Stjarnan - 01.07.1950, Qupperneq 7
STJARNAN
55
Þetta vakti alvarlegar hugsanir hjá
mér. Eg segi þér satt að upp frá þessu ætla
ég að sjá um að drengurinn minn fái tæki-
færi til að kynnast mér.“ —C.O.G.
---------------------
Kraftur bænarinnar
Einlæg bæn í Jesú nafni veitir mönn-
um Guðs kraft. Maðurinn nálgast föðurinn
í trausti til Krists. Bænin verður að vera
í hans nafni svo hún fái áheyrn. „Því
meðal manna gefst ekki nokkur annar und-
ir himninum fyrir hvers fulltyngi oss sé
ætlað hólpnum að verða.“
Hvað meinar það að biðja 1 Jesú nafni?
Þegar vér komum til föðursins í Jesú nafni,
þá er það eins og Jesús sjálfur bæri fram
bænina. „Drottins nafn er rambyggilegur
turn, sá réttláti leitar þangað hælis og fær
vörn.“
Bæn í Jesú nafni meinar meira en að
nefna nafn hans í byrjun og enda bænar-
innar, það er bæn borin fram í hans anda
cg með hans hugarfari. Það er að biðja
eins og hann bað, með engan skugga af
synd milli Guðs og mannsins. Það er að
vera með Jesú hugarfari, lifa hans lífi,
gjöra eins og hann mundi gjöra undir sömu
kringumstæðum. Það er fullkomin undir-
gefni undir Guðs vilja.
Ef vér leyfum Guði það, þá mun hann
láta sinn anda stjórna hugsunum vorum
og áformum, og ummynda svo hjörtu vor
og hugarfar, að þegar vér hlýðum honum
þá er oss það alveg náttúrlegt, það er vor
eigin vilji. Þegar vilji vor er helgaður Ghði,
þá verður það vor æðsta gleði að gjöra
vilja hans. Þegar vér lærum að þekkja Guð
eins og vér höfum rétt til að þekkja hann
þá verður líf vort fagnaðarríkt í stöðugri
hlýðni við hann. Þegar vér skiljum lund-
erni Krists og lifum í samfélagi við Guð
þá fáum vér hatur og viðbjóð á syndinni.
Þegar vér lyftum höndum vorum og
huga til himins þá verðum vér að vera
Guði helgaðir, lausir við reiði og þráttanir.
Löngun hjartna vorra verður að vera til
hans, annars getur hann ekki heyrt bænir
þær sem varir vorar bera fram. Vér getum
ekki vænt bænheyrslu ef hjartað er fult
af eigingirni.
Líf vort hefir mikil áhrif á bænina.
Heimslegt hugarfar og eigingjarnt líf
orsakar það að bænin verður kraftlaus,
og getur ekki vænt svars. Hjá mörgum
kristnum manni er bárátta milli lífernis-
ins og bænarinnar og lífernið ber hærra
hlut. En bæn getur líka haft sterk áhrif
á lífernið. Ef ég gef mig algjörlega til Guðs
í bæninni, þá getur hún veitt sigur yfir
syndinni. Bænin getur umbreytt öllu líf-
inu og endurnýjað það, því ef maðurinn
meðtekur Jesúm Krist og hans heilaga
anda þá verður líferni hans hreinsað og
Guði helgað.
Jesús hvetur oss til að vaka og biðja.
Meðan hann sjálfur dvaldi meðal vor var
hann oft á bæn. Frelsari vor tók á sig
vorn veikleika, en hann bað Föðurinn stöð-
ugt um endurnýjaðan kraft, svo hann gæti
mætt skyldum og erfiðleikum lífsins. Hann
var vor fyrirmynd í öllu. Hann er í sann-
leika bróðir vor, freistaður á allan hátt
eins og vér, en án syndar. Hann hafði við-
bjóð á synd. Honum var það reynslu raun
að sjá syndina alt umhverfis. Af því hann
hafði mannlegt eðli fann hann nauðsyn á
að biðja. Ef frelsari. mannanna, sonur Guðs
fann þörf fyrir bæn, hversu miklu fremur
ættum ekki vér, vesælir syndugir menn,
að finna þörf fyrir innilega stöðuga bæn?
Bænin var hvíld fyrir Jesúm, hún var
lífs skilyrði fyrir hann. Hið sama verður
vor eigin reynsla ef vér lærum að biðja
eins og hann bað. Vér höfum sama óvin
að berjast á móti og sama verk að vinna.
Vér getum líka öðlast sama kraft og hann
fyrir gjöf hans heilaga anda.
Vor himneski faðir þráir að veita oss
fyllingu blessunar sinnar, það eru einka-
réttindi vor að drekka af uppsprettubrunni
kærleikans. Það er undravert hve lítið
menn biðja. Guð er fús og reiðubúinn að
svara einlægri bæn hins lítilfjörlegasta
meðal barna hans, en þó er svo lítill áhugi
hjá oss til að tala við hann um óskir vorar
og þarfir. Hvað skyldu englarnir hugsa um
oss, hjálparlausir og freistaðir sem vér
erum, þegar Guð er reiðubúinn að veita
oss alla hjálp sem vér biðjum um og meira
til, en þó biðjum vér svo lítið og erum
svo trúarveikir. Englarnir gleðjast af að
vera í návist Guðs og falla fram fyrir hon-
um, samtal við hann er þeirra æðsta gleði.
En jarðarbúar, sem þarfnast svo mjög
þeirrar hjálpar sem hann einn getur veitt,