Stjarnan - 01.07.1950, Side 1
STJARNAN
JÚLÍ 1950 LUNDAR, MANITOBA
Vaxið í náð
Á þann einn hátt er oss auðið að vaxa
í náðinni, að vér vinnum einmitt það starf,
er Kristur fékk oss að leysa af hendi; en
það er að veita þeim hjálp og blessun af
fremsta megni, er hjálpar vorrar þurfa.
Styrkurinn kemur af æfingunni; starfsemi
er nauðsynlegt lífsskilyrði. Þeir, sem
leitast við að halda við hjá sér kristilegu
líferni með því einu, að taka á móti þeirri
blessun, er náðarmeðulin hafa að bjóða,
cg starfa ekkert fyrir Krist, reyna blátt
áfram að fá fæðu án þess að vinna. Slíkt
verður jafnan til þess að veikla og vinna
tjón, svo í hinu andlega sem í hinu tíman-
lega lífi. Sá maður, sem ekki vildi nota
limi sína, mundi brátt missa krapt til þess
að nota þá. Þannig fer og fyrir kristnum
manni, sem ekki notar þá hæfilegleika, sem
guð hefur gefið honum; hann mun ekki að
eins hætta við að verða samgróinn Kristi,
heldur mun hann og missa það þrek, er
hann hefur þegar fengið.
Söfnuður Krists er útvalið verkfæri
guðs til þess að frelsa mennina. Köllun
hans er sú, að boða fagnaðarerindið um
allan heim, og þessi skylda hvílir á öllum
kristnum mönnum. Hver og einn á að beita
til þess beztu hæfilegleikum sínum og nota
til þess sérhvert tækifæri að vinna það
ætlunarverk, er frelsarinn hefur trúað
honum fyrir. Kærleikur Krists, sem oss er
opinberaður, gjörir oss að skuldunautum
allra þeirra, seni ekki þekkja hann. Guð
hefur gefið oss ljósið, eigi að eins til þess
að vér skulum nota það sjálfir, heldur og
til þess að vér breiðum það út meðal
annara.
Ef eptirbreytendur Krists skildu til
fulls skyldu sína, þá mundu þar vera þús-
undir, er nú er einn, að boða fagnaðar-
erindið í heiðnum löndum. Og þá mundu
allir, er eigi geta tekið beinan þátt í þessu
starfi, styðja það með fé sínu, áhuga og
bænum, og með langtum meiri alvöru
mundi þá verða unnið fyrir sálir í kristn-
um löndum.
Ef skyldan býður oss að vera heima, þá
þurfum vér ekki að fara til heiðinna þjóða
til þess að geta starfað fyrir Krist, vér
þurfum ekki einu sinni út fyrir heimilið.
Vér getum starfað á heimilinu, í söfnuðin-
um, meðal þeirra, er vér höfum samneyti
við, og þeirra, er vér eigum skipti við.
Frelsari vor var mestan hlut af lífi sínu
hér á jörðunni önnum kafinn við erfiða
vinnu á trésmíðastofu í Nazareth. Þegar
drottinn lífsins gekk ókunnur og virðinga-
laus með bændum og verkamönnum, voru
þjónandi englar í för með honum. Hann
vann starf köllunar sinnar með sömu trú-
mennsku þá er hann stundaði iðn sína sem
þá er hann læknaði sjúka eða tróð hinar
æstu öldur Genesareth-vatns. Þannig get-
um vér gengið og starfað með Jesú, þótt
vér séum í einhverri þeirri stöðu í lífinu,
er minnst er virt, eða eigum lítilfjörleg-
ustu skyldur að inna af hendi.
Postulinn segir: „Góðir bræður! sér-
hver þjóni guði í þeirri stétt, sem hann er
i kallaður.“ Kaupmaðurinn getur rekið
atvinnu sína á þann hátt, að það verði
meistara hans til dýrðar. Ef hann fetar í
sannleika í fótspor Krists, þá mun hann
láta trúna stjórna öllum sínum verkum og
opinbera Krists anda fyrir mönnunum.
Iðnaðarmaðurinn getur líkst honum í á-
stundun og trúmennsku, sem vann baki
brotnu að hinum lítilmótlegu störfum lífs-
ins meðal hálsanna í Galíleu. Sérhver, sem
nefnir nafn Krists, á að vinna þannig, að
aðrir geti séð hans góðverk og vegsamað
skapara sinn og endurlausnara.
Margir hafa eigi notað hæfilegleika sína
í þjónustu Krists af því að aðrir eru meiri