Stjarnan - 01.09.1952, Qupperneq 3
STJARNAN
67
í réttarsalnum
„Ég horfði og horfði þar til stólar voru
settir fram og hinn aldraði settist niður,
klæði hans voru hvít sem snjór og höfuð-
hár hans sem hrein ull. Hásæti hans var
eldslogar og hjólin undir því eldur, eldur
brennandi. Eldstraumur gekk út frá hon-
um, þúsundir þúsunda þjónuðu honum og
tíu þúsundir tíu þúsunda stóðu frammi
fyrir honum. Dómendurnir settust niður
og bókunum var lokið upp.“
Enginn maður á þessar jörð getur til
fulls gripið hátign og mikilleik skaparans,
og alvarleik þessa dóms. Þar verður ekki
réttinum hallað, ekki farnar neinar króka-
leiðir, engar mútur þegnar, engin manna-
lög né reglur verða notaðar þar. Það eru
Guðs réttlátu og óumbreytanlegu lög sem
gilda þar. Guðs lög eru í jöfnu gildi fyrir
fyrstu kynslóðina sem lifði á jörðunni eins
og fyrir hina síðustu. Enginn getur komið
fram og sagt: Þessi lög voru ekki gildandi
þegar ég lifði á jörðinni. Af öllum þeim
þúsundum sem mæta í réttarsalnum getur
enginn sjálfur staðið fyrir máli sínu eða
hjálpað öðrum, nema Jesús Kristur. Hann
einn getur tekið málstað syndarans. Þurf-
um vér þennan málafærslumann? Erum
vér svo réttlátir að vér getum staðist án
hans? „Allir hafa syndgað og skortir Guðs
dýrð.“ Vér værum glataðir ef Jesús væri
þar ekki til að tala máli voru. En höfum
vér í lifandi trú meðtekið frelsarann.
Brevtum vér samkvæmt vilja hans í öllu,
samkvæmt beztu vitund. Guð elskaði
syndugt mannkyn með svo djúpum og
innilegum kærleika, að hann gaf sinn ein-
getinn son því til frelsunar. Boðorðin sem
áður vbru rituð á steintöflur eru í hinum
nýja sáttmála rituð á hjörtu lærisveina
hans. (Heb. 8:10). Eru boðorð Guðs rituð
á hjarta þitt? Ef svo er þá sýnir það sig
í því að þú hlýðir þeim öllum.
Jesús segir: „Sjá ég stend við hurðina
og drep á dyr, sá sem heyrir raust mína
og lýkur upp fyrir mér, til hans mun ég
inn ganga og við skulum eta kvöldverð
saman.“
Þegar lögmál Guðs er ritað á hjörtu
vor og Jesús hefir full umráð yfir lífi
voru þá er bæn Jesú uppfylt fyrir oss að
þeir „séu eitt eins og þú faðir ert í mér og
ég í þér svo að þeir og séu eitt í okkur.“
Jóh. 17:21. Þetta innilega samfélag við
^Krist er nauðsynlegt til þess hann geti
fullnægt réttlæti Guðs og frelsað okkur.
Kæri lesari. Ég bið þig í nafni Krists,
gef Jesú rúm í hjarta þínu. Það verður
aldrei auðvelt að hlýða og þjóna Guði í
þessum heimi, sem er fullur syndar og
mótþróa gegn honum, en fyrir samfélag
við Krist getum vér eins og Páll postuli:
„Unnið frægan sigur fyrir aðstoð hans,
sem elskaði oss og gaf sjálfan sig út fyrir
oss,“ og svo að lokum munum vér standa
sigri hrósandi við glerhafið og syngja
söng Móses og söng lambsins.
—M. M.
----------☆----------
Hvar er hann?
Þegar liðið var á starfstíma Krist á
jörðunni, þá virtist sem fólkið yrði gripið
af löngun til að sjá hann. Fólk af öllum
stéttum og frá ýmsum löndum þyrptist
inn til hinnar helgu borgar í leit eftir
Meistaranum. Allir með sömu spurning-
una á vörum: Hvar er hann?
Með miklum á huga leituðu menn hans,
þeir vonuðu að minsta kosti að sjá honum
bregða fyrir, þessum mikla kennara. Þeir
vonuðust eftir að sjá eitthvert af hinum
undraverðu kraftaverkum hans. Þeir sem
byrði höfðu að bera, sjúkdóm eða annað
leituðu hans í von um að byrðinni yrði
létt. Þeir sem elskuðu sannleikann leituðu
hans í von um að fá nýja opinberun um
kærleika föðursins og fegurð og dásemd
endurlausnarinnar. Sjúklingar leituðu
hans, ungir og gamlir, ríkir og fátækir,
veikir og hraustir, allir.leituðu hans. Hvar
sem spurningin var borin fram kom sama
svarið: „Hann hefir verið hér.“
Hann hefir verið hér, sagði Nikódemus,
því ég er sannarlega endurfæddur
maður. Hann hefir verið hér, sagði ekkjan
frá Nain, því þessi sonur minn var dauður,
en nú er hann lifandi. Hann hefir verið
hér, sagði sýrlenzka konan, því vesalings
litla stúlkan mín var frelsuð úr greipum
hins vonda. Hann hefir verið hér, sagði
Bartólómeus, því ég var blindur en nú
hef ég sjónina. Hann hefir verið hér, sagði
hinn limafallssjúki, því að hann hefir gjört
mig heilbrigðan og fyrirgefið syndir
mínar.