Stjarnan - 01.09.1952, Qupperneq 6
70
STJARNAN
orðið kennari og leitt þjóð sína til að lifa
heiðvirðu, Guði þóknanlegu lífi. Hann veit
að það er margt í Afríku sem er hættu-
legra heldur en krókódílarnir. Það er
synd, hjátrú og vanþekking. Hann var
frelsaður frá gini krókódílsins og nú vill
hann gjöra sitt bezta til að frelsa aðra frá
því sem getur hindrað þá frá því að öðlast
eilíft líf.
Við þurfum miklu fleiri kennara í
Afríku. Gef Guði hjarta þitt og bú þig
undir starf, svo þegar kallið kemur til þín
að þú getir sagt: „Hér er ég, sendu mig.“
—J. C. EDWARDS
----------•☆•-------
Ókeypis og ómældur
Við höfðum flutt inn í nýtt heimili, og
eitt kvöld höfðum við í ógáti skilið vatns-
sprautuna eftir á flötinni. Það létti mikið
yfir mér þegar ég frétti að við fengjum
vatnið ómælt.
Svo datt mér nokkuð í hug: Oss er
veittur Guðs kraftur ómældur. Og það
sem meira er, Guði er það velþóknanlegt
þegar við biðjum hann um mikið. „Felið
jmér að annast sonu mína, verk minna
handa.“ Jes. 45:11.
Trúarhetjur liðinna alda hafa treyst
Guði að hann bæði vildi og gæti hjálpað
þeim. Sadrak, Mesak og Abednego höfðu
ekki á móti því að vera kastað inn í elds-
ofninn. Þeir treystu krafti Guðs. Daníel
fór niður ljónagröfina með sömu fullvissu.
Fyrir bæn Elía var himninum lokað, og
hann var opnaður aftur sem svar upp á
bæn hans. Elísa bað og kallaði hinn dauða
til lífsins. Postularnir, Pétur, Jóhannes og
Páll trúðu líka að Guð hefði ótakmarkað
vald og kraft til að hjálpa á tíma neyðar-
innar.
Guð veitir kraft sinn ómældan, eins er
náð hans takmarkalaus og veitist í fylsta
mæli til að uppfylla allar þarfir þeirra
sem treysta honum og hlýða. Jafnvel ræn-
inginn á krossinum öðlaðist hina miklu
náðargjöf, réttlætis skikkju Krists.
Þeir sem inn ganga 1 hina himnesku
Jerúsalem verða „syndarar frelsaðir af
náð.“ Góðverk sem vér gjörum, gjafir sem
vér höfum lagt fram til kristindóms og
líknarstarfa eiga engan þátt í sáluhjálp
vorri. Sáluhjálp vor og hið eilífa líf er
náðargjöf Guðs fyrir trú á Jesúm Krist.
Kærleikur Guðs er takmarkalaus, ó-
mælanlegur, meir en vér getum útmálað.
Opnum hjörtu vor og biðjum um hans
kraft og náð.
—E. ZACHARISON
----------•☆■-------
Pabbi heldur á bollanum
Mrs. Van Austin andvarpaði um leið
og hún lagði frá sér hækjuna og settist í
hægindastólinn.
„Hugsa sér það að formaður hvíldar-
dagaskólans vonaði ég breytti áformi
mínu er ég sagði honum að ég gæti ekki
haldið áfram að kenna. Ég meinti það sem
ég sagði, það er lítil hætta á að ég breyti
ákvörðun minni. Læknirinn sagði ég gæti
ekki staðið á fætinum í tvo mánuði. Hann,
sagði að slæm sprunga væri verri en bein-
brot. Ég verð að hætta við kensluna. Líttu
á mig,“ sagði Mrs. Van Austin og leit al-
varlega á mann sinn í von um að hann
mundi vera á sama máli.
„Við skulum ekki hugsa frekar um
þetta nú, Marían. Þú ert svo þreytt, þér
getur liðið betur bæði á sál og líkama
næsta hvíldardag,“ svaraði maður hennar.
„Hvað meinar þú, Glen?“
„Aðeins það sem ég sagði, Marían.“
„Ég er viss um mér dettur ekki í hug
að haltra inn í kirkjuna á hækjum til að
kenna 10 drengjum."
„Voru þeir ekki hugsunarsamir og vin-
gjarnlegir síðasta hvíldardag?“
„Vissulega voru þeir það. En það er
svo tilfinnanlegt og auðmýkjandi að ganga
við hækjur. Ég hef ásétt mér að hætta að
fara á hvíldardagaskólann þennan árs-
fjórðung. Ég get lesið heima. Ég skil ekki
hvers vegna þetta þurfti að koma fyrir,
hvert áfallið eftir annað. Ef Guð' hefði
viljað ég kendi þá hefði hann getað komið
í veg fyrir þessi slys.“
„Það er satt,“ svaraði Glen, „en við
skiljum ekki ætíð Guðs tilgang. Hann
segir: „Eins og himininn er hærri en jörð-
in, svo eru mínir vegir hærri en yðar
vegir, og mínar hugsanir hærri yðar
hugsunum."
„Ég veit það, en fyrst handleggsbrotn-
aði ég og varð að hafa handlegginn í fatla