Stjarnan - 01.09.1952, Side 1

Stjarnan - 01.09.1952, Side 1
STJARNAN SEPTEMBER, 1952 LUNDAR, MANITOBA Það er ekki synd að vera ríkur—en! Peningaseðlarnir eru orðnir tákn valdsins. Menn reikna allt út eftir þeim. Húsum, landeignum og öðrum eignum er úægt að skipta í peninga. Hafir þú næga peninga, getur þú keypt allt, sem finnst í þessum heimi — eða næstum allt. Og við megum heldur ekki vanmeta verð- mæti peninganna. Næstum takmarkalaust gott engu síður en illt, er hægt að gera ^eð peningunum — allt eftir því, hvort þeir eru notaðir skynsamlega eða óskyn- samlega. Sá sem á hús, bifreið, búgarð, eða bara hest eða eina kú, hefir ástæðu til að vera þakklátur fyrir það. Við lesum: „Peningarnir hafa mikið verðmæti, því að þeir geta gert mikið gott. í höndum Guðs barnsins eru þeir matur handa hinum hungraða, drykkur handa hinum þyrsta og klæði handa hinum Oakta. Þeir eru vernd hinna undirokuðu 9§ geta verið hjálp hinna sjúku.“ E. G. W. í ljósi þessara orða er ekki lengur til rúm í hugarheimi okkar til að lítilvirða ríki- úæmi eða þá skort á fé. Peningarnir eru ekki undirrótin að öllu illu, því að: „Mitt er silfrið, mitt er gullið, segir Drottinn hersveitanna.“ Hagg. 2. Eins er því varið oaeð annáð á þessari jörð: „Því að mín eru öll skógardýrin og skepnurnar á fjöll- um þúsundanna.“ Sálm. 50:10. Hann hefir öll auðæfi þessa heims í hendi sinni, og vill gjarnan að börn hans fái hlutdeild í þessum auðæfum. í sannleika sagt: „Hann er sá, sem veitir þér kraft til að afla auð- 3efanna.“ 5. Mós. 8:18. Það er einnig ein af góðum gjöfum Guðs að hafa góða viðskiptagáfu. Að stýra búgarði, verzlun, söfnuði, húshaldi, að ftieðhöndla laun eða höfuðstól annars af frúmennsku og gætni, er einn þáttur í góðri siðfræði, og hafið yfir alla gagnrýni. Peningar, sem aflað er á heiðarlegan og réttlátan hátt, er blessun Guðs, og að reka verzlun og þéna velfengið fé er litið á með velþóknun af honum, sem var nógu gæt- inn á jarðnesk verðmæti til þess að „taka saman brauðbrotin, sem afgangs voru, til þess að ekkert færi til spillis.“ Jóh. 6:12. Hinn kristni maður getur notað pen- ingana til þess að afla sér vina. Sá, sem deilir eignum sínum meðal þeirra, sem Kristur dó fyrir, lifir á þessari jörð í sam- ræmi við vilja himinsins, og þekkir gleð- ina, sem fæst með því að vera þjónandi engill (sendiboði). Hann hefir lært að skilja hið sanna verðmæti peninganna. Ríki maðuíinn í dæmisögu Krists, sem átti lancjið, er bar mikinn ávöxt og hlöð- urnar, sem urðu of litlar, sagði: „Sál mín, þú hefir mikil auðæfi, geymd til margra ára; hvíl þig nú, et og drekk og ver glöð.“ En Guð sagði: „Heimskingi, á þessari nóttu verður sál þín af þér heimtuð, og hver fær þá það, sem þú hefir aflað?“ Og Drott- inn bætti við: „Svo fer þeim, er safnar sér fé, og er ekki ríkur hjá Guði.“ Lúlc. 12:19.-21. Hjá þessum manni voru engir erfið- leikar með uppskeruna, hún varð ríkuleg, en erfiðleikar hans voru allir í því fólgnir, hvernig hann gæti varðveitt hana handa sjálfum sér. Hann lét hjá líða að gefa — og brátt hætti hann sjálfur að lifa. „Saman- söfnuð auðæfi eru ekki aðeins gagnslaus, heldur eru þau bölvun. I þessu lífi eru þau snara sálarinnar og draga hugsunina burt frá himneskum fjársjóðum.“ E. G. W. Peningar og eignir eru því aðeins verð- mætar, að þær séu notaðar fyrir Guð og náungann. Hversu mikils virði eru pen- ingarnir þínir? Algerlega einskis virði ef

x

Stjarnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stjarnan
https://timarit.is/publication/1304

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.