja fyrir utan steinsteyptan varnar-
garð, sem þeir segjast ætla að brjóta niður.
En á hvern hátt? Þeir benda á stóra fall-
byssukúlu, en það er enginn kraftur í
henni. Hún er þung. Allir hermennirnir
væru ekki færir um að kasta henni að
veggnum. „Nei, en líttu á fallbyssuna
þarna“, segja þeir. En það er enginn kraft-
ur í henni, barn getur setið á henni smá-
fugl getur flogið inn í gin hennar. Það er
bara kraftlaus vél og ekkert annað. „En
líttu á púðrið þarna.“ En það er bara kraft-
laust ryk. Barn getur dreyft því umhvefis,
fugl getur tínt það upp. En sé þetta kraft-
lausa duft og kraft lausa kúla látin inn í
hina kraftlausu fallbyssu og lítill eldneisti
þar með, þá er eins og eldingu bregði fyrir
og fallbyssukúlan hendist með ógnar afli
að veggnum og brýtur hann niður.
Þannig er því varið með kristindóms
starfsemina, það er alt til reiðu sem þarf
til að sigra fyrir Krist, nema eldurinn, eld-
skírn andans. Það er einka réttindi vor að
prédika í krafti heilags anda. Gefum
Guði hjörtu vor afdráttarlaust, hann
mun ekki láta okkur verða fyrir
vonbrigðum. Þá munum vér eins og þeir á
íyrstu dögum kristninnar prédika hinn síð-
asta fagnaðarboðskap í krafti heilags anda,
sem sendur er frá himni, og það er einmitt
það sem þessi gamla þreytta veröld þarfn-
ast. Ef vér ekki prédikum þannig þá er
hætt við að vér hryggjum Guðs heilaga