Stjarnan - 01.11.1951, Side 5

Stjarnan - 01.11.1951, Side 5
STJARNAN 85 Guðs almættis orð Þegar við íhugum guðs orð byrjar kraftur þess að ummynda hjörtu vor til líkingar við hann. Vér eigum að lesa orðið með lotningu eins og vér heyrðum rödd hans tala til vor. Vér þurfum að lesa með hægð svo vér missum ekkert af innihaldi orðsins. Jesús sagði: „Orðin sem ég tala til yðar eru andi og líf“. Jóh. 6:33. „Hugsið um Jesúm“, skrifar Murry í „Prayer Life“. „í æsku og á fullorðinsár- um geymdi hann orðið í hjarta sínu. í freistingunni á eyðimörkinni, og ávalt þar til hann á krossinum hrópaði: Guð minn, Guð minn hví hefir þú yfirgefið mig?“ sýndi hann að Guðs orð var sífelt í huga hans og hjarta. Með bænalífi sínu sýndi hann oss fyrst, að Guðs orð gefur oss hvöt til bæna, og að vér eigum að vænta alls frá' Guði sem vér biðjum um. Og annað að einungis fyrir bæn getum vér lifað þannig að orð Guðs og fyrirheit hans geti uppfylst í lífi voru. Hvernig getum vér náð því takmarki að lifa slíku lífi? Það er að- eins eitt svar. Vér verðum að ummyndast fullkomlega. Vér verðum að öðlast nýtt, heilbrigt, himneskt líf, sem hungrar og þyrstir eftir Guði, svo vér þráum og biðjum um návist hans eins alvarlega eins °g vér þráum eða biðjum um þarfir lík- amans. Guð, fyrir sinn heilaga anda getur framleitt í oss þetta sanna líf. Ó, að geta lifað slíku lífi. Heilagur andi kennir oss það. „En sömuleiðis hjálpar andinn veikleika vorum, því vér vitum ekki hvers vér eigum að biðja eins og ber, en sjálfur andinn biður fyrir oss með andvörpunum sem ekki verður orðum að komið. En hann sem rannsakar hjörtun. veit hver er hyggja andans, að hann biður fyrir heilögum eftir Guðs vilja“. Róm. 8:26.-27. „Heilagur andi var hin stærsta og dýr- mætasta gjöf, sem Jesús gat beðið Föður- inn um fyrir fólk sitt. Hann var gefinn. sem endurskapandi kraftur, svo fórn Krists kæmi manninum að notum .... Menn geta sigrað synd aðeins fyrir kraft Guðs anda sem oss stendur til boða í ríkum ^iæli. Guðs andi hreinsar hjörtu vor, fyrir starf hans í hjörtum vorum verðum vér hluttakandi guðlegrar náttúru. Jesús gef- Ur oss sinn heilaga anda, svo vér getum sigrað allar freistingar, og ummyndast eftir hans mynd“. Þetta getum vér ekki öðlast með því að líta í Guðs bók aðeins augnablik og í flýti mæla fram nokkur bænarorð. „Ver hljóður fyrir Drotni og vona á hann“. Sálm. 37:7. Bíð hans með hlýðni, þrá og þolinmæði, þá mun Guðs andi uppfylla loforð hans til vor. „Þér elskaðir upp- byggið yður sjálfa á yðar helgustu trú. Biðjið í heilögum anda og varðveitið sjálfa yður í kærleika Guðs, bíðandi eftir náð Drottins vors Jesú Krists til eilífs lífs“. Júd. 20:21. Vér komum til Föðursins fyrir hans heilaga anda og fáum allar vorar þarfir uppfyltar. Ó, að vér gætum skilið og trúað að vér öðlumst andann gegn um Orðið og fyrir bæn. Hann veldur því að orðið verður fögnuður og ljós sálar vorrar. Hann hjálp- ar oss að biðja samkvæmt Guðs vilja og finna gleði vora í bæninni og samfélagi voru við Guð. Þótt Guði sé áhugamál að gefa oss sinn anda, þá getur hann ekki veitt oss hann nema vér í trú og auðmýkt tökum / á móti honum. Beiðni vor um gjöf andans verður að vera laus við alla eigingirni. Vér verðum að þrá hann eins og þyrstur maður svaladrykk. Þegar hann snertir hjörtu vor til að fá inngöngu, þá verðum vér að veita honum full yfirráð. Þegar hann bendir á synd í fari voru verðum vér fyrir kraft Krists að útrýma henni. Þegar hann talar verðum vér að hlýða. Bæn í heilögum anda tileinkar sér Guðs fyrirheit, er í fullkomnu samræmi við Guðs orð og fær áheyrn. „Fyrir því segi ég yður, hvers þér biðjið og beiðist, þá trúið að þér hafið öðlast það og að þér munuð fá það“. Mark. 11:24. „Sá, sem gengur fram fyrir Guð verður að trúa að hann sé til og að hann lætur þeim umbun- að er til hans leita“. Hebr. 11:6. Biðjið og þér munuð meðtaka. Biðjið um auðmýkt, vizku, hugrekki og sterkari trú. Hverri einustu einlægri bæn verður svarað, vera má ekki á sama hátt og þú óskar eftir eða á sömu stundu. Bæn þinni verður svarað á þann hátt og á þeim tíma sem þér er hentast. —INEZ BRASIER

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.