Stjarnan - 01.11.1951, Blaðsíða 7
STJARNAN
87
dag, þeir, eins og Páll postulr, vita hverj-
um þeir hafa trúað og eru fullvissir um
uð hann er fær um að geyma það sem
Þeir hafa falið honum. Þeir vita að vor
himneski faðir hefir þúsund vegi oss til
hjálpar, sem vér vitum ekkert af. Þeir lifa
i trú og geta hughraustir mætt hverju sem
að höndum ber, á þessum óvissu tímum
þegar myrkur grúfir yfir jörðunni og sorti
yfir þjóðunum.
Þú og ég, við getum öðlast þessa lifandi
frelsandi trú. Vér getum líka haft það
akkeri sem er „traust og öruggt“ í ólgusjó
lífsins. En vér verðum að fá það strax, því
það er framorðnara en menn ætla.
—MRS. E. E. ANDROSS
---------☆----------
Hann lék sér að gimsteini
Ég las alvarlega, eftirtektarverða sögu
fyrir löngu síðan. Ég man alls ekki nafn
bókarinnar sem ég las hana í, en aðalatriði
sögunnar man ég vel.
Ungur maður einn hafði brúkað alt
sparifé sitt til að kaupa demant, svo lagði
hann af stað til Ameríku, fyrirheitna
landsins, þar ætlaði hann að selja demant-
inn og verða ríkur maður.
Gimsteinn þessi var svo fagur að pilt-
urinn hafði hann í höndum sér mikið af
tímanum og dáðist að fegurð hans þegar
geislar sólarinnar skinu á hann. Ferða-
félagar piltsins sáu hann oft standa á þil-
farinu og leika sér að gimsteininum. Einn
morgun kastaði hann gimsteininum aftur
og aftur upp í loftið og greip hann svo
áður en hann kom niður. Þessu hélt hann
áfram langa stund þar sem hann stóð rétt
við handriðið. Einn af samferðamönnum
hans spurði hvað það væri sem hann var
að leika sér með, sem væri svo skínandi
fallegt.
Ungi maðurinn svaraði að það væri
gimsteinn sem hann hefði keypt fyrir alt
sparifé sitt. Þá varð nú spyrjandinn for-
viða og sagði: „Ef þetta er alt sem þú átt,
þá ættir þú ekki að fara svo ógætilega
uieð það. Ertu ekki hræddur um að það
gasti fallið út fyrir borðstokkinn og ofan
í hafið?“
Ungi maðurinn hló og sagði: „Ég er
óhræddur um það. Ég hef lengi verið að
þessu og er handviss um að grípa hann.
Það er engin hætta“.
En því miður kom lítill vindblær og
gimsteinninn fór út fyrir borðstokkinh
svo hann sökk niður í djúpið. Ungi mað-
urinn æpti angistaróp: „Tapaður, tapaður.
Alt sem ég á í heiminum er tapað“.
Þú hugsar ef til vill að þetta geti ekki
verið sönn saga. Enginn gæti verið svo
heimskur að leika sér þannig með dýr-
mætan gimstein. Vera má að svo sé. En
lærdómurinn sem sagan kennir er sann-
ur og verulegur, og það sem meira er.
ungi maður, eða unga stúlka. Ef þú hefir
verið kærulaus gagnvart afstöðu þinni til
Jesú Krists þá — „Þú ert maðurinn“.
Hafið er eilífðin, skipið er líf þitt, gim-
steinninn sem þú fer svo ógætilega með
er sál þín.
Jesús mat sál þína svo mikils, meir
en alt annað í heiminum. Hann tók á sig
þjóns mynd, var fæddur af konu og lifði
og dó til að frelsa þig. Þó þú hefðir verið
hinn eini syndari í heiminum þá elskaði
hann þig svo mikið að hann hefði verið
fús að deyja fyrir þig einan.
1 dag stendur þú á þilfari lífsins og
leikur þér ógætilega með þá dýrmætustu
eign sem þú átt til í heiminum. Vera má
að faðir þinn, móðir, eða einhver vinur
tali til þín og vari þig við ógætni þinni,
svo þú ekki glatir öllu sem þú átt. Vera
má þau spyrji hvort það sé ekki of mikið
átt á hættu að fara svo ógætilega með
sálu þína.
En þú svarar: „Langt frá því. Ég hef
haft það svona svo árum skiftir. Margir
hafa talað við mig og hvatt mig til að
koma til Krists. Ég gjöri það einhvern tíma
seinna. En ég hef svo mikið gaman af
lífinu. Ég ætla að fá minn hluta af skemt-
unum heimsins. Það er engin bráð hætta
þú þarft ekki að vera áhyggjufullur um
mig“.
Sá sem lætur sér ant um þig heldur
áfram: „Þú getur beðið of lengi. Þú getur
vaknað upp við það einhvern daginn, að
það er orðið of seint að þú ert útilokaður,
glataður“.
En þú segist vilja ráða þér sjálfur og
breytir svo umtalsefninu í eitthvað ann-
að sem ekki ónáðar samvizku þína.
Ungi maður, unga stúlka, hefir þú snú-
ið þér þannig gangvart þínum bezta vin,