Stjarnan - 01.11.1950, Page 6
86
ST J ARN A 3Sl
kenna heimilisfólki sínu að leiða það með
sér. Hlýðni við foreldra og húsbændur er
fyrsta sporið til hlýðni við Guð. Vel stjórn-
að gott heimili er besta meðmæli með
kristindóminum, það er nokkuð sem van-
trúarmaður ekki getur móti mælt. Allir
geta séð að þar ríkir andi, sem hefir áhrif
á börnin, og að Guð Abrahams er með
þeim. Ef heimili þeirra sem bera kristið
nafn væru sannkristileg þá mundu þau
hafa mikil og blessunarrík áhrif“.
Allir geta séð hversu mjög heimurinn
þarfnast slíkra áhrifa einmitt nú, og það
er gleðiefni að vita að slík hreyfing mun
eiga sér stað „áður en kemur hinn mikli og
ógurlegi dagur Drottins“, að „hann mun
sætta feður við sonu og sonu við feður“.
Guði sé lof að ástand vorra tíma er ekki
alt myrkur. Til eru þúsundir heimila þar
sem hjörtu foreldra og barna eru samein-
uð til þess að gjöra heimilið að himnaríki
á jörðu. Guðs andi kemur með krafti inn
á slík heimili og vinnur gegnum þau til
að veita öðrum nýjan skilning á hvað er
hugsjón Guðs með heimili barna hans.
Kærleikurinn þarf að sýna sig í verk-
inu . . . . Til eru heimili þar sem þetta
á sér stað. Heimili þar sem Guð er tign-
aður og tilbeðinn og kærleikurinn ríkir.
Frá slíkum heimilum hljómar bæn og
þakklæti til Guðs eins og reykelsisfórn
bæði kveld og morgna og blessun hans
drýpur niður yfir þau eins og morgun-
döggin“. F. A. SOPER
-----------☆-----------
Hann gaf Jesú alt
Gamall amerískur Indíáni hlustaði með
mestu eftirtekt á frásögn trúboðans um
kærleika Guðs, sem lýsti sér í því að hann
gaf sinn eingetinn son til að frelsa synd-
ara. Þegar þessi sonur skógarins heyrði
um hina miklu fórn sem færð var fyrir
hann, fann hann sig knúðan til að gefa
Guði eitthvað, svo að hann fór með hægð
út af samkomunni og kom aftur fáum
mínútum seinna með fangið fult af sínum
jarðnesku eignum, lagði þetta niður fyrir
framan ræðustólinn og sagði: „Guð gaf
Indíána son sinn, Indíáni gefur Guði eitt-
hvað“.
Ræðumaður hélt áfram að útmála kær-
leika Guðs til mannanna. Höfðinginn varð
hrifinn mjög, fór út aftur og kom brátt
með fangið fult af því sem eftir var af hans
jarðnesku eignum, sumt dró hann á eftir
sér, lét þetta niður fyrir framan trúboðann
og sagði: „Guð gaf Indíána alt, Indíáni'
gefur Guði alt“.
Nú settist hann niður aftur hjá fólki
sínu og hlustaði á ræðuna. Hann var svo
hrifinn af kærleika Guðs að hann fann sig
knúðan til að gefa meir og meir, honum
sem hafði gjört svo mikið fyrir hann. Að
lokum gat hann ekki stilt sig lengur, svo
að hann stóð upp meðan tárin streymdu
niður kinnar hans, og fór þangað sem gjöf-
um hans var hlaðið upp. Hann klifraðist
upp á það, sem áður hafði verið allar eigur
hans og sagði: „Guð gaf sig til Indíánans.
Indíáninn gefur sjálfan sig Guði“.
Þetta er fagurt dæmi þess hvers Guð
væntir af ungum mönnum og konum, sem
ákveða sig til að fylgja Kristi. Hann vill að
vér fórnum honum undantekningarlaust
sjálfum oss með öllu sem vér erum og
höfum. Margir byrja vel en hafa eitthvað
undanskilið. í stað þess að hugsa um hve
mikið þeir geta gefið Guði, þá hugsa þeir
hve litlu af heiminum þeir þurfi að hafna
en þó kalla sig kristna.
Þeir sem eru aðeins að hálfu leyti
kristnir, eru aumkvunarverðastir allra
manna, því þeir hafa ekki Guðs frelsandi
kraft í lífi sínu sem veiti þeim frið. Negra-
kona lýsti einum af safnaðarfólki sínu
þannig: „Iiún hefir aðeins nóga trú til að
gjöra sjálfa sig óhamingjusama“. Því mið-
ur má finna marga þannig, sem fara að-
eins hálfa leið, hræddir við að snúa aftur
til heimsins, en ófúsir að gefa Guði hjarta
sitt heilt og óskift.
Formaður og stofnandi Frelsishersins,
William Booth, sem var nafnkunnur fyrir
sitt óþreytandi starf fyrir lægstu stétt
mannfélagsins, var einu sinni spurður hvað
væri leyndardómurinn við hinn mikla
framgang starfs hans. Hann svaraði: „Ég
skal segja þér leyndardóminn. Guð hefir
haft alt líf mitt og alla krafta mína ....
Ef nokkur kraftur er í Frelsishernum þá
er það af því að Guð hefir alla tilbeiðslu
hjarta míns, allan viljakraft minn og öll
áhrif lífs míns“.
Hefir þú nokkurn tíma athugað hví-