Stjarnan - 01.07.1950, Blaðsíða 8

Stjarnan - 01.07.1950, Blaðsíða 8
56 STJARNAN STJARNAN Authorized as second class mail, Post Office Depart- ment, Ottawa. Published monthly. Price $1.00 a year. Publishers: The Can. Union Conference of S. D. A., Oshawa, Ontario. Ritstjðrn og afgreiCslu annast: MISS S. JOHNSON, Lundar_ Man., Can. þeir virðast ánægðir að lifa án hans anda og án félagskapar við Drottinn sinn. „Þér hafið ekki útvalið mig heldur hef ég útvalið yður og sett yður til þess að þér farið og berið ávöxt og yðar ávöxtur verði varanlegur, svo hvers þér biðjið föð- urinn í mínu nafni það veiti hann yður.“ Að biðja í hans nafni og þekkja kraft hans er svo mikils vert að ekkert sem heimurinn hefir að bjóða getur jafnast við það. Ættum vér því ekki að lifa í stöðugu samfélagi við hann, og í krafti hans vitna um hann fyrir öðrum? —Inez Brasier -----------☆----------- Smávegis Franskir vísindamenn hafa nákvæm- lega rannskað bankaseðla og fullyrða að hver þeirra að meðaltali beri með sér 50 þúsund gerla. ☆ Flugfélag Bandaríkjanna hefir reiknað út að árið 1949 hafi flugvélar þeirra flogið 6,764,186,000 farþegamílur. Það er 13 og hálfum af hundraði fleiri mílur heldur en árið áður. ☆ Skýrslur sýna að 40 manns af þúsundi hverju í Bandaríkjunum eru í stjórnar vinnu. Sambandstjórnin og stjórnir ríkj- anna hafa 6,204,000 manns í þjónustu sinni. Mánaðarkaup þeirra er 1,406,000,000 doll- arar, eða um 16,872,000,000 dollarar á ári. ☆ Vindlinga reykingar eru altaf að aukast í Bandaríkjunum. Sagt er að árið 1949 hafi verið reyktar 352 biljón sígarettur, eða einum af hundraði fleiri heldur en árið 1948. Yfirborð Bandaríkjanna er hér um bil 1,905,000,000 ekrur að frátöldum stórfljót- um og stöðuvötnum. ☆ Stóra Bretland hefir ellefu sinnum fleiri íbúa fyrir hverja ferhyrningsmílu heldur en Bandaríkin. ☆ Bifreiðar hafa drepið fleira fólk í Ameríku heldur en öll stríð sem þjóðin hefir háð frá borgara stríðinu og alt til enda seinna alheims stríðsins. ☆ Fjölmennasti flokkur Indíána fyrir austan Mississippi fljótið eru Cherokee Indíánar. Þeir eru 3,500 aðtölu og búa á afmörkuðu svæði við Cherokee í Norður Karólína. ☆ í júlí og ágúst nærri því hverfur snjór- inn á Fuji fjalltoppinum í Japan. Þá er það sem fjöldi fólks klifrast upp fjallið, sem er 12,388 fet á hæð til að sjá sólar upp- komuna. ☆ Skýrslur frá stórborgum Bandaríkj- anna sýna að lögregluþjónar ná aftur 93 hundruðustu af bifreiðum þeim sem stoln- ar eru. ☆ Nýr málmur sem nefndur er titaníum er álitinn mjög mikilsverður hann er sterkur, léttur að vigt og ryðgar ekki. ☆ Börn í Ameríku sendu um 5 miljón leik- föng til fátækra barna í Evrópu. Allir þátt- takendur sendu leikfang sem þeim hafði verið gefið á jólunum. ☆ Eitt skippund af sykurrófum nægir til að framleiða 340 til 400 pund af sykri. ☆ Grikkland hafði aðeins einu sinni áður betri uppskeru af appelsínum heldur en árið sem leið. Þessi síðasta uppskera var 172,500 skippund.

x

Stjarnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.