Stjarnan - 01.11.1951, Qupperneq 6

Stjarnan - 01.11.1951, Qupperneq 6
86 STJARNAN Hafið þér áreiðanlegt akkeri? Stormurinn var ákafur, það leit svo út að skipið mundi farast. Hvert akkerið eftir annað var látið útbyrðis, en hlekk- irnir slitnuðu. Loks var skipað: „Hleypið niður stóra akkerinu“. Það var hið eina sem eftir var. En ef það bilaði hvað þá? Því var hleypt niður og það dugði. Skipið hristist og bylgjurnar byltu því fram og aftur, en akkerið hélt því föstu. Keðjan slitnaði ekki. Skipið komst af. Þetta var óveður á sjónum, en nú er allur heimurinn umkringdur voðalegri hættu. í byrjun seinna stríðsins sagði Winston Churchill við þingmennina: „Langir, myrkir mánuðir af erfiðleikum eru fram undan oss. Ekki aðeins miklar hættur, heldur mörg óhöpp, yfirsjónir og glappaskot, og alls konar vonbrigði verða hlutskifti vort. Sorg og dauði verða ferða- félagar vorir og erfiðleikar klæðnaður vor, sem vér verðum hjúpaðir í“. Þetta er döp- ur lýsing en hún á víðar við en á Bret- landi. Amerískur sagnritari skrifaði: „Vér lifum á hinum alvarlegasta tíma í sögu Ameríku“. Allstaðar eru hjörtu manna kramin af ótta og kvíða. Nú er þörf á akkeri sem heldur sálu vorri í ró. Spádómarnir hafa bent á að einmitt núverandi ástand mundi eiga sér stað á síðustu dögum. Jesajas sagði fyrir: „Myrkur grúfir yfir jörðinni og sorti yfir þjóðunum“. Þegar Jesús var hér á jörð- inni sagði hann: „Þjóð mun rísa upp gegn þjóð og konungsríki gegn konungsríki, bæði mun verða hallæri og landskjálftar á ýmsum stöðum“, en til að vara okkur við því versta bætir hann við: „En alt þetta er upphaf fæðingarhríðanna“. Guði sé lof hann hefir séð fyrir hjálp handa börnum sínum á þessum hættutím- um. Hann segir: „Skelfist ekki né hræðist“. Hann hefir gefið okkur akkeri, sem Páll segir er „traust og örugt“. Ég hef haft þau einkaréttindi að mæta mörgum, sem hafa haft reynslu fyrir því að þetta akk- eri sálarinnar, sem Páll talar um, er alveg örugt. Ég minnist aftur og aftur þessara Guðs barna, sem höfðu óbifanlega, óskeik- ula trú, og það hefir styrkt trú mína og veitt mér hugrekki og rósemi. Einu sinni í Jamaica kom ég inn á lítið heimili, þar lá elskuleg kona í rúminu. Hún hafði legið þar í tvö ár og þjáðst mik- ið. Hún hafði liðið fjártjón, mist vini sína og liðið ýmiskonar sorg og þjáningar. En hún var glöð. Hún festi von sína við Guðs fyrirheit um heimili á himnum. Sama ör- ugga trúin sýndi sig hjá fjölskyldu sem ég mætti í París 1937. Þau höfðu verið trúboðar á Spáni, en voru nú í útlegð í París. Það var hrífandi um kvöldið þegar ég heyrði þau syngja: „Tel upp þær bless- anir sem þú hefir orðið aðnjótandi, sjá hvað Guð hefir gjört“. Fjársjóður þeirra var á himni. Akkeri þeirra var traust og örugt. Einu sinni þegar mjög var róstusamt í Mexico var trúaður Indíáni og mexikansk- ur trúboði báðir teknir fastir. Þeir voru sakaðir um uppreisn, og þó ekkert væri hægt að sanna upp á þessa saklausu menn þá voru þeir báðir dæmdir til að verða skotnir. Svo kom einn af yfirmönnunum til Indíánans og sagði: „Ef þú vilt bera vitni móti hinum manninum þá skulum við sleppa þér“. Þetta var reynsla. Indíáninn var ólærð- ur maður en hann var kristinn. Hann vissi hann gat treyst Guði bæði í lífi og dauða. Hann leit rólegur og óhræddur á yfir- manninn og svaraði: „Þú getur skotið mig ef þú vilt. En ég ætla ekki að bera fals- vitni gegn bróður mínum“. „Bróður þínum“, sagði yfirmaðurinn háðslega, „hann er ekki bróðir þinn, hann er Mexikani en þú ert Indíáni“. „En hann er bróðir minn“, svaraði Indíáninn, „sami gleðiboðskapurinn hefir frelsað okkur báða, við erum því Guðs börn og þá um leið bræður“. Svo sagði Indíáninn yfirmanninum frá okkar kær- leiksríka frelsara, það hafði þau áhrif að hann lét þá báða lausa þessa fanga, sem höfðu verið ranglega ásakaðir og settir í fangelsi. Akkeri Indíánas reyndist traust og örugt þó hann horfðist í augu við dauðann. Þeir sem treysta orðum Krists, fela honum sálir sínar og láta hann stjórna lífi sínu þeir finna frið og ró. Ekkert í heim- inum getur hrygt þá þegar Jesús gleður þá með návist sinni. Fullkomið traust til Guðs veitir fullkominn frið. „Þú veitir ævaTandi frið þvi þeir treysta á þig“. Þeir sem fylgja Jesú stöðugt dag eftir

x

Stjarnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.